Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 119
Hlin
117
smátt utan um þá og varð þeim að fjörtjóni. Þessi um-
merki sáust víðá meðfram sjónum. — Þá minkaði varpið
í Bjarnarey svo það fór ofan í BO pd., en nú er alt útlit
á að það sje að aukast aftur og var mest síðastliðið vor.
— Og fuglinn, sem um þetta leyti og lengi á eftir var
svo deyfðarlegur og dapur í bragði, er nú aftur hressi-
legur og eðlilegur, og hljómar söngur hans og kvak um
alla ey, en þó allra mest í góðu veðri á kvöldin. — Þá
fer hann líka í heimsóknir í stærri og smærri hópum,
og er þá mikið rætt á þeirra máli við kollurnar, sem
heimsóttar eru. Sumt af þessum „túristum“ er geldfugl,
en svo ljetta eggjakollurnar sjer upp og slást í förina. —
Það er gaman að sjá og heyra í fuglinum, þegar vel liggur
á honum, en í vondu veðri er hann kyrlátur og þögull.
Blikarnir sitja við hreiðrin, hver hjá sinni kollu fyrst í
stað, en þegar á líður, fer hann, en er þó öðru hvoru að
vitja um kollu sína og er oft samferða, þegar þær fara
með ungana. Má þá oft sjá bæði hjónin með ungahóp-
inn sinn.
Við erum þarna úti 4—5 vikur. Þarsem eyjan er langt
frá Fagradalsbæ, gefst ekki sjóveður til eyjaferða, hvenær
sem nauðsyn ber til, og því er búið úti. Þarna er búið
góðu búi. Og víst líður okkur vel við allsnægtir. Skálinn
okkar er bjartur og hlýr og ágætt í honum að vera, hvern-
ig sem víðar. Starfið er að ganga varpið, þurka dúninn
og svo venjuleg heimilisstörf. — í frístundum og inni-
teppum er skemt sjer við útvarpið fþví það höfum við)
og lestur góðra bóka. — Jeg vinn að prjónaskap og ann-
ari handavinnu, líður vel og er furðu dugleg, þegar lesið
er upphátt fyrir mig. Þá er lífið í Bjarnarey líkt og á
gömlu, góðu sveitaheimilunum.
í góðu veðri er maður úti. Það er víður og fagur
sjóndeildarhringur í Bjarnarey og friðurinn sem þar ríkir
er ákaflega ólíkur hraðanum og friðleysinu, sem svo
mjög einkennir nútímann. — Án efa er það góð tilbreyt-