Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 39
Hlin
37
komin með hvítvoðunginn", og svo munu fleiri hafa
hugsað í Æsustaðabaðstofu. En það var eins og hálfsárs
drengurinn. — En þannig vildi til, að þegar hún og fylgd-
armaðurinn voru komin yfir hálsinn, þá ætlaði fylgdar-
maðurinn að fara skemstu leið á ská suður og ofan að
Æsustöðum, en lenti of ofarlega, en þar voru djúpir rof-
bakkar á köflum. Móðir mín veit svo ekki fyrri til en að
hesturinn hverfur undan henni og hún situr eftir á snjó-
dyngjunni með barnið í fanginu. Það fyrsta sem hún
sagðist hafa gert var að fleygja barninu eitthvað frá sjer,
svo að hún lenti ekki ofan á því, þegar hún færi að brölta
upp úr fanndyngjunni, og að kalla til fylgdarmannsins að
ná í hestinn, sjálf fór hún að leita að barninu, þegar hún
var búin að komast upp á rofbakkann, og hepnaðist
fljótt að finna það. Um líkt leyti kom karlinn með Skol.
Það var reiðhestur móður minnar, vitur og traustur. Þeg-
ar hún var svo komin á bak, sagði hún fylgdarmanninum,
að nú ljeti hún Skol ráða, hann mundi gera það best, og
við bæjardyrnar heima stansaði hann. Jeg er viss um, að
móðir mín hefur orðið alvarlega hrædd um að barnið
hafi liðið einhvern skaða í snjóskaflinum, hún var svo
óvenju hvöss, þegar hún skipaði stúlkunni að taka barn-
ið, en sem betur fór var það alheilt.
í annað sinn, löngu seinna, var hún sótt að Draflastöð-
um í Sölvadal. Þá bjó þar Bjarni Randversson og kona
hans. Þá var það á nýársdagskvöld að Bjarni kemur að
sækja móður mína í besta veðri og tunglsljósi, en miklu
frosti og svellalögum yfir alt. Jeg vissi að frá svokölluðum
Krosshólum og suður undir Eyvindarstaðatún var ávalur
svellbunki ofan í Núpárgil, og þurfti ekki að spyrja að
þeim sem þangað fóru. Við þessa ferð var jeg alvarlega
hrædd. Ekki þurfti annað en að skeifa hrykki undan
hesti, þá var alt búið. — Móðir mín fór orðalaust eins og
vant var, og enginn sagði neitt. Jeg reyndi að gera mig ró-