Melkorka - 01.05.1945, Page 8

Melkorka - 01.05.1945, Page 8
ásta og heimilislífs, en kona verðui' stöðugt að velja milli starfs og heimilislífs. Og hver einasta ung stúlka, sem nokkuð liugsar, hlýt- ur að komast að raun um, að ríkjandi þjóð- félagsaðstæður skipa henni að velja milli álitlegrar menntunar og fjárhagslegs sjálf- stæðis annarsvegar, og hjónabands og heim- ilislífs hinsvegar. Við skulum því athuga aðstæður Jrær er mæta henni, er hún skyggn- ist inn á fyrirhugaða náms- og starfsbraut sína, ofurlítið nánar. — Þú hefur fullt jafn- rétti — segja lögin við hana. Og hinar fjár- hagslegu aðstæður lialda áfram og segja: — Þii getur unnið sem verkakona, en þú færð allt að Jrví helmingi lægri laun en hann bróðir J)inn. Þú hefur sömu tækifæri til þess að afla þér menntunar, Jdví að þó Jrú liafir lægri laun, ertu þó kona og getur ósköp vel eytt frístundum þínum í að sauma á Jrig, elda handa Joér kvöldverð, Jjvo af þér og svo geturðu unnið ofurlítið hjá húsráðendum upp í lnísaleiguna. — En ef Jdú giftir J)ig, verðurðu að afsala Jrér tekjum þeim, er Jdú liafðir, en heimili Jrínu myndi sennilega ekki veita af, eða vanrækja lieimilið að öðr- um kosti. Þú getur lært einhverja iðn (vissulega er konunni ekki leyfilegt að læra allar iðnir hér á landi), leigt þér herbergi og keypt J:>ér fæði. Þú l'ærð ef til vill einhverja ofurlitla hjálp við að greiða húsaleiguna hjá henni gömlu frænku þinni. — En eftir þrjú ti! fjögur ár verðurðu að velja milli þess að gifta Jrig, stofna heimili og vinna ólaunuð heimilisstörf, og hins, að standa í skilum við þá, sem hjálpuðu Joér, og verða fjárhagslega sjálfstæð. Þú hefur fullt jafnrétti til Jress að taka stúdentspróf og þú mátt stunda háskóla- nám. Þú getur unnið á sumrin og aflað )>ér Jjannig peninga upp í námskostnaðinn, en Jní færð margfalt lægra kaup en skóhabræð- ur þínir og verður Jjví að taka liærri lán en þeir. — En eftir sex ár verðurðu að velja milli þess að stofna heimili og vinna ólaun- uð heimilsstörf og þess að standa í skilum 4 með greiðslur á námskostnaði þínum, vinna starf, sem þú sennilega hefur mikinn áhuga á, og halda áfram að bæta fjárhag þinn. Þrátt fyrir |)essa óhugnanlegu kröfu um val, sem Jijóðfélagsaðstæðurnar ennþá setja konunni, skulum við ekki vera alltof ragar við að reyna að sameina þetta tvennt, starf, sem við viljum vinna, og heimilislíf. Fram- undan eygjum við mikla möguleika og við getum lijálpað til að færa þá nær. Tæknin og Sósíalisminn Sósíalistar liafa frá upphafi talið frelsi og áhrif kvenna í þjóðfélaginu ákvarðast svo mjög af matinu á þeim störfum, er þær vinna, að J:>eir hafa talið afnám andstæðunn- ar milli vel metins starfs og heimilislífs skil- yrði Jress, að konan geti notið sín í Jrjóðfé- laginu. Þess vegna hefur í Rússlandi allt ver- ið gert til þess að losa konuna við heimilis- störfin. Þau hafa Jrar verið flutt út af heim- ilunum og tæknin notuð eftir föngum við framkvæmd þeirra. A svipaðan liátt hafa konur borgarastétt- arinnar, sem ekki vildu sleppa starfi sínu, sumstaðar, t. d. í Svíþjóð, stoínað til nokk- urskonar byggingar- og neyzlufélaga, Jr. e. með byggingu og starfrækslu hinna svoköll- uðu ,,kollektiv“-húsa. í slíkum húsum eru fjölskylduíbúðir að engu leyti frábrugðn- ar öðrum íbúðum í öðru en því, að mat- reiðsla fer J:>ar ekki fram og eldhúsið er því mjög lítið. En mat geta menn hinsvegar fengið keyptan í húsinu og neytt hans í veit- ingasal eða tekið hann með sér í íbúðina. Leikskólar og vöggustofur eru í húsinu og jafnvel fastráðnar ræstingarkonur. Sjálfsagt verða til möguleikar fyrir því að reisa ennþá þægilegri heimili með full- komnara einstaklingssniði, því að tæknin þróast stöðugt. Margar nýjar uppgötvanir hafa verið gerðar á sviði byggingarlistarinn- ar. Hægt er að framleiða alls konar vélar til notkunar við heimilisstörf, ryksíur liafa jafnvel verið fundnar upp, svo að varla þarf lengur að þurrka af ryk. MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.