Melkorka - 01.12.1944, Síða 10

Melkorka - 01.12.1944, Síða 10
Börnin eru framtíðin Húsmæðrafræðsla - Fóstruskóli Eftir Svöfu Stefánsdóttur Menningarstig hverrar þjóðar má skýrast marka af því, hvernig hún býr að yngstu þegnum sínum — börnunum.Við íslendingar höfum löng- um huggað okkur við það, að ástandið í þessum efnum væri víða bágbornara. Þó er nú svo komið, að uppeldismál bæjanna eru orðin þungt á- hyggjumál öllum; sem nokkuð um þau hugsa. Valda því að miklu leyti breytt viðhorf og nýj- ar lífsvenjur, sem skapazt hafa með örum vexti bæjanna. En þessar breytingar hafa orðið svo snöggar, að foreldrar og aðrir uppalendur, sem flestir eru upprunnir úr sveitum, hafa tæpast átt- að sig á því, að þessi breyttu skilyrði krefjast meiri árvekni og vinnu í þágu barnanna en áður þurfti með. Sveitabörnin alast upp við störf og leiki í faðmi náttúrunnar. Þau vantar sízt verk- efni og þar gefst gott næði til íhugana. Þar hafa börnin skilyrði til þess að verða róleg og athugul. Aftur á móti er það hlutskipti margra bæjar- barna, að hafast mest við á götunni, við hark og háreysti, í hópi misjafnra félaga. Mörg þeirra vantar störf við sitt hæfi. Orka þeirra brýzt þá út í misjafnlega siðprúðum leikj- um. Þau sækjast eftir og þeim er leyft að horfa á kvikmyndasýningar. Þar fljúga myndir og at- burðir fyrir augu, og í eyrum þeirra hljóma er- lend mál og allskonar hávaði. Margar af sýning- um þessum eru að efni til lítt við harna hæfi og fara því hugsunarlílið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, en ná þó að verka æsandi og truflandi, svo að hugur þeirra verður hvarflandi og stöðvast varla við neitt. Þessi sundurlausu og truflandi á- hrif verka lamandi á hugsun, námshæfileika og jafnvel siðgæðisþroska barnanna. Fyrsta skilyrði til vaxtar hverri lífveru er það, að hún fái að dafna í ró og næði, einkum fyrst á meðan hún er veikbyggðust. Þetta ættu allir, sem koma nærri barnauppeldi, að hafa hugfast. — „Höndin, sem ruggar vöggunni, stjórnar heimin- um.“ Og framtíðin byggist á uppeldi æskunnar. Þung ábyrgð hvílir því á kynslóð nútímans gagn- vart hinni næstu. I þessum málum skiptast menn í tvær megin- fylkingar. Önnur trúir á manninn og framtíðina, en hin á dauða hluti og fortíðina. Þeir fyrrnefndu trúa á börnin, finnst þeim ekkert of gott og elska þau sem vorboða nýrri og betri tíma. Þeir búa þeim eins góð skilyrði og kostur er á, láta þeim eftir, ef hægt er, sólríkt herbergi til leika og starfa og fá þeim í hendur leikföng og vinnu við sitt hæfi. Hinir, sem trúa á dauða hluti, fylla hús sitt með fínum og gljáfægðum húsgögnum og brot- hættu glingri, svo að börnin hafa þar ekkert rúm og mega tæplega hreyfa hönd né fót. Þegar þau ætla að svala sinni eðlilegu hreyfiþörf eru þau máski slegin fyrir „handæði“, hrakin og hrjáð sem útlagar, í hinu ríkmannlega heimili foreldr- anna. Ekki er þó alltaf ríkidæmi fyrir að fara, þar sem hinn dauði hlutaelskandi hugsunarháttur ríkir, og verður þá hlutskipti barnsins sízt betra. Þeir foreldrar, sem þannig fara með börn sín, elska þau oft takmarkalaust á sína vísu. En kær- leikur þeirra er raunalega blandinn misskilningi og vanþekkingu á þroskalögmálum barnsins. — Barnið verður því oft að vera til skiptis leikfang hinna fullorðnu eða píslarvottur mislyndis og duttlurga. Ahrif þessa óholla uppeldis koma oft fram á þann hátt, að börnin veiða óróleg, óhlýð- in og vansæí. Engir hafa betri aðstöðu til a.ð athuga þessar uppeldismisfellur eri dagheimilisfóstrur og smá- barnakennarar. Árlega taka þeir á móti stórum hópum barna, sem hvert hefur feín séreinkenni, meðfædd að nokkru en ásköpuð ekki síður og 40 MELKOUKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.