Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 150
148
Hlín
mjaltavjel er í sambandi við það, þriggja snælda spunarokkur
og ýmislegt smávegis. — J.
Af Austurlandi er skrifað vorið 1950: — Mig langar til að
spyrja þig, hvort ekki er mögulegt að fá tvist til vefja, þann hef-
ur ekki sjest hjer síðan fyrir stríð, og hefði jeg gaman af að
vita hvað veldur. Hjer eru heimili, sem myndu vefa fengist
tvistur t. d. gluggatjöld, sem eru nær ófáanleg, handklæði, dúka
o. fl. Við pöntuðum okkur netagarn í haust, og var ofið í fjelagi
fyrir 4 heimili áklæði á 18 stóla, 5 borðrenningar og 7 sessu-
borð, netagarn uppistaða, en ívafið Gefjunarband, og sumt
spunnið heima úr lituðum lopa, allavega litir og gerðir. Þykja
þetta hinir prýðilegustu munir. — Vorum við að hugsa um að
mynda munina og senda „Hlín“ myndirnar, en jeg veit ekki
hvort af því verður.
Hjer hefur verið ofið töluvert úr tvisti, meðan hann fjekst.
Jeg rjeðist í að spinna uppistöðu á rokkinn minn og voru ofnar
5 bekkábreiður og fleira. — Einnig hefur verið ofið mikið af
gólfdreglum og mottum, ívafið alt úr ónýtum prjónatuskum,
því hjer eru notuð ullamærföt af öllum.
Engin vinna á heimilum finst mjer eins skemtilegt og göfg-
andi og vefnaður, en illu heilli var hann niður lagður á mörgum
heimilum. Man jeg hvað mjer þótti jafnan gaman, er jeg var að
alast upp, þegar farið var að setja upp vefstólinn, en það var
jafnan sjálfsagt seinni hluta vetrar. — Betur að hægt væri að
innleiða aftur vefnað á sem flestum heimilum. Engin vinna eins
handhæg fyrir karlmenn, sem ekki hafa mjög mikið að gera við
gripahirðingu. En þá þyrfti tvist.
Kona á Austfjörðum skrifar veturinn 1950: — Það finst mjer
slæmt, ef ekki fer að flytjast tvistur aftur, því margt má nú
vefa heima og spara með því margan eyrinn. — Það er auðvitað
gott og blessað að fá skyrtumar tilbúnar, en þær kosta 45—64
krónur, en með því verði, sem var á tvistinum fyrir stríðið, kost-
aði tvistur í milliskyrtu 3—4 krónur, og vanur vefari vefur í
skyrtu á 2—3 tfmum.
Bóndi í Strandasýslu skrifar veturinn 1949: — Fyrst tækifæri
gefst, vil jeg nota það og þakka fyrir „Hlín“. — Hún er sá gest-
ur, sem mjer er altaf kærkominn, enda komið ávalt síðan hún
hóf göngu sína. Fræði hennar eru mín bestu hugðarefni: Saga
um lífsbaráttu horfinna kynslóða, sigra þeirra og ósigra, ör-
yggi og kennimerki á lífsbrautinni. — Hún ræðir einnig um nú-
tímann með framförum hans, lífsfjöri og lífsorku- og gönuhlaup-
um. — Og þá bendir hún einnig á, að framtíðarþjóðarheill kom-