Melkorka - 01.12.1944, Side 18

Melkorka - 01.12.1944, Side 18
fylgi sérstöku nafni í sumum ættum, líka rót sína að rekja til tíma þessa mikla barnadauða. Hennar verður oft vart ennþá, enda þótt ungbarnadauSi hafi minnkaS afar mikiS og fljótt. Undir eins og rýmka tekur um fjötrana og farginu á þjóSinni léttir fer aS draga úr barna- dauSanum. Á árunum 1895—1904 er hann kom- inn ofan í 11 af 100 í staS 34 áSur. SíSan hefur ungbarnadauSinn minnkaS jafnt og þétt og svo er nú komiS, aS hann er minni hér en í flestum öSrum löndum. Eitt áriS, 1938, hlotnaSist ís- landi sá heiSur aS hafa minnstan barnadauSa í heimi miSaS viS hundraSstölu, eSa 2,9 af hundr- aSi. Slíkt hefSi þótt fyrirsögn einni öld áður, og árangurinn er óneitanlega glæsilegur samanboriS viS tímana þá. En barnadauSinn er samt allt of mikill enn og engum vafá er þaS undirorpiS, aS úr honum má draga til mikilla muna. ViS vitum nú, aS ung- barnadauSi er ekki ill nauSsyn. ViS vitum, aS baráttan viS hann er ekki vonlaus. Þeirri baráttu linnir ekki fyrr en svo er komið, aS fyrsta bernsk- an hefur öSlazt lífsskilyrSi a. m. k. til jafns við önnur aldursskeiS, en horfur eru á, aS þau fari æ batnandi. ViS höfum leyfi til aS vera bjartsýn, þegar þess er gætt, hve mikiS hefur unnizt á, þrátt fyrir þaS, aS hvergi nærri hefur veriS aS börnunum búiS sem skyldi, hvorki fyrir né eftir fæSinguna, og margir eru annmarkarnir á ungbarnagæzlunni ó- upprættir enn. Þegar ég kom af sögusýningunni um daginn, fór ég aS blaSa í „Lækningabók fyrir almúga“, eftir Jón Pétursson, sem læknir var á NorSurlandi frá 1775 til 1801. Bókin kom þó ekki út fyrr en aS honum látnum, þ. e. a. s. 1838, eSa réttum 100 árum áSur en ísland hafSi minnstan barna- dauða í heimi. Sveinn Pálsson, læknir, sá mikli gáfumaSur og snillingur, hafSi þá ásamt Jóni Þorsteinssyni landlækni, yfirfariS handritiS og gert athugasemdir viS þaS. Fyrstu 50 blaSsíSur bókarinnar fjalla um ungbarnagæzlu og barna- sjúkdóma. ÞaS er fróSlegt aS bera saman viðhorfiS þá og nú og athuga, hvað þeim félögum hefur helzt þótt ámælisvert og ástæða til að fást um. Ég býst viS, að nútíma mæðrum þætti undarlegt, að ekki skuli vera vikiS einu orði aS lystarleysi ungbarna. Sú vöntun stafar áreiðanlega ekki af vangá, heldur mun hér aðeins um aS ræða enn eina sönnun viðskiptakenningarinnar gömlu um framboð og eftirspurn. Maturinn hefur ekki veriS það mikill, að lystin hrykki ekki til. Þá er þess að vænta, að mæSrum, sem eiga kost á gljáandi gúmmítátum til að aflaga góma barna sinna með, mundi þykja dúsan ógeðsleg. Dúsan var trafdula, sem barnið tottaði sér til værðar. 1 hana var ýmist látin fisk- lifur eða tuggið í hana harðmeti. Sveinn Pálsson átelur það, að gamalt fólk, illa tennt, skuli vera notað til slíkra verka. Hann bendir réttilega á, að „heilnæmara sé að fáveltenntan, góðlyndan mann til þess.“ Aftur á móti er ekki ósennilegt, að Jón gamli Pétursson hefði hneykslazt á klæðnaði vorra tíma barna, ætti hann kost á að sjá þau nú, kappklædd, í hverri ullarflíkinni yfir annarri í brennandi eða steikjandi hverahita. Líklega mundi hann þá endurtaka sín fyrri orS og átelja dúðið á þessa leið: „Sá soðhiti, sem slíkt aflar börnunum, gerir þau dáðlaus og þrútin.“ ViS þau orð má bæta kvefgjörn og kvillasöm. Hinsvegar mundi hann líka álíta það ósvinnu að taka börn- in úr fötum til að lauga þau í sól og lofti, og víst er um það, að þannig líta margar mæður enn í dag á sólskinið, telja það frekar til gamans en gagns og geisla föt barna sinna og barnavagna, en forðast birtuna á hörund þeirra sem heitan eld. — Matur er mannsins megin, og því er fróðlegt að athuga, hvernig mataræði ungbarnanna var, þegar barnadauðinn var um það bil 118 sinnum meiri en nú. Um það segir í bókinni: „MóSur- mjólkin er án efa nýfæddra barna hið hollasta og náttúrlegasta næringarmeðal.“ Þá voru sára fá börn höfð á brjósti. Þær konur, sem nokkur tök höfðu á að ná í kúamjólk, lögðu ekki börn sín á brjóst. ÞaS gerðu aðeins þurrabúðar- og hús- konur, sem enga kúna áttu. Brjóstamjólkin var álitin óholl og jafnvel eitruð, sérstaklega ef konan át mikið af trosi. MeSal annars var ætlað, að brjóstamjólk ætti sök á Vestmannaeyja-ginklofan- um, og sú firra á vafalítið mikinn þátt í því van- mati á henni, sem enn verður vart á okkar dög- 48 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.