Hlín - 01.01.1950, Side 17

Hlín - 01.01.1950, Side 17
Hlin 15 verið það kunnugt. En jeg veit að það hefði glatt hana, svo unni hún Ijóðum Jónasar. Og jeg get ekki varist þeirri hugsun, að með þeim hafi verið margt líkt, draum- lyndi þeirra og hrifnæmi fyrir öllu fögru. Sterkustu ein- kenni í skapgerð Guðrúnar finst mjer að hafi verið draumlyndi og sterk hneigð til listrænna iðkana. Það sást greinilega á þeirri hugmyndaauðgi, sem kom fram í öllum verkum hennar, sem stuðluðu að því að auka fegr- un heimilisins. Mjer er mjög minniststæð gleði hennar þegar hún hafði gert góðan hlut til heimilisprýði og heimilisþarfa. Það var hin hreinasta starfsgleði og sköp- unargleði. En það á við um alla sköpun, hvort sem hún er á sviði heimilisfegrunar, sem er hið venjulega svið okk- ar kvennanna, eða aðra listsköpun, að það er gleðin yfir sjálfstæðu verki og sjálfstæðri sköpun, sem er kjarninn í þessu öllu, gleðin yfir fögrum hlut, sem hefur orðið til í huga manns og hendi. Á þessu sviði var Guðrún frænka mín snillingur. Að eðlisfari var Guðrún mjög hljedræg og flíkaði lítt tilfinningum sínum. Er mjer ekki grunlaust um, að af þessari ástæðu hafi hún mætt nokkrum misskilningi, að þeir, sem lítt þektu hana, hafi talið þessa hljedrægu framkomu hennar stafa af kaldlyndi eða stórmensku. En hvort tveggja var víðst fjarri því rjetta. Hún var að eðlis- fari blíðlynd og viðkvæm, og þá einustu stórmensku hafði hún til að bera, að hún vildi ekki láta ástæður og aðstæð- ur minka sig. En hún var stundum sein að kynnast. Mjer fanst alltaf að alt innræti Guðrúnar bera þess vott, að hún vildi fremur vera en sýnast. Á yngri árum hafði Guðrún fagra söngrödd, og altaf hafði hún yndi af söng og tónlist. Hún hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og mannrjettindamálum, og hefði án efa getað orðið skelegg í baráttu á þeim vettvangi. En hljedrægni hennar varnaði því að hún hefði sig þar í frammi. Og margur mun segja að hún hafi valið sjer hið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.