Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 12
Áður var þess getið, hversu bæjauppeldið krefðist mikillar árvekni og vinnu í þágu barn- anna. Þetta hafa framsýnir menn skilið. Voru þá í Reykjavík, sem vænta mátti, fyrst stofnaðir leikvellir og dagheimili. Þar hefur barnavina- félagið „Sumargjöf“ haft forystuna og fyrir á- huga og óþreytandi elju sinna beztu manna hefur það aukið starfsemi sína ótrúlega ört. Starfrækir félagið nú tvö stór dagheimili og leikskóla, tvö vistarheimili og vöggustofu. Njóta þannig um hálft þriðja hundrað barna daglegrar aðhlynn- ingar félagsins. Þessum stofnunum er ætlað tvennskonar hlut- verk. Annarsvegar að bæta úr og létta erfiðar heimilisástæður og hinsvegar að veita börnunum holl uppeldisáhrif við leik og störf. Það er mark- mið dagheimila og leikskóla að styðja foreldra í uppeldisstarfi, með því að fræða börnin og vernda þann tíma dags, sem foreldrar eru störfum hlaðnir, en skila þeim svo heim á kvöldin hrein- um og glöðum í móðurfaðm og föðurarma. Það er hlutverk vöggustofu og vistarheimilis, að ala upp munaðarlaus börn og gera þau andlegaog líkamlega hraust og siðug. En á þessum vettvangi sem annars staðar fer uppskeran eftir sáningunni. Þroski plöntunnar fer eftir jarðvegi, ljósi, lofti og umhirðu. Barnið sýnir greinileg merki ytri og innri aðbúnaðar. Þess vegna verður að setja kröfurnar hátt fyrir börnin og láta sér eigi nægja nema hið bezta að lokum. Þó þessum málum sé vel á veg komið, mest fyrir dugnað forgöngu- mannanna, þarf lengra að stefna. Fleiri barna- heimili þarf að reisa, því að það mun reynast hyggilegra heldur en að kaupa gömul hús, ó- hentug til þessarar starfsemi. Hin mikla aðsókn sem ekki er hægt að íullnægja, sýnir ljóst, hve þessi þörf er rík. Þá þarf og innlenda leikfanga- gerð, sem starfi af þekkingu og smíði haldgóð og þroskandi leikföng. Og síðast en ekki sízt þarf að rísa upp skóli fyrir fóstrur og leikskóla- kennara. Það er augljóst, að ekki er hægt að velja hvaða stúlku sem er til barnagæzlu, tæplega í heimahúsum, hvað þá á barnaheimilum, sem hýsa marga tugi barna. Stúlkur,sem velja sér það starf, verða, ef vel á að fara, að vera gæddar sérstök- um eiginleikum og hafa ræktað þá og þjálfað við nám og starf. Þetta hafa nágrannaþjóðir okkar skilið fyrir löngu og komið upp slíkum skólum hjá sér. Þeir sem nokkur kynni hafa af þessum málum, hér á landi, vita líka vel, hve fóstruskóli er orðin knýjandi nauðsyn og í raun og veru jafn- T jarnarborg. Dagheimilið — yngsta deild. Miðdagsdúrinn. 42 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.