Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 20
Hún.verður að vera á sífelldum þönum, dauð- þreytt, hnuggin og vansvefta. Geta má nærri, hve mikið næði og ró litli sjúklingurinn fær, er svo stendur á. Ofan á allt þetta öngþveiti bætist svo oft skortur á nauðsynjum og óviðunandi íbúð, þægindalaus, dimm, rök og svo illa loftræst, að barnið er umleikið þéttum sýklamekki í soðhita, því treglega gengur vanalega að fá gluggana opn- aða. Aðstandendurnir óttast mun meira kul hreina loftsins en liina ósýnilegu sýklamergð, og gera sér heldur ekki grein fyrir vansælunni, sem hitasvækjan veldur barninu. Stundum er því haldið fram í fullri alvöru og einlægni, að það sé einkamál manna, hvernig hýbýli þeirra séu, það sé hvorki þjóðfélagsheild- arinnar né bæjarfélaganna að bæta úr húsnæðis- vandræðum einstakra manna. Slíkur hugsunar- háttur ber vott um megna vanþekkingu á sýking- arháttum farsótta og heilsufræði. Yið látum það ekki afskiptalaust, ef ölóður maður ekur bíl um fjölfarnar götur. Við vitum, að hann getur farið sjálfum sér og öðrum að voða. Við látum heldur ekki bandóðum manni líðast að æða um með hlaðna hríðskotabyssu. Ekki á það fremur að viðgangast, að menn og börn hafist við í daun- illum, dimmum saggaíbúðum. Fyrst og fremst vegna þess, að það er Ijótt og ósamboðið sjálfs- virðingu okkar, en í öðru lagi vegna hættunnar, sem íbúunum sjálfum og öðrum er af því búin. Enginn skal ætla, að sótlkveikjur þær, sem þróast og dafna meðal manna í slíkum grenum, rati ekki um allan bæ, einnig til þeirra, sem betur búa, og valda þar líka heilsu og fjörtjóni. Þetta veitir okkur Reykvíkingum ekki af að hafa hugfast, því hér tekur að gerast allfjölbýlt og að alfarabraut- inni erum við komin og þar með líka að sótt- hættunni, sem af henni stafar. Það er því full ástæða að vera á verði, ef vel á að fara. En því get ég þessa hér, að heimkynni fjölda barnafólks eru svo óhugnanlega heilsuspillandi, að voði er vís, ef ekki er að gert. í þessum heilsuspillandi íbúðum eru nýfædd börn, þar eru börn, sem enn eru heilbrigð, þar eru veikluð börn og veik börn, sem litla batavon eiga í slíkum samastað. En það eru ekki aðeins veik börn í vondum íbúðum, þau fyrirfinnast því miður einnig í góðum íbúðum, (-----------------------------------------\ MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjóri: Rannveig Kristjánsdóttir Ritnefnd: Þóra Vigjúsdóttir ■ Valgerður Briem Petrína Jalcobsson Afgreiðsla: Skóluvörðustíg 19. Sími 2184 Teikning á fremstu síðu: Ragnhildur Olajsdóttir Kápumynd: JJorvaldur Skúlason PRENTSMIÐJAN HOLAR H-F v.________________________________________y þó sjaldnar sé, en hvorum tveggja er það sameig- inlegt, að sjúkrahússdvöl mundi ekki aðeins flýta batanum, heldur og líka tryggja hann betur. Það er sagt, að erfitt sé að koma úlfalda í gegn- um nálarauga, og ekki efa ég, að svo sé. En ég þarf að sjá þá skepnu áður en ég sannfærist um, að það sé meira þrekvirki en að koma ungbarni í sjúkrahús hér í Reykjavík. Þetta er ekkert undarlegt. Hér er ekkert sjúkra- hús ætlað börnum. Og þótt hægt sé að lokum með sálardrepandi nuddi og tímafrekum erli að þrengja þeim þar inn, eru ekki fyrir hendi starfs- kraftar né aðrar aðstæður til að láta þeim í té þá aðhlynningu, sem nútíma barnaheilsufræði krefst. Það var því eitt hið mesta þjóðþrifaverk, er kvenfélagið Hringurinn tók að beita sér fyrir stofnun barnaspítala. Sá spítali bætir ekki aðeins úr brýnni þörf, hann eykur ekki aðeins batahorf- ur barnanna, né flýlir batanum og dregur úr ó- þarfa þjáningum og kvölum, heldur mun hann einnig hafa ómetanleg áhrif til hins betra á alla ungbarnagæzlu um Iand allt. Við íslendingar stofnuðum lýðveldi 17. júní síðastliðinn. Vel viðeigandi væri það, ef horn- steinn nýtízku barnaspítala yrði lagður þann 17. júní næstkomandi. Það er á okkar valdi, að svo verði. Barnaspítali væri bezta og happadrýgsta afmælisgjöfin, sem íslenzka þjóðin gæti fengið, en sú gjöf kostar peninga, eins og annað nú á dögum, en þeim væri vel varið. 50 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.