Melkorka - 01.12.1944, Qupperneq 40

Melkorka - 01.12.1944, Qupperneq 40
að ég sé að prédika þegnskylduvinnu, en það er langt frá því. Ég get ekki kallað þetta því nafni, þar eð svo mikil hlunnindi kæmu á móti. Þá er eftir að ráðstafa vasapeningum og fötum; held ég, að foreldrar og aðrir aðstandendur yrðu að gera það og ætti það, finnst mér, ekki að vera svo ókleift, þegar allri annarri framfærslu er af þeim létt. Þetta er nú í stuttu máli það, sem mér hefur dottið í hug. Sendi ég ykkur þetta svo til skrafs og ráðagerða, og ef verða mætti til þess að vekja einhvern frjórri heila til umhugsunar um þessi mál en minn heili er. Treysti ég kvenfólkinu fyrst og fremst til þess að láta til sín taka í þessu máli, því að það er nú raunar þannig, að þau mál er snerta æskuna verða eðlilega fyrst hugsuð af mæðrunum. Og ég veit, ef við aðeins höfum hug til þess að taka á málum okkar með djörf- ung og þreki, en ekki undanlátssemi og linku, þá getum við miklu til leiðar komið. Þingmannsefni, sem var í kosningaleiðangri, nam stað- ar fyrir framan liús, þar sem mörg börn voru að leika sér. Hann gaf sig á tal við laglega konu, sem stóð við hliðið. — Má ég ekki fá að kyssa þessi litlu fallegu börn? — Sjálfsagt, svaraði konan. Þegar þingmannsefnið hafði lokið þessu sjálfboðastarfi sínu, sneri hann sér aftur að hinni gjörvulegu konu við hliðið og sagði: — Sjaldan hef ég séð elskulegri börn, eigið þér þau, frú? Konan blóðroðnaði. — Auðvitað eigið þér þau, flýtti hann sér að bæta við. Hvaðan ættu þau annars að hafa þessi yndislegu augu, þessar rjóðu kinnar og þennan fallega vöxt og þessa fallegu rödd.... Konan roðnaði enn meir. En heyrið þér, viljið þér nú ekki vera svo elskuleg, kæra frú, að segja manni yðar, að mr. Cockrell hafi heimsótt hann í dag. — Ég er hrædd um að hér sé einhver misskilningur. — Ég á engan mann. Þetta er hæli fyrir munaðarlaus börn. Læknirinn var að spyrja hjúkrunarkonu um nýjasta sjúklinginn. — Hafið þér ekki skrifað skýrslu yfir bata hans? Ifjúkrunarkonan roðnaði og svaraði: — Nei, en þér getið fengið að sjá dagbókina mína. ----------------------------------------------^ INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR 19. júní 1944 Konan frjáls í frjálsu landi -----fjarlœg hugsun lengi var. Anauð háð var hönd og andi, hlekkir vanans alstaðar. Innibyrgð í höll og hreysi húsmóðir og ambátt vann. Lolcs gegn sagga og sólskinsleysi svali morgunbjarmans rann. Konan frjáls í frjálsu landi, félagsstefna okkar varð. Systurþeli og bróðurbandi byggja skyldi upp sérhvern garð. Senn þœr vöktu fleiri og jleiri, fengu gleggri og dýpri sýn, árbjarminn varð alltaf rneiri, unz í heiði dagur skín. Nýi tíminn kallar, kallar: Kona, þorðu að vera frjáls. Lands vors dœtur allar, allar, ok ei þola og jjötra um háls. Illekki úr járni og hlekki úr rósum höndin frjáls mun slíta jajnt. Aðstöðu vér einmitt kjósum eins og frjálsar konur samt. Heilar saman, systur allar. Sólarupprás heilsum vér. Stundin komin, starfið kallar, starfssvið opið hvar sem er. Þroskist samtök, orka og andi okkar systra og brœðralags. Konan frjáls í jrjálsu landi fagnar sól hins nýja dags. V_____________________________________________, 70 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.