Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 35

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 35
hún varð ekkja ritaði hún skáldsöguna „Amt- mannens dötre“, sem út kom í tveim bindum. Sagan gefur ágæta og sanna lýsing á lífi embætt- ismannsfjölskyldu í sveit á fyrri helming 19. ald- ar. Þar er hulunni flett af því, hve kjör dætranna voru í raun og veru bágborin. Dætur „heldri manna“ þess tíma voru að ýmsu leyti ver staddar en alþýðustúlkurnar. Bræður þeirra hlutu jafnan beztu menntun, sem völ var á, en þær voru úti- lokaðar frá því að afla sér æðri menntunar. Á hinn bóginn var „dyggðar“ þeirra í orðum og athöfnum, — það liggur nærri að bæta við: jafnvel í hugsunum — gætt af hinni mestu ná- kvæmni. Það þótti hin mesta óhæfa, ef stúlka léti á nokkurn hátt á því bera, að hún væri ást- fangin, og sízt af öllum mátti sá maður, sem málið varðaði, fá nokkurn grun um það. Venju- lega fór svo, að stúlkan var gefin þeim manni, sem fyrstur bað hennar, og gat veitt henni við- unandi efnakjör í hjónabandinu. Var sjaldan erf- itt að fá samþykki stúlkunnar til þeirrar ráða- breytni. Það var ekki glæsileg hugsun, að verða ef til vill „gömul jómfrú“ á heimili einhvers ætt- ingja, því um aðra framtíð var naumast að ræða fyrir „heldri manna“ dætur, sem ekki giftust. — Gegn kúgun tilfinningalífs konunnar og þeirri al- mennu skoðun, að hjónabandið væri hinn eini atvinnuvegur hennar rís Camilla Collett í sög- unni um dætur amtmannsins. Bókin er þannig skrifuð í ákveðnu augnamiði, en það þótti gagn- rýnendum þeirra tíma galli. Slíkt átti að vera ó- samrýmanlegt sannri list, að skoðun þeirra. En brátt breyttist sá bókmenntasmekkur, er Georg Brandes hafði flutt hina frægu fyrirlestra sína: „Hovedströmninger i det 19. Aarhundredes Litteratur“ við Kaupmannahafnarháskóla, og raunsæisstefnan hélt innreið sína í norrænar bók- menntir. Nú var það talið sjálfsagt að skáldsög- ur og leikrit væru rituð í ákveðnum tilgangi. Það má því skoða söguna um dætur amtmannsins sem brautryðjendaverk í norskum bókmenntum. Hún er fyrsta skáldverk raunsæisstefnunnar í Noregi. Sagan varð mjög vinsæl og þýdd á helztu tungumál Evrópu. Það er athyglisvert, að hún hafði djúp áhrif á hina ungu rithöfunda Henrik Ibsen og Jonas Lie og opnaði þeim ný sjónar- Camilla Collett svið. Þeir völdu sér síðar báðir svipað efni til meðferðar („Kjærlighetens komedie“, „Kom- mandörens dötre“). Það má vera konum gleði- efni, að slík andans stórmenni sem Ibsen og Lie skyldu verða einlægir vinir og aðdáendur Cam- illu Collett. Meðal þeirra er lítið gerðu úr skáld- konunni og skapraunuðu henni vegna málstaðar hennar og skoðana, er ekki kunnugt um neina afburðamenn. Það kemur engum á óvart, sem kynnt hefur sér kvenlýsingar Ibsens, þótt hann hefði hinar mestu mætur á Camillu Collett. Hin skyggna réttlætiskennd hennar og djarfhuga upp- reisn gegn hefðbundnu ranglæti og fordómum hlaut að draga að sér athygli mannþekkjarans mikla. Því hefur verið haldið fram, að Ibsen hafi haft Camillu Collett í huga, er hann lýsti skapgerð Nóru í leikritinu „Brúðuheimilið“. Síðustu 25 ár ævi sinnar ritaði Camilla Collett einkum áróðursrit um kvenréttindamál og hóf með skrifum sínum baráttu fyrir bættum kjör- um kvenna í föðurlandi sínu. í „Siste blade“, þar sem hún í fyrsta sinni ritar undir fullu nafni, ákærir hún í sterkum orðum karhnanninn fyrir melkorka 65

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.