Hlín - 01.01.1950, Page 17
Hlin
15
verið það kunnugt. En jeg veit að það hefði glatt hana,
svo unni hún Ijóðum Jónasar. Og jeg get ekki varist
þeirri hugsun, að með þeim hafi verið margt líkt, draum-
lyndi þeirra og hrifnæmi fyrir öllu fögru. Sterkustu ein-
kenni í skapgerð Guðrúnar finst mjer að hafi verið
draumlyndi og sterk hneigð til listrænna iðkana. Það
sást greinilega á þeirri hugmyndaauðgi, sem kom fram í
öllum verkum hennar, sem stuðluðu að því að auka fegr-
un heimilisins. Mjer er mjög minniststæð gleði hennar
þegar hún hafði gert góðan hlut til heimilisprýði og
heimilisþarfa. Það var hin hreinasta starfsgleði og sköp-
unargleði. En það á við um alla sköpun, hvort sem hún
er á sviði heimilisfegrunar, sem er hið venjulega svið okk-
ar kvennanna, eða aðra listsköpun, að það er gleðin yfir
sjálfstæðu verki og sjálfstæðri sköpun, sem er kjarninn í
þessu öllu, gleðin yfir fögrum hlut, sem hefur orðið til í
huga manns og hendi.
Á þessu sviði var Guðrún frænka mín snillingur.
Að eðlisfari var Guðrún mjög hljedræg og flíkaði lítt
tilfinningum sínum. Er mjer ekki grunlaust um, að af
þessari ástæðu hafi hún mætt nokkrum misskilningi, að
þeir, sem lítt þektu hana, hafi talið þessa hljedrægu
framkomu hennar stafa af kaldlyndi eða stórmensku. En
hvort tveggja var víðst fjarri því rjetta. Hún var að eðlis-
fari blíðlynd og viðkvæm, og þá einustu stórmensku hafði
hún til að bera, að hún vildi ekki láta ástæður og aðstæð-
ur minka sig. En hún var stundum sein að kynnast. Mjer
fanst alltaf að alt innræti Guðrúnar bera þess vott, að hún
vildi fremur vera en sýnast.
Á yngri árum hafði Guðrún fagra söngrödd, og altaf
hafði hún yndi af söng og tónlist. Hún hafði mikinn
áhuga á stjórnmálum og mannrjettindamálum, og hefði
án efa getað orðið skelegg í baráttu á þeim vettvangi. En
hljedrægni hennar varnaði því að hún hefði sig þar í
frammi. Og margur mun segja að hún hafi valið sjer hið