Hlín - 01.01.1950, Qupperneq 151
Hlin 149
andi kynslóða byggist á trúmensku, sparsemi og iðni fortíðar-
innar og bjartsýni og framsækni nútímans.
Jeg hef þá trú, að þjóðinni okkar vegni vel í framtíðinni. —
Það þarf engan að undra, þótt yfirstandandi tímar sjeu huldir
dimmum skuggum. — Saga þjóðarinnar hefur ávalt endurtekið
sig, að eftir styrjaldir komi upplausn, straumbreytingar í þjóð-
lífinu, sem skoli á burt spillingu og rotnun — og þá oft einnig
ýmsum eftirsjáanlegum verðmætum. — En á eftir rísi úr djúpi
tímans jörð iðjagræn.
Elísabet Guðmundsdótir, Gili í Svartárdal, Au.-Húnavatns-
sýslu sltrifar: — Þú varst að spyrja mig, hvort jeg gæti ekki sagt
þjer frá mönnum, sem hefðu verið sjerstaklega góðir og nær-
gætnir við skepnur. — Pálmi Sigurðsson, bóndi í Gautsdal
hjer í sveit, fór af snild með allar skepnur, svo það bar af því
sem þá gerðist, sjerstaklega var hann svo nærgætinn við hross
sín á vorin, fyrst þegar var farið að brúka þau, að hann ljet
aldrei ríða þeim nema fót fyrir fót bæja á milli. Og æfinlega
þegar hann var á ferðalagi, þó það væri um hásumar, ljet hann
hestinn stíga eins hægt og hann gat stígið upp allar brekkur,
hvað lítil sem brekkan var. — „Hestarnir finna brekkuna, hvað
lítil sem hún er,“ sagði hann einusinni við mig, er jeg var á ferð
með honum norðan af Akureyri. — Þetta man jeg altaf, og aldrei
kem jeg svo ríðandi að brekku, að mjer detti ekki Pálmi í hug
og það sem hann sagði við mig. — Faðir minn og Pálmi voru
systkinasynir. — Guðmundur í Vatnshlíð, móðurbróðir minn,
var ákaflega samviskusamur með það að ofbjóða ekki sínum
hestum, lagði aldrei þyngri byrði á þá en 75 pund í bagga, sem
víðast eða allsstaðar voru hafðir 100 punda baggar.
Frá Kvenfjelagi Laxdæla, S.-Þing.: — Við höfum starfað að
því að safna saman ýmsum sögulegum fróðleik, svo sem ör-
nefnum, handritum og forngripum og öðru því, sem geymt get-
ur sögu dalsins og íbúanna.
Frá Seyðisfirði er skrifað veturinn 1949: — Þú spyr mig um
sýninguna okkar í sumar. Jú, við höfðum sýningu á skólavinnu
okkar 6 stúlkur: Ein frá Hallormsstað, ein frá fsafjarðarskóla,
3 frá Laugalandi og svo jeg frá Tóvinnuskólanum á Svalbarði.
— Við fengum lánaða eina stofu í Barnaskólanum, en það mátti
ekki þrengra vera.
Það voru nokkuð margir sem komu á sýninguna, fólk virtist
hafa gaman af þessari nýbreytni.
Úr Árnessýslu er skrifað vorið 1950: — Nú á dögum heyrist
oft kvartað um það, hve erfitt sje að fá ýmsa vefnaðarvöru, og