Melkorka - 01.05.1945, Qupperneq 22

Melkorka - 01.05.1945, Qupperneq 22
Helga Rafnsdóttir 2. Hún þarf að kunna að matreiða hollan og góðan mat, — halda hreinni íbúð sinni, — annast þvotta og hreingerningar. 3. Hún þarf að vera fær um að viðhalda öll- um.fatnaði heimilisins, að ógleymdu því að geta stoppað í sokka. 4. Hún þarf lielzt að kunna algengan sauma- skap, að minnsta kosti verður liún að geta saumað barnaföt og léreftasaum. Þá skaðar ekki að geta brugðið fyrir sig prjónum þegar annað er ekki fyrir hendi. 5. En þó er það mikilvægasta ótalið ennþá, en það er barnauppeldið. Hún verður að vera vakin og sofin við að fullnægja öll- um þörfum barna sinna. 6. Konan verður að vera góður félagi eigin- , mannsins. Hún verður að liafa skilning á starli hans og baráttu utan heimilisins og megna að gera heimilið að skemmti- legum og aðlaðandi livíldarstað fyrir Iiann, þegar hann kemur lieim að loknu dagsverki. En hvaða tíma hefur svo liúsmóðirin sjálfri sér til handa, þegar hún hefur lokið öllum þessum daglegu störfum, sem sífellt endurtaka sig? Hvenær má hún vera að því að hvíla sig og livenær má hún vera að því að atla sér þeirrar þekkingar á liinu opin- bera lífi, sem nauðsynleg er hverjum þjóð- félagsmeðlim. Hún verður að geta fylgzt með á sviði stjórnmálanna og með liags- munabaráttu stéttar sinnar, þar sem hún er atkvæðisbær borgari, og á þeim vettvangi er einmitt að finna úrlausn þeirra mála, sem nátengdust eru eigin vell’erð hennar. í þessu sambandi verðum við að horfast í augu við þá staðreynd, að sú húsmóðir, sem uppfyllir til lilítar þessar margþættu skyldur, er aðeins undantekning. Þorri þeirra eyðir allri lífsorku sinni innan veggja heimilanna án þess að eiga nokkrar tóm- stundir til hvíldar, hvað þá til lesturs, skemmtunar, útiveru eða annars þess, sem gefur lífinu blæ gleði og menningar. Slíkt strit án tómstunda gerir hvern mann að sljó- um og bældum vesalingi. Það er sameiginlegur eðlisþáttur karla og kvenna að eiga margvísleg hugðarelni svo sem listir, íþróttir, bókmenntir o. m. fl. Við heyrum oft sagt um karlmenn, að Jreir séu á rangri hillu í lífinu, ef þeir hafa ekki hlotið einhvern þann starfa, sem }>eir eru hneigðir fyrir. En livenær lætur nokkur sér slíkt um munn fara )>egar kvenfólk á í hlut? Aldrei. Húsmóðirin er ávallt dæmd og metin eftir ])ví, hvernig hún leysir heimilisstörfin af hendi og engu öðru. En Jrað er vissulega kominn tími til, að slíkur hugsunarháttur breytist. Konan mætti vissulega fara að fá aðstöðu til ]:>ess að njóta sxn bæði sem hús- móðir og sem frjáls einstaklingur. En hvern- ig er hægt að koma slíku í framkvæmd? Það er ekki hægt með öðru en því að létta heim- ilisstörfin. Heimilisstörfin verða í fyrsta lagi létt með aukningu hagnýtrar fræðslu um matartil- búning og veikleg störf á heimilum. Þekk- ingin veitir húsméxðurinni skilyrði til meiri afkasta. Slík fræðsla gæti farið fram með fyrirlestrum í útvarpi og á námsskeiðum. Við þurfum að fá fleiri dagheimili, leik- skóla og leikvelli, }i>ar sem móðirin getur verið örugg um börn sín, meðan luin gegnir öðrum störfum. 18 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.