Melkorka - 01.05.1945, Qupperneq 32

Melkorka - 01.05.1945, Qupperneq 32
stundum í voð, einsamalt eða lija mömmu sinni. -Strax eftir fæðinguna svarar barnið öllum þessum áhrifum ósjálfrátt og lang- flestum án meðvitundar, 3/, hlutum. Barnið hefur frá byrjun ósjálfrátt hreyf- ingarkerfi, þ. e. a. s. ýmiskonar ytri og irinri áhrif valda tafarlaust án meðvitundar barns- ins ákveðnum hreyfingum, „reflex“. Til dæmis kreppir barnið höndina, þegar eitt- hvað hreyfir við handarbakinu, tærnar teygjast upp á við, ef komið er við ilina, augasteinninn dregst sarnan við mikla birtu. Barnið kippist við, andar óreglulega og deplar augunum, ef við gerurn mikinn og snöggan hávaða nálægt því, það kingir, hnerrar og geispar. Við þetta bætist starf- semi öndunar- og meltingarfæranna, rás blóðsins o. s. frv. Allar þessar breytingar, sem barnið verður fyrir, þreytir það mjög og það sefur því mikið fyrsta tímann. Austurríski sálarfræðingurinn Charlotte Biihler hefur athugað og gert eftirfarandi skrá yfir hvað börn á ýmsum aldri t. d. sofi eða leiki mikinn hluta sólarhringsins: Svefn, Grátur, Lcikur, Starfsemi, Aldur dvali órtnægja ánægja æfingar Samanl 0,0 88,7 7 3,3 1 100 0,3 68,8 12 8,2 11 100 0,6 56,1 8,4 8,5 27 100 0,9 57 7,3 7,7 28 100 E0 55 6,4 7,6 31 100 Skynfærin. Skynfærin þroskast mest þrjá fyrstu mánuðina og eftir það getur barnið betur og betur greint á milli ýnrissa ytri á- hrifa. Athugið töfluna hér að framan, ein- mitt við 3ja mánaða aldur eykst óánægja barnsins og grátur og það sefur mintta. Að- eins eitt skynfæri virðist vera vel þroskað við fæðinguna: bragðið. Smekkur. Fáum tímum eftir fæðinguna sést, að hverju barninu geðjast og hvað því finnst vont. Auðvitað ákveðst smekkur barnsins frá byrjun af því, sem er gott og liollt fyrir það og af því, senr það ekki þarf með eða jafnvel getur verið jrví skaðlegt. Ef nýfætt barn fær dropa af sykurvatni á tunguna byrjar það að sjúga og kingja og vill greiniléga meira. Aftur á móti grettir það sig, rekur út úr sér tunguna og getur jafnvel kastað upp, ef við gefum því dropa af einhverju, sem hefur beiskt eða sterkt bragð, þó ekki sé nema bara á tungubrodd- inn. Flestum eða öllum börnum þykir móð- urmjólkin góð, en það bragð senr það ekki þekkir fellur því oftast illa. Móðirin þarf því að vera mjög varkár, þegar hún venur barnið af brjósti, venja jrað af snrám saman, og aldrei neyða það til að borða eitt- hvað, senr það ekki vill, því að barnið getur sett þetta vonda bragð í samband við skeiðina og vill því kannski um tínra ekki borða neinn nrat nreð skeið. Þetta er auð- vitað algjörlega ósjálfrátt hjá ungbarninu og því ekki unr neina fyrirtekt eða óþekkt að ræða. Ii.man. Allra fyrst virðast lyktfæri barns- ins vera ófullkomin, en þroskast fljótt, og þegar eftir nokkra daga finnur og þekkir barnið lyktina af brjóstinu, því að ef snryrsl, sem lyktar, er borið á brjóstin, vill barnið ekki sjúga. Tilfinning. Barnið finnur nrun kulda og Iiita þegar frá byrjun. Því líður vel, þegar . því er dyfið ofan í volgt vatn, þegar það fær að liggja í lrlýjunni lijá nrömnru sinni o. s. frv. Og barninu líkar vel sé því strokið eða klappað varlega. Aftur á móti grætur það eða ber sig illa, ef föt þess eru lrörð við- komu, úr of grófu efni eða t. d. ef tekið er of hranalega á því. Húðin á öllum líkanr- anunr er ekki jafn tilfinninganæm. Barnið finnur bezt kulda og lrita á brjósti og baki og eðli Jress, senr það snertir, finnur það bezt nreð fingurgómunum og þó sérstaklega með vörunum og slímhúð munnsins, enda setur barnið allt upp í sig, þegar það fer að geta haklið á hlutum. Það finnur þá ekki ein- ungis hvernig hluturinn er á bragðið lre'ld- 28 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.