Dvöl - 01.04.1946, Síða 20

Dvöl - 01.04.1946, Síða 20
93 D V Ö L ur til moldar, er versti dagur vik- unnar,“ sögSu hinir hjátrúarfullu, en við vorum blessunarlega laus- ar við slíka kvilla. Þriðjudagur í föstuinngangi með ómissandi hangikjötsáti sínu, hvarf í liðna tímann. í æsandi tilhlökkun, lét Ég vekjaraklukku við rúmstokk minn og háttaði í þeirri vissu von að mega gista næstu nótt í grennd við norðlæg höf. Um morguninn hrökk ég upp frá mínum dýru draumum, við það að klukkan glumdi og húsið skalf. Ekki átti klukkan sök á þessum skjálfta, heldur var komið af- spyrnurok. Mér leizt ekki sem bezt á blikuna, en hypjaði mig þó í slopp utan yfir náttklæðin og hugðist að vekja Hana. Hún svaf fast og hraut hátt. Ég ákallaði hana, ýtti við henni, Göngumaður staddur við Hlöðuvík. Hand- an víkurinnar sést Vestural- menningur. I hristi hana og skók, árangurslaust. Að lokum er Ég hafði ýrt á hana ofurlitlu vatni, lauk hún upp örðu auganu, muldraði eitthvað, bylti sér á hina hliðina og hélt áfram að hrjóta. Ég gafst þá upp, og fór að gá til veðurs, en útlitið var ekki glæsi- legt, grenjandi vestan rok. Ég fór þá í rúmið aftur, og svaf þar til á 10. stundu, en þá átti ég von á veðurfregnum. Kl. 10 fór Ég svo á kreik á ný og reyndi að fá vit úír útvarpinu. Fyrst skrúfaði ég einn „takka,“ síðan annan og þann þriðja, ekki stuna eða hósti. Veðurfræðingur- inn ætlaði víst að bregðast mér þann eina morgun lífs míns, sem i Ég þurfti á honum að halda. „Þessi rafhlöðutæki eru eins og kross- gáta,“ tautaði ég bálvond. í ör-

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.