Hlín - 01.01.1950, Side 143
Hlín
141
klettur kveikti Ijós á eigin kerti, hver kvikandi alda varð að
stjörnu. Alt umhverfið vakti drauma í sál Þórdísar. — Líklega
var hvergi í víðri veröld eins fallegt og einmitt hjer. — En fá-
tæktin og einstæðingsskapurinn seyddu fram sífeldan sársauka
í meðvitund ungu stúlkunnar.
Enn var eitt, sem gerði henni lífið ömurlegt upp á síðkastið.
— Það var verra en nokkuð annað. — Hún var hrædd — skelf-
ing hrædd, alveg eins og hún hafði verið, þegar hún var lítil
og heyrði um álfana, sem voru að reyna að krækja í unga fólk-
ið. — Þórdís hafði djúpar, þungar áhyggjur upp á síðkastið. —
Draumarnir hurfu, ótti við virkileikann fylti hugann.
Þórdís var sextán ára, hafði verið fermd fyrir tveim árum,
svo sem landslög stóðu til. Svo hafði hún farið að vinna fyrir
sjer í kaupstaðnum, fyrst litla stund á hverjum degi, svo smá-
lengdist það, þar til það varð allur dagurinn alla virka daga vik-
unnar. — f sambandi við atvinnuna voru áhyggjurnar — hús-
bóndinn! — Húsbóndinn var fjörutíu og fimm ára gamall ekkju-
maður, þrútinn í andliti, rauðeygður, lágur og gildur með
töluverða ístru, drakk töluvert og varð þá ennþá ófrýnilegri en
ella. — Ó, það gat ekki verið! Vitaskuld gat það ekki verið. —
Það var móðir hennar. — Það hlaut að vera móðir hennar. —
Vesalings fátæka móðir hennar, sem barist hafði svo lengi á
hjarninu, síðan maður hennar dó, fyrir sjer og börnum sínum,
og var nú farin að eldast og lýjast. — En — hvílíkur stjúpfaðir!
Það fór um Þórdísi hrollur, jafnvel við þá hugsun, en svona
hlaut það að vera. — Jú, auðvitað var það móðir hennar. —
Ó-jú, hún mátti til að gera sig ánægða með Eystein fyrir stjúpa.
— Eysteinn var efnaður, bæði loforð hans og verk voru gild
tekin. Þar brá ekki af. Hann var fremur greindur, smiður hjá
stærstu verslun kaupstaðarins, átti gott og stórt hús í bænum.
— Hafði reyndar ekki verið neitt tiltakanlega góður við kon-
una, en uppkomin börn hans voru vel látin að sögn. — Þórdís
fann vel, þrátt fyrir óbeit hennar á persónu Eysteins, að hjá
fullorðna fólkinu var hann fremur á hinni virðulegri hlið til-
verunnar. — Já, ef vesalings móðir hennar gat gert sjer Eystein
að góðu, þá mátti hún — Þórdís, — ekki setja sig á móti því. —
Sannleikurinn var líka sá, að þó rauðeygði, gildi smiðurinn væri
þessum göllum hlaðinn, þá átti hann það til að vera nokkuð
fyrirmannlegur í framkomu, bæri svo undir að það virtist sjer-
leg nauðsyn. — Já, hún varð að fyrirgefa móður sinni það, að
hún rak ekki Eystein á dyr, þó hann væri farinn að leggja leiðir
sínar heim í Kot upp á síðkastið.