Hlín - 01.01.1950, Blaðsíða 148
146
Hlín
SITT AF HVERJU
Kvenfjelag Borgarness 23 ára.
Vorið 1927 var Halldóra Bjarnadóttir stödd í Borgamesi og
hjelt fund með konum í því skyni að stofna þar kvenfjelag. —
Skipaði hún 5 konur í nefnd til að undirbúa stofnun fjelags. —
Þær voru þessar: Oddný Vigfúsdóttir, Helga Björnsdóttir,
Ragnhildur Björnsson, Guðríður Sigurðardóttir og Guðrún
Jónsdóttir. Stofnuðu þær svo Kvenfjelag Borgarness 7. júní 1927.
Fyrsti formaður fjelgasins var Oddný Vigfúsdóttir, og 2 af
stofnendum fjelagsins ,sem voru í fyrstu stjórn þess, eru enn í
stjórninni, þær Guðríður Sigurðardóttir, formaður, og Ragn-
hildur Björnsson, ritari.
Fjelagskonur mintust 20 ára afmælis fjelagsir.s með því að
fara skemtiför 25. júlí 1947, um Dali og vestur á Barðaströnd,
alt til Þorskafjarðarheiðar.
Mörg mál hefur fjelagið haft á stefnuskrá sinni, þó fæstum
þeirra hafi verið gerð full skil.
Mannúðarmál: Jólaglaðningar og smástyrkir til gamalmenna
og sjúklinga, lagt hefur verið fje nokkurt ár hvert í Sjúkra-
skýlissjóð, rekin hefur verið Ijóslækningastofa marga vetur. —
Hjálparstúlka starfaði á vegum fjelagsins nokkra vetur.
Menningarmál: Haldin námskeið í hjúkrun og heilsuvernd,
mörg saumanámskeið, matreiðslunámskeið, grænmetis- og síld-
amámskeið, með mjög færum kennurum í hverri grein.
Mjög virkan þátt tók fjelagið í fjársöfnun til byggingar hús-
mæðraskólans á Varmalandi.
Mest áberandi af framkvæmdum fjelagsins er hinn fagri
skrúðgarður í Skallagrímsdal, sem er orðinn hin mesta bæjar-
prýði og fjelaginu til gleði og sóma. R. B.
Frá „Kvenfjelagi Borgarhrepps“, Borgarfjarðarsýslu: —
Fjelagið okkar varð 30 ára á síðastliðnu hausti. — í tilefni af
því fóru fjelagskonur skemtiferð norður í Húnavatnssýslu og
buðu mönnum sínum með. — Fjelagið hefur haft ýms störf með
höndum á þessum árum. — Prjónavjel og spunavjel hefur það
átt til afnota fyrir heimilin. — Fjelagið hefur gefið allmikið fje
til ýmiskonar góðgerðastarfsemi. Það stofnaði sjóð, sem heitir
„Minningarsjóður Jórunnar Jónsdóttur, ljósmóður". Markmið
hans er að styrkja fátækar sængurkonur.
Fundir eru haldnir 4—6 sinnum á ári, og eru þeir altaf hafðir
hjá konunum til skiftis. — Fundimir eru fjörugir ,mikið rætt,