Melkorka - 01.05.1945, Síða 11
KONAN OG ÞJOÐFELAGIÐ
ERINDI FLUTT í SÓSÍALISTAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Eftir Katrinu Pálsdóttur
ÞEGAR ég'hugsa um konuna í þjóðfélag-
inu, kemur mér alltal í hug gömul frænka
mín, sem löngu er komin undir græna torfu.
Hún var ein allra ríkasta konan í sveitinni.
það er að segja, hún var gift einum ríkasta
bóndanum og hafði með giftingunni hlotið
helmingafjárlag við iiann.
Hún hafði gifzt inn í heimilið, sem var
allgamaldags. Sjálf var hún nokkuð fullorð-
in myndarstúlka og gerði sér sínar liug-
myndir um það, hvernig hún vildi hafa
iieimilið sitt. Ekki svo að skilja, að hana
dreymdi plussteppi og djúpa stóla. En hana
langaði til að eignast borðbúnað, sem hún
gæti borið fyrir gesti, sem þar komu oft
langt að. Hana langaði að eignast línlök í
gestarúmið og sápu í þvottinn o. s. frv. Og
umfram allt langaði liana að eignast eldavél
og liafa hána inni í bænum, svo að hún og
stúlkurnar þyrftu ekki að hrekjast í útield-
liús, hvernig sem veðrið var.
En bóndi hennar var á öðru máli. Hon-
um fannst allt gott, eins og það var, og hafði
verið iijá foreldrum hans og jafnvel afa lians
og ömmu. Allt varð að vera í sínum gömlu
skorðum. Sami skammtur keyptur af liverju
einu ár eftir ár. En ekkert nýtt mátti bætast
við. Hann sá aðeins eitt við búskapinn: að
eiga margar kindur. Þar við sat, því að liann
hafði fjárráðin. Og frænka mín blessuð, sem
annars var talin fremur stórlynd, beygði sig
fýrir þeirri kenningu, sem staðið hafði í
kverinu liennar, að maðurinn væri höfuð
konunnar.
Og hin efnaða húsfreyja varð giöð og
þakklát, ef férðamenn, sem gistu og þáðu
beina, gáfu henni krónu og krónu. Þær
lagði hún til liliðar og reyndi svo að koma
undan ullarhári og jafnvel smjörklínu. Vel-
viljaðir iiágranhar og trúir lieimilismenn
verzluðu með þetta fyrir liana úti á Bakka
og keyptn það, sem henni lá mest á og aur-
arnir lirukku fyrir. Og ýmislegt lagfærði
luin hjá sér, þó að seint gengi.
í þessu basli stóð hún lengst af sínum bú-
skap, og dó svo barnlaus frá miklum efnum,
án þess að fá nema litlu til leiðar komið af
því, sem hún hafði óskað að gera heimilinu
til endurbóta.
Mér liefur alltaf fundizt það fremur ljóð-
ur á þessari ágætu konu, að hún skyldi láta
bónda sinn kúga sig svona. Og þó átti hún
skilið, að henni væri samúð sýnd. Hún
barðist við gamaldags hugsunarhátt og í-
haldssemi og var sjálf undir áhrifum gam-
alla kenninga og hleypidóma, sem einir
nægðu oftast nær til að lialda hverri konu
í skefjúm.
íslenzkar konur hafa nú verið húsfreyjur
á þjóðarbúinu íslenzka um 30 ára skeið og
hafa liaft (á pappírnum) lielmingafjárlag við
bóndann. Kosningarétturinn og kjörgeng-
ið veittu þeinr þann rétt. Hitt kemur svo
til álita, hversu þeirn hefur tekizt að nota
þennan rétt sinn og láta til sín taka í þjóð-
félaginu í samræmi við liann.
Og ef satt skal segja, þegar litið er á yfir-
borð þjóðfélagsins, þá ber ekki mikið á kon-
unni, og enn minna verður þess vart, að hún
sé jafnrétthá.
Að vísu mætum við alls staðar hinni starf-
andi konu. í verksmiðjum, verzlunum,
bönkum og skólum, skrifstofum, bæði
einkafyrirtækja og opinberum, í stjórnar-
MELKORKA
7