Melkorka - 01.12.1944, Qupperneq 28

Melkorka - 01.12.1944, Qupperneq 28
Landsfundur kvenna 1944 Ejtir Rannveigu. Kristjánsdóttur Sjötti landsfundur íslenzkra kvenna var hald- inn í Reykjavík og á Þingvöllum dagana 19.—25. júní síðastliöinn. A fundinunr mættu 41 fulltrúi frá kvenfélögunr um allt land, auk 9 kvenna nefndar, sem kosin hafði verið á síðasta lands- fundi, til þess að fjalla um það, hvernig bezt yðri háttað samvinnu ýmissa kvenfélaga með fjar- skyld stefnuskrármál við Kvenfélagasamband ís- lands. Nokkrir gestir sátu einnig fundinn. Skipulagsmálið var annað aðalmálið, sem fyrir fundinum lá, en hitt var afstaða kvenna til liinn- ar væntanlegu stjórnarskrár lýðveldisins. Fundurinn var settur í Háskólanum 19. júní, og síðan haldinn á Þingvöllum í þrjá daga. Var síðan farið aftur til Reykjavíkur og almennur kvennafundur haldinn þar 23. júní og landsfund- inum slitið 25. júní. Þessi landsfundur íslenzkra kvenna var hinn sjötd í röðinni, og var hann eins og allir hinir fyrri skipaður konum með ólíkustu sjónarmið. En á landsfundunum hafa þessar konur aukið kynningu sína og leitað grundvallar fyrir sam- starf um áhugamál þeirra allra — réttindamál kvenna. Á þessum fundi tókst þeim að finna hið ytra form fyrir samstarfi. Ný lög fyrir K. I. voru göngu á heimilunum, heldur einnig í félögum okkar getum við unnið markvíst að því að breyta almenningsálitinu, þjóðarandanum. Kjörorðið á að vera: Fyrirmyndar vara, fyrirmyndar vinna. Þá verðum við líka fyrirmyndar þjóð, sem vegna innri verðleika getur krafist þess, að fá að ráða sjálf yfir lífi sínu. Færum sjálfstæði íslands þessa gjöf. samþykkt einróma, en samkvæmt þeim geta þau kvenfélög landsins, er þess æskja, gerzt þátttak- endur í landsfélaginu Kvenréttindafélagi Islands. Skal Kvenréttindafélag Islands hafa aðalaðsetur í Reykjavík, og geta verið í því deildir, sem eru hrein kvenréttindafélög, og eins einstaklingar. — Félög, sem starfa að öðrum málum, geta einnig verið þátttakendur, ef þau hafa kvenréttindi á stefnuskrá sinni,og skulu þau þá kjósa 3ja kvenna nefnd til þess að fjalla um málin í samráði við stjórn KRFÍ. Félög þessi mega senda einn full- trúa á landsfund, — sem upp frá þessu á að heita Landsfundur Kvenréttindafélags Islands —- en KRFÍ og deildir þess utan Reykjavíkur kjósa fulltrúa eftir ákveðinni tölu meðlima. Landsfund- ur hefur æðsta vald í málum félagsins, en full- trúaráð og stjórn félagsins fara með málin milli landsfunda og hafa árlega fulltrúaráðsfundi. — Framkvæmdastjórn mynda stjórn KRFÍ í Rvík og þrjár konur kosnar af landsfundinum sem fulltrúar fyrir Reykjavík, ein frá hverjum stjórn- málaflokki. Stjórn KRFÍ skipa Laufey Valdemarsdóttir, formaður, frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, vara- formaður, frú María Knudsen, ritari, frú Char- lotta Albertsdóttir, gjaldkeri, frú Ragnheiður Möller, meðstjórnandi. Þessar konur voru kosnar úr Reykjavík: Frú Guðrún Pétursdóttir (Sjálf- stæðisfl.), frú Dýrleif Árnadóttir (Sósíalistafl.), frú Theresia Guðmundsson (Alþýðufl.) og frú Védís Jónsdóttir frá Litlu-Strönd (Frams.fl.). Þingvalladagar fundarins voru miklir starfs- og umræðudagar, en þar var þó aðallega fengizt við að skapa formið, og það var ef lil vill þess vegna, að mörgum fundarkonum mun hafa fund- izt kvöldið í Iðnó hámark fundarins, því að þá sáum við allar, að formið mundi fá líf. Sextán 58 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.