Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 34

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 34
„dramatiskan“ skilning og tilfinningu. — En Camilla varð að láta sér nægja að vekja aðdá- un á dansleikum og í samkvæmum Osloborgar, þá sjaldan hún kom þar. Kemur sú aðdáun greinilega fram í kvæði því, sem skáldið Wel- haven orti um hana 16 ára gamla, en það hefst með þessum Ijóðlínum: „Det blev en stans i soiréen — da prestens datter trádte inn.“ Um þetta leyti hófu skáldaferil sinn jafnaldr- arnir Henrik Wergeland og J. S. Welhaven. Þeir voru eins ólíkir og frekast er unnt að vera, jafnt í skáldskap sínum sem skoðunum. Wergeland á- leit, að norsk menning ætti að standa á eigin fót- um. Trú hans á hæfileika þjóðar sinnar var ó- bifanleg — eins og trú hans á sigur hins góða í heiminum. A sviði ritmennskunnar var hann stórvirkur, en mjög hroðvirkur í æsku sinni og skeytti lítið um reglur fagurfræðinnar. Ritstörf Welhavens voru á hinn bóginn ekki mikil að vöxtum, en kvæði hans voru fögur og fáguð að formi. Hann hyllti þá menningarstrauma, sem að undanförnu höfðu borizt að sunnan frá Þýzka- landi yfir Danmörku til Noregs og mótað höfðu norskt bókmenntalíf. Hann hafði opin augu fyrir ýmsum ágöllum í norskri menningarsókn og gagnrýndi þá harðlega. — Það er engin furða þótt þessi tvö mikilhæfu ungu skáld yrðu for- ustumenn tveggja andstöðuflokka. Á fjórða tugi 19. aldarinnar voru deilur þeirra í algleymingi, og var höfuðvettvangur þeirra stúdentafélagið og blöð Osloborgar. „Og það var glæsileg og skemmtileg barátta, og allir horfðu á, en enginn gaf gaum að þeim særðu og því blóði, sem út- hellt var,“ ritar Camilla síðar. En það var einmitt hún, sem dýpstu sárin hlaut. Seytján ára gömul hafði hún kynnzt Wel- haven, og hélst nokkur kunningsskapur milli þeirra næstu 7 árin. Um tilfinningar og hugar- far Welhavens til hennar er erfitt að segja. Bréf og kvæði hans til Camillu bera þess vott, að hann dáðist mjög að fegurð hennar, en um trúlofun þeirra á milli var aldrei að ræða. Má vera, að hér hafi ráðið miklu um sá óvildarhugur, sem Wel- haven bar til föður og bróður Camillu. — En ást hennar á hinu glæsilega unga skáldi var svo djúp og staðföst, að hún fyrntist aldrei á langri ævi. Döpur voru æskuár Camillu. Deiiurnar milli Wergelands og Welhavens lögðust ákaflega þungt á hana. Óvissan um hugarfar Welhavens til henn- ar var henni mikil raun, en loks kom bréf, sem „breytti æsku minnar ljósu töfranótt í langan þreytudag.“ Verkefni hafði hún ekki með hönd- um, sem voru í samræmi við gáfur hennar og starfshæfni. Hún lifði „eins og skrautblóm“ í föðurgarði, og þrálátt þunglyndi sótti að henni. Hin dapurlegu æskuár Camillu urðu þó ekki einskis nýt. Henni skildist brátt, að þjáningar hennar voru þjáningar þúsunda annarra kvenna. Vitundin um það knúði hina hlédrægu og við- kvæmu konu til baráttu fyrir jafnrétti kvenna og karla. Hjúskaparár Camillu var gæfuríkasti tími ævi hennar. Hún var 28 ára gömul, er hún giftist Jonas Collett, prófessor, gáfuðum drengskapar- manni. Hann skildi og mat mikils hina sérkenni- legu skapgerð konu sinnar og reyndist henni bezti vinurinn á lífsleiðinni. -—- Þó að Collett væri lögfræðingur að menntun, voru það bók- menntirnar sem stóðu huga hans næst. Hann var hvorttveggja í senn, rithöfundur og ritdómari. Kona hans hafði og mikla þekkingu og ágætan smekk á bókmenntum. í æsku sinni hafði hún haft mikil kynni af franskri og þýzkri bókmenntastarf- semi auk norrænnar. Voru þau hjónin samhent mjög í ritstörfum. Var það að áeggjan Colletts að kona hans fór að skrifa smásögur í blöð — að vísu undir dulnefni. Bar hinn fagri stíll henn- ar mikinn vott franskra áhrifa, enda mun hún að ýmsu leyti hafa tekið sér til fyrirmyndar stíl- snilld frönsku skáldkonunnar Georges Sand. Vin- sældir þær, sem sögur hennar hlutu, veittu frú Collett aukið traust til ritstarfa, sem varð henni mikils vert síðar meir. Collett-hjónin voru svo samrýmd, að Cam- illa sagðist ekki minnast þess, að þeim hefði nokkru sinni orðið sundurorða. Því þungbærara varð það henni að missa mann sinn eftir aðeins 10 ára hjónaband: „Tvö ein saman á eyðiey úti í reginhafi; annað hverfur á brott, hitt verður aleitt eftir, — hvernig má það vera?“ Ritstörf Camillu Collett veittu henni aukið þrek til að bera sorg sína. Næstu árin eftir að 64 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.