Hlín - 01.01.1950, Síða 129
Hlin
127
vandamálin ofarlega á baugi. — Almenningur sekkur sjer
niður í þau, bækur fjalla um þau, fyrirlestrar eru haldnir,
það er ritað og hugsað um þau. —
En eins og ætíð, þegar eitthvað kemst í tísku, er það
teygt út. í ystu æsar, oft útyfir takmörk allrar sanngirni.
Það rísa upp tískukóngar, átrúnaðargoð, sem skipa og
skapa, ofstækismenn, sem lifa í trú, en ekki skoðun, spá-
menn, jafnvel í eigin föðurlandi. Þeir vita alt. — Þeir
dæma til eymdarlífs og ótímabærs dauða alla, sem ekki
eru rjettrúaðir.
En svo etum við og drekkum eftir duttlungum og geð-
þótta, og kærum okkur kollótta um allar eldiskenningar.
— Þannig er lífið! “
Dr. Skúli endar frásögn sína um Grænlandsbygð íslend-
inga á þessa leið:
„Þjóðarbrot flytur með sjer framandi matarvenjur, sem
aðeins geta staðist, meðan greiðar samgöngur eru við
móðurlöndin, ísland og Noreg. — Þetta þjóðarbrot er á
háu menningarstigi, og fellir sig ekki við að taka upp þá
frumstæðu háttu, er landið og náttúran bauð. — Það leið
undir lok, af því að það skildi ekki frumlögmál næringar-
fræðinnar, sem sje að lifa á landinu sjálfu, skapa sjer við-
urværi eftir þeim staðháttum, er fyrir voru.
Af þessum harmleik norrænna manna ættum vjer að
nema þann lærdóm, að þeirri þjóð vegnar illa, er vill
halda við eða koma á erlendum matarvenjum. — Vjer eig-
um, eins og jurtirnar, að sjúga næringu úr þeim jarðvegi,
er vjer höfum undir fótum vorum.“
Það væri gaman að tína saman það, sem er að finna í
fornbókmentum um liandavinnu, gera henni svipuð
skil og dr. Skúli gerir mataræðinu — en það er mikið
verk og vandasamt. Það gera ekki aðrir en elju- og lær-