Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 15
4. mynd. húsinu í ákveðinni röð og við sjáum þá, að hent- ast er, að staðirnir, þar sem starfið er unnið, efnið og áhöldin, sem notuð eru, séu í þeirri sömu röð. Við skulum nú horfa á mynd 1 og 2 og hugsa okkur, að við búum til jólaköku. í hana þurfum við t. d.: hveiti, sykur, smjör, egg, rúsínur, mjólk, lyftiduft og kardímómur. Við þurfum skál til þess að búa hana til í og sleif til að hræra, mót til að baka í. Nú er bezt að athuga, hvernig starfið er unnið í eldhúsi 1 og síðan hvernig það er unnið í eldhúsi 2. Við hrærum kökuna við vinnuborðið, náum í efnið í hana út í búr, tökum skál í leir- skápnum, mót sennilega í uppþvottaborðinu og sleif, guð má vita hvar; svo bökum við kökuna í bakarofninum og hlaupum svo aftur með hana að vinnuborðinu til þess að hvolfa henni úr mót- inu. Ohreinu áhöldin flytjum við á uppþvotta- borðið. Við starf þetta höfum við gengið mörg spor (brotnu strikin á myndinni). A mynd 2 eru sporin sýnd færri. Á mynd 2 staðnæmumst við við vinnuborðið, tökum skálina út úr skáp í borðinu eða grynnri skáp fyrir ofan borðið og sleifina upp úr skúffu, víkjum okkur til vinstri í búr og þurrvöruskáp og tínum fram efnið, tök- um mótið úr grunna skápnum fyrir ofan, sting- um kökunni inn í bakarofninn lengst til hægri, hvolfum henni úr á vinnuborðinu, og leggjum óhreinu áhöldin á uppþvottaborðið við hliðina á því. Brotnu strikin sína, að sporin eru mun færri. Á sama hátt getið þið sjálfar borið saman, hvernig þið munduð vinna önnur störf í þessum tveim eldhúsum. Til þess að glöggva okkur enn betur á niður- röðun hlutanna, getum við sundurliðað eldhús- 5. mynd. störfin og skipt eldhúsinu niður í starfsstöðvar. Oftast er þá talað um fjórar aðalstöðvar, eftir því hvaða störf eru unnin á hverjum stað í eld- húsinu, matvælageymslustöð, tilbúningsstöð, eld- unarstöð og uppþvottastöð. Ef borðað er í eld- húsinu, bætist mötunarstöð við. Myndirnar 3, 4 og 5 sýna: geymslu- og tilbún- ingsstöð (3. mynd). Myndin er úr amerísku eld- húsi og sýnir kæliskáp og hrærivél, vinnuborð og þurrvöruskápa, fyrir þau áhöld, sem notuð eru við tilbúning rétta. Eldunarstöð (4. mynd) sýnir eldavél og potta- skáp við hliðina á vélinni, en 5. mynd uppþvotta- stöð, þar sem gert er ráð fyrir, að þvegið sé upp í vaskinum, og óhreinum leir ætlað rúm vinstra megin, en hreinum hægra megin. (Þetta er mjög óvenjulegt í íslenzkum eldhúsum, því að jafnvel þó að um uppþvottavask sé að ræða, er hann venjulegast yzt úti í borðröðinni eða þá inni í kröppu horni, svo að nær ómögulegt er að setja frá sér, hvort heldur er hreinan eða óhreinan leir). Hver afstaða starfsstöðvanna í eldhúsinu er æskileg getur farið nokkuð eftir lögun þess, en margt er það, sem mælir með því, að uppþvotta stöðin sé á milli til búningsstöðvar og eldunar- stöðvar, eins og sýnt er á 2. mynd, en þó sérstak- lega það, að á tilbúningsstöð og eldunarstöð þarf oft vatn, en vatnskrani á að vera á uppþvotta- stöð. Eins má nefna, að óhrein áhöld koma jafnt á báðum hinum fyrrnefndu stöðvum, og er því þægilegast, að uppþvottastöðin sé á milli þeirra. Á 2. mynd eru allar stöðvarnar meðfram sama vegg, en við gætum, ef gengið væri inn í eld- húsið á öðrum stað, alveg eins hugsað okkur upp- MELKORKA 45

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.