Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 20

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 20
93 D V Ö L ur til moldar, er versti dagur vik- unnar,“ sögSu hinir hjátrúarfullu, en við vorum blessunarlega laus- ar við slíka kvilla. Þriðjudagur í föstuinngangi með ómissandi hangikjötsáti sínu, hvarf í liðna tímann. í æsandi tilhlökkun, lét Ég vekjaraklukku við rúmstokk minn og háttaði í þeirri vissu von að mega gista næstu nótt í grennd við norðlæg höf. Um morguninn hrökk ég upp frá mínum dýru draumum, við það að klukkan glumdi og húsið skalf. Ekki átti klukkan sök á þessum skjálfta, heldur var komið af- spyrnurok. Mér leizt ekki sem bezt á blikuna, en hypjaði mig þó í slopp utan yfir náttklæðin og hugðist að vekja Hana. Hún svaf fast og hraut hátt. Ég ákallaði hana, ýtti við henni, Göngumaður staddur við Hlöðuvík. Hand- an víkurinnar sést Vestural- menningur. I hristi hana og skók, árangurslaust. Að lokum er Ég hafði ýrt á hana ofurlitlu vatni, lauk hún upp örðu auganu, muldraði eitthvað, bylti sér á hina hliðina og hélt áfram að hrjóta. Ég gafst þá upp, og fór að gá til veðurs, en útlitið var ekki glæsi- legt, grenjandi vestan rok. Ég fór þá í rúmið aftur, og svaf þar til á 10. stundu, en þá átti ég von á veðurfregnum. Kl. 10 fór Ég svo á kreik á ný og reyndi að fá vit úír útvarpinu. Fyrst skrúfaði ég einn „takka,“ síðan annan og þann þriðja, ekki stuna eða hósti. Veðurfræðingur- inn ætlaði víst að bregðast mér þann eina morgun lífs míns, sem i Ég þurfti á honum að halda. „Þessi rafhlöðutæki eru eins og kross- gáta,“ tautaði ég bálvond. í ör-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.