Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 17
ÉG HEF í fáum og ófullkomnum drátt- um reynt að sýna, hvar konan er stödd þjóð- félagslega séð, bæði í stjórnmálum og at- vinnumálum og orðið að fara fljótt yfir sögu. Þessir fáu drættir sýna þó, hversu fjarri er, að hið pólitíska jafnrétti hafi fært konunni raunverulegt jafnrétti, og það ekki einu sinni í hennar eigin meðvitund. Ég hef einnig reynt að henda á það, sem ég tel frumorsök þess, að konunni hefur ekki tek- izt að neyta þess réttar, sem hún hefur feng- ið, en ekki minnzt á það, sem eins og sakir standa, markar rnest aðstöðu konunnar, eða öllu heldur aðstöðuleysi hennar til að taka þátt í þjóðmálum, en það eru móðurskyld- ur hennar og starfið á heimilinu, sem úti- lokar fjölda kvenna frá livers konar félags- legu starfi. Tímans vegna er ekki hægt að skýra það frekar hér, enda hverjum manni með opin augu augljóst mál. Vera má, að ykkur hafi þótt ég um of bera blak af kon- unni og viljað varpa yfir á aðra orsökinni að því, hve illa henni hefur gengið að hasla sér völl við lilið karlmannanna. Það var þó ekki tilgangurinn, heldur liitt að leitast við að sýna, livar hún stendur í dag og að orsakir liggja til þess og að ég tel, að það þurfi að rétta henni hönd í baráttunni fyrir frelsinu. Það þarf ekki að sanna það á neinn hátt fyrir sósíalistum, að konan eigi að vera jafn rétthá. Það nægir að minna á, að konan er maður; mannsbarn. Og eins og við vitunr, er grundvallarkenning sósíalismans sú, að hvert mannsbarn, sem í heiminn fæðist, hafi jafnan rétt til að lifa lífinu og njóta frelsis, svo framarlega sem það brýtur ekki í bág við rétt og frelsi annarra einstaklinga, eða gengur á móti hagsmunum félagsheildar- innar. Ennfremur byggir sósíalisminn á trúnni á þroskamöguleika hvers einstak- lings, án tillits til þjóðernis, litarháttar eða kynja. Hver einasti sannur sósíalisti er því líka kvenréttindamaður. En mig grunar, að mínir ágætu félagar hafi ekki skilið, hversu undirokuð konan er og hversu mörgum sterkum böndum hún er bundin. Sósíalistar skilja aðstöðu verka- mannsins og að auðmýkt hans og tregða í réttindabaráttunni eru afleiðing örbirgðar og áþjánar, þeir verða einnig að skilja hina tvöföldu áþján, sem konan hefur búið við (og gerir að nokkru enn), og að hún af þeinr ástæðnm getur ekki fylgzt með stéttarbræðr- um sínum, nema henni sé hjálpað til þess á sérstakan liátt. Hitt er öllum konum, sem um þessi mál hugsa, alveg ljóst, að konan verður að vilja sjálf. Hún verður sjálf að vilja hrista af sér helsið og ryðja sér braut til frelsisins. En það skiptir miklu, hvort henni er rétt hönd, eða steinn er lagður í götu hennar. EFTIR rússnesku byltinguna 1917 og þó einkum eftir átökin, sem urðu á milli hvít- liðanna og fylgifiska þeirra og Rauða hers- ins, var ástandið í Rússlandi þannig, að allt var í rústum, bókstaflega talað. Hvenær sem var gat þjóðin átt von á inn- rás frá auðvaldsríkjunum, enda nokkurn veginn víst, að það drægist ekki degi lengur en þau þyrftu til að safna kröftum og búa sig í nýtt stríð, sem og kom á daginn. Rúss- nesk alþýða, konur og karlar, og þó einkum konur, var mjög fáfróð og fákunnandi, ekki einu sinni læs nema lítill hluti hennar, svo beygð var hún af margra alda kúgun. Þetta var fólkið, sem átti að byggja landið upp að nýju og í fullkomnari mynd en annarsstað- ar þekktist. Þetta var fólkið, sem átti að verja rétt verkalýðsins, ef á það yrði ráðist. Kommúnistarnir rússnesku sáu, að aðeins upplýsing og skilningur á félagslegri aðstöðu gat lyft þessu fólki, svo að það yrði hlut- verki sínu vaxið. Það var tekið til óspilltra málanna og byrjað á undirstöðunni. Öllum ólæsum var kennt að lesa og ekki eingöngu að lesa orðin á einhverja liók, sem af til- viljun barst upp í hendur þess, heldur var fólkinu kennt að afla sér fróðleiks og menntunar með lestri góðra bóka. Einnig voru gefin út rit í tugmilljónatali til þess að fræða fólkið um ástandið í landinu og nauðsyn uppbyggingar á öllum sviðum. MELKORICA 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.