Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 38

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 38
116 DVÖL sér og hreykti hvítum hávöðum Sínum mót sólu, svo sem hvítum slæðum, skreyttum gullnum perl- um. En gatan hottaði á grænjaxl- ana í láutum og bollum, bað þá að flýta sér, svo að hun hefði þó af einhverju að státa, því að fugl- arnir.. . Nei, nei, — ekki til neins að fara fram á neitt við þá. — Ekki fyrr en að vori, ekki fyrr en að vori! sögðu þeir og sveifluðu sér um sólblikað loftið. * * * Fiðlusnillingurinn. Á fögru vorköldi fyrir fjórum árum síðan gekk eldri maður. með silfurgrátt hár, beint út í hringiðu umferðarinnar á Fifth Avenue í New York. Aðvörunaróp heyrðust; vörubifreið kom æöaandi eftir götunni. Bif- reiðarstjórinn blés í horn sitt, en gráhærði maðurinn virtist hvorki heyra né sjá. Allt í einu heyrðist ískur í hemlum og urghljóð i hjólbörðum, sem drógust eftir götunni. Daginn eftir komst heil þjóð í uppnám við fréttina um það, að Fritz Kreisler, frægasti og dáðasti fiðlusnillingur veraldarinnar, lægi milli heims og helju í sjúkrahúsi einu á Manhattan. Kreisler, sem var þá 66 ára gamall, lá meðvitundarlaus með sprungna höfuðkúpu og læknarnir gerðu sér litlar vonir um að honum batnaði. Nokki-um dögum síðar, þegar hann fékk meðvitund, kom nokkuð' í ljós, sem vakti mikla undrun. Kreisler haföi tapað minninu og gat aðeins talað grísku og latínu. Um fermingaraldur hafði Fritz Kreisler lært bæði þessi mál, ig nú hálfri öld síðar, hafði hann snögglega gleymt öllum öðrum málum en þessum. En þar var annað sem olli læknunum sérstökum áhyggjum. Þeir óttuðust að miðstöð tónlistargáfunnar í heila Kreislers hefði skemmzt eða eyðilagzt. Væri svo mundi meistarinn aldrei framar geta leikið á fiðlu sína Kona Kreislers, sem óttaðist hið sama, lét hann ekki verða varan við grun sinn. í þess stað beiö hún þar til „Fritzy" eða „Pop“, eins og hún nefnir hann, var á batavegi. Þá tók hún með sér fiðlu að sjúkrarúmi hans. „Pop", sagði hún, „ég hef alveg gleymt upphafinu á fiðlusónöstu Mendelsohns. Viltu ekki leika það fyrir mig?“ Kreisler tók við fiðlunni og stillti hana. Augnabliki síðar hljómuðu upphafstónarnir af þessu ódauðlega tónverki Mendelshons um stofur og ganga sjúkrahússins. Læknar og hjúkrunarkonur námu staðar við störf sín og hlustuðu. Já, þaö var meistarinn. Hin göfuga gyðja tónlistarinnar hafði ekki yfirgefið hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.