Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 41

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 41
BJÖRG PÉTURSDÓTTIR •N Anður Vésteinsdóttir Heit var lundin í sœrðu sinni, er svíðing laust hún og hörð var raust. Þau orðin lifa í manna minni, mál og hugur var œðrulaust. Hrein var tign yjir Auðar enni; eldur sindraði brúnum frá,- er lutu henni þau lítilmenni, er líji manns hennar vildu ná. Otal þvingunum Auður mœtti, en ástvin brást ei á hættu stund. Stór vœri gœfa, ef ísland œtti alla niðja með liennar lund. J Frá Vestmannaeyjum Ejtir Guðmundu Gunnarsdáttur Ég hef hugsaö mér að fara hér nokkrum orðum um félagsstarfsemi verkakvenna í Vestmanna- eyjum, þar sem ritstjóri Melkorku hefur verið oss svo velviljuð að ætla okkur rúm í blaðinu. Verkakvennafélagið „Snót“, sem telur nú um 180 meðlimi, hefur undanfarið haldið uppi þrótt- miklu innanfélagsstarfi, jafnhliða því, sem það hefur staðið vörð um öll hagsmunamál vinnandi kvenna út á við. Hefur félagið á því sviði unnið þýðingarmikla sigra, með því að hafa náð við- unanlegum samningum við helztu atvinnufyrir- tækin í bænum, en þau eru í þessu sambandi aðallega hraðfrystistöðvarnar. Svo er og taxti félagsins jafnan greiddur hér í annarri tímavinnu, er kvenfólk vinnur. Um þessi mál ræðir formaður félagsins, Mar- grét Sigurþórsdóttir í Vinnunni, tímariti A. S. I., 4—5. tbl. þessa árs. En verkakvennafélagið „Snót“ hefur ekki held- ur verið iðjulaust á öðrum sviðum. Síðastliðinn vetur gekkst félagið fyrir saumanámskeiðum, sem voru mjög vel sótt, og báru ágætan árangur. Nú heldur félagið áfram á þessari braut, og fyrsta saumanámskeið komandi vetrar er í þann veginn að hefjast, og mun aðsókn vera mjög mikil. Nú fyrir skömrnu réðst félagið svo í það að kaupa spunavél, og hefur þegar ráðið starfsmann í því sambandi. Hyggst félagið að láta vinna fyrst og fremst fyrir þær félagskonur, er þess óska, en sjálft hefur það keypt nokkuð af lopa, og mun síðan selja fullunnið band, og ef til vill eitthvað af prjónavörum. Þessi liður er alger nýjung í félagsstarfseminni, og mun að sjálf- sögðu útheimta alhnikið starf, en óneitanlega er hér um verulegt hagsmunamál að ræða fyrir fé- lagskonur, og hyggjum við allar gott til þessa. Þess skal getið, að félagið er í Sambandi sunn- lenzkra kvenna, og hefur notið styrks þaðan. Verkakonur hér í Eyjum láta sig og miklu skipta, hversu fram vindur um réttindamál kvenna yfirleitt, og áttu þær fulltrúa á landsfundi kvenna, sem haldinn var í júní síðastl. Þær munu starfa ótrauðar að okkar sameigin- lega takmarki, að fá viðurkennt fullkomið jafn- rétti. MELKORKA 71

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.