Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 19
um. Nú leggja að vísu flestar konur börn sín á brjóst, sem það geta og mega heilsunnar vegna, en ekki má mikið út af bera til að gamla vitleysan um óhollustu konumjólkur skjóti upp kollinum, og fjöldi kvenna 20. aldarinnar hættir við brjóst- ið að ófyrirsynju, telur brjóstamjólkina óheil- næmari en svonefnda samsölumjólk, sem þær þó eru sí nöldrandi um að sé bæði óhrein og súrhætt. Sannleikurinn er líka sá, að þó samsölumjólkin sé notuð sem barnamjólk, þá á hún því miður hvorki það nafn né hlutverk skilið. Jón Pétursson, sem var einn þeirra, er trúði á þátt brjóstamjólkur- innar í ginklofanum og hélt mjög af kúamjólk til ungbarnaeldis, segir þó: „Nauðsynlegt er að gefa barninu að drekka á vissum tímum, en aldrei of oft og sízt á nóttunni. Ollum ber að varast að gefa barninu að drekka í hvert sinn og það hrín, og vita skulu mæðurnar það, að barnið grætur sjaldnar af svengd heldur en af kvölum þeim, sem þau fá um sig af of mikilli mjólkurdrykkju.“ Þessi orð, sem skrifuð eru fyrir um 150 árum síðan, eru tímabær enn. Aður en ég skil alveg við lækningabókina gömlu, get ég ekki stillt mig um að hafa yfir niðurlagsorð Sveins Pálssonar. Þau eru þessi: „Ó, —■ — — að mæður vildu læra að elska með skynsemi, elska ekki einungis með orði og tungu, heldur verki og sannleika.“ Þessi orð eru einnig tímabær í dag, rúmum 100 árum eftir að þau eru skrifuð. Hvorum tveggja, stjórnarvöldum og öllum al- menningi, hefur veitzt afar erfitt að tileinka sér fullan skilning á nýtízku barnaheilsufræði, á list- inni að lengja lífið, skilning á því, að öll farsæld og velferð þjóðfélagsheildarinnar hyggist fyrst og fremst á vellíðan einstaklinganna, á andlegri og líkamlegri heilbrigði þeirra, en grundvöllurinn er einmitt lagður eða eyðilagður á fyrstu bernsku. Því fer fjarri, að börn þau, sem fullburða eru fædd af heilbrigðum konum í góðu eldi, séu í upphafi veikbyggð og mótstöðulítil gagnvart sjúk- dómum. En reynslan er því miður allt of oft sú, að eftir örfáa mánuði eða jafnvel vikur er líkams- ástand barnsins, sem heilbrigt var fætt, orðið svo spillt, að raun og skömm er að. Það er með van- eldis- og ofeldiskvilla, meltingarveikindi, eitla- þrota og eitlaauka, sí kvefað, lundillt og óþægt. Það tekur hvern kvillan á fætur öðrum, því ein veikin býður bókstaflega annarri heim, þegar líkamsfarið er óhraust. Ástand þetta stafar stund- urn af farsóttum, en oftar af alrangri meðferð barnsins og illum húsakynnum þess, en þráfald- lega af öllu þessu sameiginlega. Viljann til að veita barninu þá beztu umönnun og aðhlynningu, sem kostur er á, vantar sjaldan hjá íslenzkum mæðrum. En velviljinn einn nægir aldrei til að vinna nokkurt verk vel. Skilnings, þekkingar og lagni er ekki síður þörf, ef vel á að takast. Þar á ungbarnagæzla óskilið mál við önnur störf. Móðurástin ein er aldrei einhlít um að ala upp hraust og væn börn. Kunni móðirin ekki skil á ungbarnameðferð, er það hending ein, sem ræð- ur, hvort barnið heldur lífi eða ekki. En ekki nægir það eitt, að barnið lifi. Gæfa og gjörfu- leiki er markið, sem stefna ber að. Því fyrst og fremst þörfnumst við góðra manna, en þar næst fleiri manna. Hafi móðirin ekki lag eða skilning á sköpun skapgerðar, né þekkingu á þörfum barnsins og þroskaleiðum, er það einnig undir hælinn lagt, hvort útkoman ekki verður vanheill og vansæll vandræðamaður, erfiður í umgengni, sjálfum sér ónógur, en öðrum til byrði og leið- inda, og það alveg jafnt, þó ekkert skorti á ást frá móðurinnar hálfu, nema síður sé. Þegar barnið veikist, vill móðirin allt fyrir það gera og hlynnir að því af beztu getu. Barna- hjúkrun er vandasamt starf, en oft kann móðirin ekki að fara með heilbrigt barn og þaðan af síður kann hún að hjúkra sjúku barni, sem varla er von, hún hefur ekkert ,til þess lært. Þegar hvort tveggja brestur, þekking og skilning, eins og þrá- faldlega kemur fyrir, er afleiðingin fum og fálm, einmitt þegar stilling og stefnufesta er barninu lífsnauðsyn. Vankunnáttan veldur því, að móður- inni, sem ekki skilur, hvað barninu er hollast og hentast, hættir mjög til talhlýðni við ódómbæra, en afskiptasama ættingja og granna, sem með fífldirfsku fávísinnar fullyrða hverja firruna ann- arri verri, barninu til baga og heilsuspillis. Þá ber og að gæta þess, að auk hjúkrunarstarfsins verður konan undantekningarlítið að sinna ótal öðrum störfum, óskyldum og ósamrýmanlegum. MELKORKA 49

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.