Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 38

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 38
ánægð með. Eins mun hitt ekki auðvelt, að fá leikkonu, sem valdið geti hlutverki Melkorku á leiksviði svo vel sé. Þó vonum við, að þess verði ekki langt að bíða, að leikritið Melkorka verði almennings- eign, bæði gefið út á prenti og einnig sýnt á leiksviði. Verður hér birtur kafli úr síðasta þætti leik- ritsins: Melkorka (víkur sér að Höskuldi, hátt og kalt): Ég gifti mig í gær, Höskuldur. Höskuldur (hægt): Það hef ég frétt. (Með þunga). Þú seldir þig fyrir gull Þorbjarnar. Melltorka: Ekki er mér það þá nýtt, að vera öðrum háð. Höskuldur: Frjáls kona ertu fyrir löngu, Mel- korka. Melkorka: Já, svo frjáls, að ég hefði mátt deyja úr harðrétti, eins og margir aðrir í þessu landi, ef Þorbjörn, sem nú er bóndi minn, hefði ekki flutt til mín hey og matföng, þegar hart var í ári. Höskuldur (ókyrrist): Það hef ég aldrei feng- ið að vita fyrr. Hafði ég ekki sagt þér að leita til mín um ráð og hjálp? Melkorka: Atti ég að fara bónbjargarleið þang- að, er ég hafði verið rekin burt. Höskuldur (gremjulega): Þú ert stórlát og sættir þig ekki við kjör alþýðunnar í þessu landi. Melkorka (æst): Gaztu búizt við því, að ég, sem er alin upp í allsnægtum, léti mér nægja þann hungurskamt, sem skafinn er undan nöglum Jór- unnar konu þinnar? Höskuldur: Sízt er það að furða, þótt þú felld- ir matarást til Þorbjarnar. (Hlær). Melkorka: Ekki er víst, að hún sé ógöfugri en ást ykkar á ambáttunum, sem þið höfðingjarnir leggið í sæng með ykkur og hrekið svo út á hjarnið. Höskuldur (gengur um gólf): Mjög hafið þið Þorbjörn flýtt ykkur til sængur í gærkveldi, fyrst ekki hefur unnizt tími til að rýma veizlusalinn. Melkorka: Misskilningur er það, Höskuldur bóndi. Hér er veizla fyrirbúin í dag, hjúum, þræl- um og farandfólki úr héraðinu. Ég hef eitt sinn verið jafningi þess og ætla nú að sitja til borðs með því í dag. (Hlær). Nú vil ég bjóða þér að sitja veizlu þessa ásamt mér. Höskuldur (glottir): Ég þakka boð þitt, hús- freyja, en einn í hópi gustukamanna þinna vil ég ekki vera. Melkorka (með uppgerðarkæti): Þá vil ég sýna þér heimili mitt nú. Þessi stofa er með sömu um- merkjum og áður. Þetta eru tjöldin, sem ég saum- aði á andvökunóttum, þegar ég dvaldist á Hösk- uldsstöðum, og Jórunn fleygði út á eftir mér, þegar ég var rekin þaðan. (Opnar dyrnar til vinstri). En hér er nýreistur skáli. Það er svefn- hús okkar Þorbjarnar, sem hann hefur látið reisa hér í vor. Rekkjutjöldin eru úr rauðu silki, eins og ég vandist í föðurgarði. Þannig vildi hann hafa það. Og hefur þú tekið eftir þessari slæðu, sem ég ber. Hún er konungsgersemi. Hana færði Þorbjörn mér að bekkjargjöf. Hefur þú gefið konu þinni svo dýrmætar gjafir? Höskuldur (hægt og seint, dimmraddaður): Engum hef ég gefið dýrar gjafir. Og konum þeim, sem hafa unnað mér, hef ég orðið til ó- gæfu einnar. Melkorka: Ekki held ég, að Jórunn hafi yfir miklu að kvarta. (Hlær). Og þá sér þú líka, hvað ég er glöð í minni nýju stöðu. Höskuldur: Einu sinni sá ég brúðarsæng. Hún var í litlum klefa undir þiljum á skipi, sem hrakt- ist á öldum úthafsins. Hún var ekki skreytt silki- tjöldum. Þar hygg ég, að við höfum bæði ham- ingju notið, þótt þú viljir ekki muna það nú, Melkorka. Melkorka (snýr baki við honum, þegir). Höskuldur: Manstu þegar Ólafur sonur okkar fæddist. Þú hvíldir í rekkju þinni svo litfögur og barnung. Nærkonan kallaði á mig, tók sveininn frá brjósti þínu og lagði hann á arma mína, að ég gæfi honum nafn. Enn man ég þangarmál augna okkar á þeirri stundu. (Ákafur). Og manstu öll árin, þegar við vorum á flótta, og eitt bros eða tillit gerði okkur glöð og rík. Melkorka (snýr sér að honum, æst): Þegi þú, Höskuldur. Þú ætlar að kreista táruga ástarjátn- ingu af vörum mínum, en þér skal ekki takast það í þetta sinn. (Hærra). Manst þú það, þegar 68 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.