Melkorka - 01.05.1945, Page 31
FYRSTA ÆVIÁR BARNSINS
Eftir GuÖrúnu Briem
Fyrsta árið er sá tími sem barnið breytist
og þroskast mest á, bœði á sál og líkama.
Þessi sálarlegi og líkamlegi þroski fylgist að
og fylgir að sumu leyti vissum lögum eða
reglum, sem við megum þó eklti stara of
blint á, því að sérhvert einstakt barn þróast.
eftir sinum innri. og 'ytri. skilyrðum. Við
þurfum bara að sjá um að ytri skilyrðin fyr-
ir þroska barnsins séu góð. En til þess að
geta það, verðum við að þeklija barnið frá
byrjun og gróandi sálarlíf og vita nokkurn
veginn, hvaða áhrif ýmiskonar ytri aðstœður
hafa á það. Og það er þetta, sem mig langar
til að tala svolítið um. — Ég byrja. á ung-
barninu, en fœ kannski siðar tœkifœri lil að
tala um önnur aldursskeið barnsins lika. —
í þessari grein lief ég stutt mig mest við eft-
irfarandi bœkur: Ulvecklings þsykologi eft-
ir Charlotte Búhler, Pedagogisk þsykologi.
eftir K. G. Kot.h og Á. G. Skard, Barnþsyko-
logi. eftir Tordruþ og Barn i vardagslivet
- eftir Á. G. Skard.
Fæðingin veldur algjörri breytingu í lífi
barnsins. Fyrir fæðinguna liggur það hlýtt
og notalega í móðurh'i'i, þarf ekki að afla sér
matar eða lofts og verður að líkindum ekki
fyrir neinum áhrifum eða breytingum öðr-
um en þeim, sem eru þróuninni samfara.
Reyndar getur verið, að fóstrið finni til,
finni þrýstingu eða hristing, en fyrir þessu
eru ennþá engin vísindaleg rök. Við getum
kallað fæðinguna hkamlega byltingu. Hvort
þessi bylting hefur áhrif á sálarlífið, og þá
í livað stórum mæli, vitum við ekki með
vissu, en um þetta eru ýmsar skoðanir. T. d.
hélt Sigmund Freud því fram, að fæðingin
Guðrún I.ára Briem er fædd 22. aprll 1918 á Hrafnagili
í Eyjafirði, dóttir Valgerðar Lárusdóttur Briem og Þor-
steins Briem prófasts, Akranesi. Lauk prófi við Kvenna-
skólann í Reykjavík 1936. Vann við barnaheimilin „Sól-
heima“, Grímsnesi og „Vesturborg", Rvík 1937—38. —
Hún sigldi til Svíþjóðar í ársbyrjun 1939 og lauk prófi
við „Social piidagogisk Seminarium" í Stokkliólmi 1941.
Starfrækti barnaleikskóla og stundaði framhaldsnám í
barnahjúkrun og sálarfræði 1942—43. Tók þá að sér for-
stöðu við barnaheimili „Hyregastarnas sparkasse byggn-
adsforbund" í Stokkhólmi.
valdi sálarlegum skaða, að angistar- og
hræðslukennd sú, sem allir finna til meira
eða minna, eigi rót sína að rekja til fæð-
ingarinnar. Hin líkamlega bylting felst í
öllum þeim breytingum, sem nú verða, í
öllum ytri og innri áhrifum, sem ófull-
komin skynfæri barnsins verða fyrir. Barn-
ið byrjar að anda sjálft, það sýgur, melt-
ingarfærin taka til starfa og blaðran og
endaþarmurinn tæmist. Barnið er flutt
á milli, stundtnn liggur það í volgu vatni,
MELIÍORKA
27