Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 7
átanda gegn þeirri kröfu alþýðunnar, svo mikill er straumþungi alþýðusamtakanna. Fylling tímans er komin Munið það, ungu konur, að vatnsfall kvenrétt- indanna leitar að sama ósi og hin mikla móða sósíalistiskra alþýðusamtaka. Hið sósíalistiska þjóðfélag getur tryggt öllum mönnum atvinnu og það tryggir mönnum sömu laun fyrir sömu vinnu án tillits til kyns. íhugið það, konur allra flokka, áður en þið snúist gegn alþýðusamtökunum. Enn er eftir yðar hlutur Þó að við eigum auðlindir, og þótt við fengjum fjármagn til þess að hagnýta þær, erþað samt ekki. nóg. Við verðum einnig að eiga góða þekkingu, svo að við getum náð fullum afrakstri, afrakstri sem getur gert okkur samkeppnisfær við önnur lönd. Hver maður verður að kunna sitt verk og vinna samvizkusamlega. Konurnar hafa aldrei áður eins og einmitt nú á stríðsárunum sýnt hvað þær geta. Þær vinna nú öll þau störf er áður voru talin þeim ofvaxin og jafnvel ókvenleg. Það er ekki hægt að hrekja þær frá atvinnu með þeim röksemdum, að þær geti ekki unnið störfin, en það væri hægt með blá- kaldri staðreynd auðvaldsþjóðfélagsins — at- vinnuleysinu. Við vonum, að atvinnuleysið verði aldrei stað- reynd, því að hin rnikla móða sósíalistiskra al- þýðusamtaka fer vaxandi. En munið, að sú móða er ekki sama eðlis og önnur vatnsföll, því að dropar hennar geta sameiginlega ákveðið stefnu hennar og styrkleika, öfugt við vatnsdropana. — Það getur haft áhrif á stefnu þeirrar móðu, hvernig konurnar haga sér í dag og á morgun, hvort þær skilja ábyrgð sína og nota gefin tæki- færi. Það hafa margir áhrifamenn og konur sagt, að af því að ísland ætti svo fáa einstaklinga þyrftu það að vera góðir og vel menntaðir einstaklingar. Melkorka vill taka undir þetta og biðja allar ung- ar konur að sleppa engu tækifæri til þess að mennta sig, læra iðngreinir, 'taka kennarapróf í verklegum og hóklegum greinum, hætta ekki við stúdentspróf, heldur halda áfram, iðka vísinda- störf, kynna sér þjóðfélagsmál, í einu orði sagt: viðurkenna og sýna í verki, að konurnar eru lög- lega hlutgengir þcgnar, og búa sig undir að skapa þá ytri aðstöðu, að konan geti í einu sem öllu öðlazt jullt þegnlegt jafnrétti. Til þess nægja ekki eingöngu samþykktir. Það þarf marga sterka hugi og hendur til þess að rannsaka, hvernig auðlindir okkar verða bezt hagnýttar. Það þarf þjálfaðar hendur og hugi til framkvæmda og það þarf félagslega þroskaðar verur til þess að ákveða, hvernig arðurinn verður bezt notaður þjóðinni til þroska og menningar. Við þurfum vísindamenn, þjálfaða verkamenn, iðnaðarmenn, verkfræðinga, bændur, sjómenn, kennara, lækna, hjúkrunarkonur, húsmæður og fóstrur fyrir stærri og sinærri heimili. A flestum þessum sviðum geta konurnar orðið jafngóðir verkamenn og karlar — það hafa stall- systur okkar erlendar sýnt í stríði. Við ættum að geta gert það í friði. Við viljum ekki fórna rétti okkar og lífsmöguleikum, en þá skulum við muna, að réttur okkar verður aldrei allur fyrr en grund- völlur atvinnulífsins er traustur. Þann grundvöll, tæknilegan og pólitískan, getum við hjálpað til að skapa, með því að mennta sjálfar okkur til starfs, en vera ekki aðeins yndislega fórnfúsar konur. íslenzkar konur hafa alltaf verið metnar jafn mikið fyrir skynsemi og dugnað, sem fegurð og fórnfýsi, og þær hafa fundið það sjálfar. „Mál og mannvit gef oss mærum tveim og læknishendur meðan lifum.“ Þannig var ósk Brynhildar Buðladóttur til handa sér og Sigurði Fáfnisbana. íslenzkar konur, þegnar hins nýja lýðveldis! Gerum þessa ósk Brynhildar að okkar ósk, og framkvæmum óskina með því að þroska „mál okkar og mannvit“ og rétta fram styrkar hendur til þess að auka afkomumöguleika þjóðarinnar og skapa henni nýtt og betra þjóðfélag. — Frú, maðurinn yðar verður að liafa fullkomna livíld. -— Já, læknir, en hann vill alls ekki hlusta á mig.... — Agæt byrjun, frú mín góð, ágæt byrjun.... MELKORKA 37

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.