Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 25

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 25
Nokkur alvöruorð Ejtir Aðalbjörgu Sigurðardóttur Árið 1944 mun alltaf verða talið merkisár í sögu Islendinga. Á tímum þegar flestar aðrar þjóðir heims, ekki sízt nágranna- og frændþjóð- ir okkar, gengu í gegnum einhverjar mestu þreng- ingar, sem sagan getur um, náði íslenzka þjóðin langþráðu marki og hélt sína stærstu fagnaðar- hátíð. Sannarlega var og er ástæða til að gleðjast, gleðjast yfir fengnu sjálfstæði og velmegun yfir- standandi tíma, enda þótt dimma skugga beri á vegna hörmunga annarra þjóða. Að hinu leyt- inu er líka full ástæða til að staldra við og at- huga, hvernig hinn fengni dýrgripur verði bezt varðveittur, á hvern hátt íslenzka þjóðin tryggi sér bezt framtíðarrétt til virðingasætis meðal frjálsra menningarþjóða heimsins. Ég ætla ekki hér að tala um þá hættu, sem að sjálfstæði okkar kann að steðja utan frá, þó á því sviði sé nú þegar uggur í mörgum. Ég ætla heldur ekki að tala um yfirvofandi kreppu og at- vinnuleysi, ekki um dýrtíð og kaupgjald. Ég er meira að segja sannfærð um, að öll þessi vanda- mál munum við leysa með tiltölulega hægu móti, ef okkar innra manngildi sem ábyrgra einstak- linga í siðuðu þjóðfélagi stenzt próf sjálfstæðis og velmegunar. Við verðum með öðrum orðum að bera virðingu fyrir sjálfum okkur, og sýna það í samskiptum okkar við aðra og í því starfi, á og hreytir að lokum út úr sér): Þér eruð úr- þvætti. (Hraðar sér út). Erna stendur eftir höggdofa, lætur svo fallast á stól við borðið og starir framundan sér með áhyggjusvip. Tekur eftir pappírsrenningunum á borðinu, þrífur þá og kreistir í lófa sínum, svip- urinn lýsir ólgandi skapi. Takið linast, hún lætur renningana falla úr lófa sínum, beygir höfuðið og byrgir fyrir augun. sem við leysum af hendi í þjóðfélaginu, þá fyrst getum við búizt við að aðrir beri virðingu fyrir okkur og meti okkur einhvers, hvort heldur er sem þjóð eða einstaklinga. Ég játa það, að í þessu efni hef ég á seinni tímum haft þungar áhyggjur vegna þjóðar minn- ar. Ég er sannfærð um, að það eru að koma fram í fari hennar hneigðir, sem munu stofna henni í fullkominn voða, ef ekki er stungið fæti við í tíma. Það, sem ég segi hér, segi ég því af ein- lægri löngun til þess að vekja athygli á aðsteðj- andi hættu, en ekki til þess að ákæra neina ein- staklinga. Sjúkdómurinn er þegar orðinn svo út- breiddur, að erfitt væri að tilnefna einn eða ann- an. Það, sem ég á hér við fyrst og fremst eru hin sívaxandi vörusvilc annars vegar og vinnusvik hins vegar. Það er til máltæki sem segir, að „deyr enginn, þótt dýrt kaupi“. Ég er hér alveg á sama máli, látum vöruna vera dýra, en^góða, vinnuna vel borgaða, en um leið vel unna. Allt annað eru svik, ekki eingöngu við þann, sem kaupir, hvort heldur er vara eða vinna, heldur líka við þjóðfélagið, sem verður smátt og smátt eins og hús, þar sem allir innviðir eru fúnir og maðksmognir. Þar að auki er það hið stakasta virðingarleysi fyrir sjálfum sér, því að sjálfsmat sitt hlýtur maður alltaf að sýna í verkum sínum og framkomu. Ég vil nú bregða upp nokkrum myndum úr ís- lenzku þjóðlífi, máli mínu til skýringar. Enda þótt ég efist ekki um, að háværar raddir muni rísa upp til andmæla, og þá sennilega helzt með persónulegum svívirðingum, það er tízkan í okkar íslenzka vopnaburði, að fást við menn en ekki málefni, þá veit ég þó að ég tala fyrir munn þús- unda manna um allt land, sem þekkja af reynslu það, sem hér verður sagt frá og vildu fegnir MELKORKA 55

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.