Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 54

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 54
132 DVÖL Og henni datt ekkert betra í hug. Og nú var kominn nýr maöur, — Art. Hann var lítill og feitur og mjög kröfuharður, og reyndi mjög á þolinmæöi hennar, þegar hann var fullur. Um skeið, áöur en hann kom til sögunnar, hafði aðeins verið um tækifæriskunningsskap að ræöa, og hún var ánægð yfir því að fá eitt- hvað „fast“ aftur. Þar að auki varð Art að vera fjarverandi vikum sam- an við að selja silki, og þá fékk hún hvíld. Hún var alltaf ofsakát, þegar þau voru saman, þótt það kostaði hana mikla áreynslu. „Bezti félagi í öllum heiminum,“ umlaði hann þá með munninn við háls hennar, „bezti félagi í heimi.“ Kvöld eitt, er þau höfðu farið saman til „Jimmy“, gekk hún inn í snyrtiklefann með Florence Miller. Meðan þær voru að mála varir sín- ar hjartalaga, töluðu þær um svefnleysið. „Já, það er nú svona,“ sagði Hazel, „að mér mundi ekki koma dúr á auga alla nóttina, ef ég tæki ekki hálfan skammt af dimmelim, þegar ég hátta. Ef ég geri það ekki, ligg ég og bylti mér í rúminu, og maður veröur svo sorgmæddur á því að liggja andvaka alla nóttina." „Ja, ég get nú sagt þér það, Hazel, að ég mundi vaka í heilt ár, ef ég tæki ekki inn verónal á kvöldin. Maður sefur eins og steinn af því.“ „Er það ekki eitur, eða eitthvað þess háttar?“ spurði Hazel. „Jú, og ef maður tekur of mikið, þá er því lokið,“ sagði ungfrú Miller. ,,Ég tek aðeins fáar töflur. Ég þori ekki að reyna, hvað ég þoli. En tvær töflur er ágætt, og þá sofnar maður á augabragði." „Er hægt að fá þetta hvar sem er,“ spuröi Hazel. „Þú getur fengið allt, sem þú þarfnast í Jersey,“ sagði ungfrú Miller, „en hér getur þú aðeins fengið það gegn lyfseðli. Jæja, ertu búin? Við verðum að fara aftur inn og sjá, hvað strákarnir eru að aðhafast." Þetta kvöld kvaddi Art Hazel við dyrnar á íbúðinni hennar. Móðir hans var í borginni. Hazel var alveg alls gáð, þegar hún kom heim, og það vildi svo til, að ekkert vín var til í skápnum. Hún lá í rúminu og starði upp í loftið. Hún fór á fætur mjög snemma við vana og lagði af stað til New Jersey. Hún hafði aldrei fyrr farið með neðanjarðarbraut, og skildi hana ekki til hlítar. Þess vegna fór hún á Pennsylvaníustöðina og keypti sér farmiða til Newark. Hún ætlaði sér ekkert sérstakt með þessari lykkju, sem hún lagði á leið sína. Hún horfði á fábreytta hatt- ana, sem konurnar í vagninum báru og starði á sviplaust landslagið út um rykugan gluggann. Þegar hún kom til Newark, gekk hún inn í fyrstu lyfjabúðina, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.