Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 11
SuSurborg. Leikskólinn — síðdegisdeild. (Fingramálning). mótuð af foreldrum sínum og heimilum. Reynsl- an hefur sýnt, að misfellurnar eiga rætur að rekja til þröngra lífskjara og vanþekkingar á réttum uppeldislögmálum. Það er hverjum meðalgreindum manni ljóst, hve erfið lífskjör, svo sem húsnæðisleysi og skort- ur á brýnustu lífsnauðsynjum, koma hart niður á börnum, krenkja þau líkamlega og andlega, svo að þau verða visin og föl eins og skuggagróður. En það er þjóðfélagsvandamál, sem framtíðin á eftir að leysa. Hitt er mönnum síður ljóst, hve brýn þörf öllum, sem við barnauppeldi fást, er á hagnýtri fræðslu í þeim efnum. Hve sumuin skilst það seint, er ef til vill að kenna gömlum slagorð- um um óbrigðult „brjóstvit“ móðurinnar. Þá er vitnað í ljóð ágætra skálda þessu til sönnunar. Enda þótt slík ummæli eigi rétt á sér að því er snertir úrvalsmæður, er það enginn algildur mæli- kvarði. Og reynslan sýnir margsinnis hið gagn- stæða. Hvers vegna kunna þá ekki allar konur að matreiða, sauma og ræsta heimili, af „brjóst- viti“ einu saman? Brýna nauðsyn hefur þótt bera til, að reisa húsmæðraskóla, helzt í hverju héraði, til þess að kenna handtökin, sem áðurnefnd störf krefjast. En í hinu veglegasta starfi, sem flestra húsmæðra bíður, hinu andlega og líkamlega uppeldi barna sinna, hafa húsmæðraskólanemendur litla sem enga tilsögn fengið. Það er því ekki að ófyrirsynju, að vaknaður er nú skilningur á því reginhneyksli, að uppeldis- og sálarfræði, ásamt meðferð ungbarna, skuli skipa svo lágan sess, sem raun ber vitni, við hús- mæðra- og kvennaskóla landsins, en bróderingar og sósugerð látin skipa öndvegið. Vorið 1938 var samþykkt svofelld tillaga, á sambandsfundi norð- lenzkra kvenna, höldnum á Laugalandi í Eyja- firði: „Aðalfundur Sambands norðlenzkra kvenna skorar á skólaráð húsmæðraskólanna og yfir- stjórn fræðslumálanna, að taka nú þegar hagnýta fræðslu um uppeldismál og meðferð ungbarna inn í húsmæðra- og kvennaskóla landsins.“ Með hagnýtri fræðslu og meðferð ungbarna var átt við barnadeildir í sambandi við skólana, þar sem nemendur fengju verklega tilsögn og starfsæfingu, ásamt bóklegu uppeldis- og sálar- fræðisnámi. — Síðan þetta var samþykkt á aðal- fundi S. N. K. 1938, hafa fleiri kvenfélög og kvenfélagasambönd tekið í sama streng og sam- þykkt ályktanir, á fundum sínum, í svipaða átt. Við það hefur þó verið látið sitja, enn sem komið er, en mál er nú að hefjast handa um fram- kvæmdir. melkorka 41

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.