Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 8

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 8
Hvað líður jafnréttinu? Ejtir Halldóru O. Guðmundsdóttur Ritstj. Melkorku sneri sér til Halldóru Gu?f- mundsdóttur og bað hana að segja frá, hvað launajafnrétti á vinnustöðvunum liði. — Hún svarar þannig: Mörgum mun e. t. v. finnast spurningin flóns- leg, Jrað er orðið svo langt síðan, að konur öðl- uðust pólitísk réttindi hér. En skyggnumst um í okkar Jijóðfélagi og gerum okkur grein fyrir, hvar jafnréttið er að finna og hvar því muni á- bótavant. Kona þarf að hafa húsnæði. Það kostar það sarna og ]>ó að karlmaður leigði það, eða öllu meira, það er gengið að því sem sjálfsögðu, að ræsting fylgi fyrir pilta, en að stúlkan ræsti hjá sér sjálf; og svo er ekki talið neina sjálfsagt, að hún taki þátt í að hreinsa stig- ana og gangana, sem leið hennar liggur um að herberginu. Kona þarf að klæðast. í öllum tilfellum mun klæðnaður konunnar vera mun dýrari, jafnvel Jjótt hún neiti sér um öll viðhafnarföt. Kona þarf að borða. Mánaðarfæði á matsölustöðum mun sumstaðar vera nokkrum krónum ódýrara, sumstaðar er ]>að því aðeins fáanlegt konum, að J>ær greiði fullt fyrir það. Einstakar máltíðir og allar veitingar á greiðasölustöðum eru alls staðar seldar sama verði karli og konu. Farseðlar — hvort heldur ferðazt er á jörðu, í lofti eða á legi — fullt jafn- rétti — og fæði á skipum — sama verð — hvort heldur er 12 ára telpa eða karlmaður, sem kaupir það. Kona er í fullu jafnrétti sem skattþegn. Það er sami skattstigi fyrir konur og karla. Nú er okkur það ljóst, að alls staðar er fullt jafnrétti með útgjöldin. En getur verið um útgjöld að ræða, nema tekjur séu í aðra hönd? Og þá er að athuga þær. Mér er ekki kunnugt um, að þar sé nokkurs staðar jafnrétti, nema hjá háskólagengnum kon- um. í einstaka tilfellum hafa stúlkur gerzt kokkar á fiskibátum tíma og tíma fyrir full laun, og svo hafa stúlkur, sem vinna við viðgerðir veiðarfæra norðanlands um síldveiðitímann, full laun meðan þær vinna þar. Margir munu, í orði kveðnu, viðurkenna fullan rétt okkar til sömu launa fyrir sömu vinnu, og langt er síðan sú krafa var fyrst borin fram og oft hefur hún heyrzt, en sést enn, því miður, ald- rei flutt með nógu mikilli alvöru til ]>ess, að við séum farnar að njóta hennar. Á mörgum vinnustöðum er vinnunni hagað á ýmsan og allan hátt Jiannig, að launamunurinn verði ekki hneykslanlega áberandi samanborið við afköstin. Og jafnvel ]>ó að munurinn sé hneykslanlegur, þá stynur stúlkan aðeins við, þeg- ar hún tekur við launum sínum, og telur von- laust að fá bót á því ráðið. Ég hef tekið þátt í samningum, þar sem kraf- izt var sömu launa fyrir sömu vinnu; þar var eigi aðeins bent á réttmæti þeirrar kröfu, heldur var sýnt fram á, að vinna kvennanna mundi seld fullu verði, þó að þær fengju ekki nema sín aumu verkakvennalaun. Vinnuveitendur fullyrtu, að þeir mættu til með að fá svona miklar prósentur til þess, að rekstur- inn gæti borið sig. Heyrið rökin! Þess var kraf- izt af konunni, að hún legði meiri skerf til rekst- ursins! Einn vinnuveitenda sagði, að okkur „kæmi það ekkert við,“ hvað vinna okkar væri seld. í þeim herbúðum er þess jafnvel krafizt, að konan sé fáfróð nema um verk sitt. Sáttasemjari ríkisins svaraði kröfu okkar á þá leið, að hún væri órétllát og gæti ekki staðizt, því að samkvæmt okkar löggjöf bæri karlmann- inum að sjá fyrir konunni. 38 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.