Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 33

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 33
CAMILLA COLLETT Ejtir Theresiu Euðmundsson Det lá i hyen Toronto, bortgjemt, en gammel fane. Hundrede ár hadde gulnet dens barnetroskyldige dulc; men slilc som pressete blomster bœrer et gjenskjœr af váren lyste det blekt av den timen da fanen ble tatt i bruk. (Nordahl Grieg: Friheten) Kanadamaöur nokkur flutti fána þenna vestur um haf. Hann hafði hlotið fánann í arf eftir fósturforeldra sína, sem voru norsk. Árið 1940, þá er norski flugskólinn í Toronto var stofnað- ur, gaf Kanadamaðurinn skólanum fánann. Varð- veittu flugnemarnir hann sem helgan dóm. Hann var borinn í fylkingarbrjósti hinnar fyrstu skrúð- göngu Norðmanna 17. maí. Þó var það ekki af þessum sökum, að frelsisskáldið Nordahl Grieg orti um hann hið fagra kvæði sitt. Með þau í huga, er fánann gerðu, varð hann skáldinu tákn- mynd frelsisins, sem hin norska þjóð nú berst fyr- ir. Það voru börn Wergelands, prófasts á Eiðs- velli. Camilla, þá 12 ára, saumaði fánann, en Henrik, 17 ára gamall stúdent, málaði ljón á hann. Á næsta ári, -—- da maidagens liegg skal stá hvit, og blomsten og elven og stjernen Ráðunautarnir verða því að hafa meiri sérfræði- lega, almenna, og félagslega menntun en um- ferðakennarar, því að þeir eiga að verða sérfræð- ingar sambandsins í þeim málum, er það hefur á stefnuskrá sinni. Núna fyrst um sinn verður þó ekki svo greinilega skilið á milli, en ég vildi taka þetta fram, svo að menn geri sér ljósan muninn á þessum tveimur störfum. er rene, som dugget av tárer, — fordi at en gammel fane ble brakt tilbake dit — mun hinn gamli fáni eiga 120 ára afmæli. Þá eru 100 ár liðin frá andláti Henriks Wergelands, skáldsins sem síðan hefur lifað í huga norsku þjóðarinnar sem merkisberi frelsisins. Þá eru og liðin 50 ára frá dauða systur hans, fyrstu skáld- konu hins frjálsa Noregs. Nicolai Wergeland, prófastur, var einn af merk- ustu mönnum Noregs þá er lýðfrelsi var komið á þar í landi. Hann var frumkvöðull að stofnun háskólans í Osló og einn af atkvæðamestu mönn- um hins glæsilega þjóðfundar á Eiðsvelli 1814. Um skapgerð líktist Camilla föður sínum. Hún hafði erft íhyglisgáfu hans, kjark hans og harð- fylgi í baráttu fyrir hugðarmálum og einnig við- kvæma lund og hneigð til hugarangurs. Camilla Wergeland ólst að mestu upp á hinu kyrrláta prestssetri á Eiðsvelli, — „þar sem frelsi Noregs fæddist“. Wergeland prófastur var hreyk- inn af gáfum hennar og sá um að hún hlyti þá menntun, sem beztur var kostur á, þá er miðað er við skólagöngu stúlkna á þessum tímum. En vafalaust hefur hún orðið fyrir afdrifaríkustum mennlunaráhrifum frá föður sínum og hræðrum og vinum þeirra. Þau kynni hafa orðið Camillu betra vegarnesti en nokkur skólaganga. í æsku dáðist hún mjög að elzta hróður sínum, Henrik. Hann varð ef lil vill fyrst stórskáld í æskudraum- um systur sinnar. — Sjálf þráði Camilla heitt að verða leikkona. Idefði hún fæðzt nokkrum ára- tugum síðar, er mjög sennilegt, að hún hefði skipað öndvegissess á sviði norskrar leiklistar. „Orðrómurinn um fegurð hennar sveif eins og gullroðið ský um nafn hennar,“ söngrödd hafði hún ágæta, og hún virðist hafa haft sérstaka hæfileika til þess að túlka tilfinningar í tali og söng. Og allt hennar líf her vitni um næman MELKORKA 63

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.