Melkorka - 01.05.1945, Page 33

Melkorka - 01.05.1945, Page 33
ur líka, hvort hann er mjúkur eða harður, kaldur eða heitur og hvernig hann er í lag- inu. Barnið gerir á þennan hátt margar þýð- ingarmiklar uppgötvanir um umheiminn. Barnið grætur, ef það er sva'ngt, ef því er i 111 í maganum eða hefur önnur innvortis óþægindi. Þegar það er satt, er það glatt, og þegar það er þreytt, sofnar það. Þetta eru þau svör, sem við sjáum, við áhrifum frá líf- færunúm og af starfi tauganna. Heyrn. Við fæðinguna eru innri heyrn- argöngin full af fósturvatni, svo að barnið heyrir ekkert fyrstu tímana eða dagana. Eins mánaða barn greinir ekki tegund hljóðsins, lieldur bara styrkleikann. Þegar við lrvísl- um, virðist það ekki lieyra, en við óp, liurð- arskell eða annan liávaða nálægt því verður það hrætt og grætur. Þó getur barnið vanizt vissu hljóði, eins og þessi tilraun ber með sér. Klukku er hringt bak við 5—6 mánaða gamalt barn hvað eftir annað. l.skiptiðgræt- ur barnið í 30 sek., 2. skiptið verður Jrað órólegt og greinilega óánægt í 20 sek., 3. skiptið hlustar Jrað með athygli í 15 sek. og í 4. skiptið virðist Jrað hafa gaman af og skyggnist eftir hljóðgjafanum. Smám saman lærir barnið að greina á milli ýmiskonar hljóða og Jrekkja aftur viss hljóð, t. d. veit Jrað, að einhver kemur inn, Joegar hurðin opnast. 4—5 rnánaða barn sýnir greinilega gleði, Jregar Jrað heyrir viss hljóð, Jr. e. a. s. þau, sem liafa eitthvað gott í för með sér, t. d. rödd móðurinnar, sem kemur til að gefa Joví mat. Lágir tónar hafa róandi áhrif á flest börn, Jró er Jrað varla hljóð tónanna, sem liafa Jrau áhrif, heldur hið reglubundna hljóðfall, „rytmen“, hrynjandin. Vöggu- vísur allra þjóða liafa sams konar hljóðfall. 6 mánaða barn virðist geta leikið sér að hljóðum, Jjað hristir hringluna og slær sam- an hlutum. Við vitum þó ekki vel, hvort barnið hefur meira gaman að hljóðinu, sem heyrist, eða hreyfingunni, sem framkallar Jrað. Á sama liátt er með hjal þess. Barnið æfir ýmsar hreyfingar nreð munni og tungu, myndast Jrá alls konar hjalhljóð og hefur það sjálfsagt nrikla ánægju af þeinr. Sjón. Nýfætt barn getur aðeins greint ljós frá nryrkri, þ. e. a. s. augasteinninn verður stærri í myrkri, dregst sanran í birtu, en augun eru þó mjög viðkvæm fyrir sterku ljósi eða sól. Fyrst er heldur engin samvinna milli augnanna og barnið virðist oft vera rangeygt. Þegar barnið er 2—3 nránaða, verðunr við fyrst vör við, að Jrað sé nreð fullri meðvitund. Það starir Jrá oft á bjarta hluti, t. d. gluggann eða dauft lampaljós, en en þá sér Jrað varla hluti eða verur, senr eru lengra burtu en unr Jrað bil 1 metra. Barnið lærir snránr sanran að lrafa vald á augna- vöðvunum, augnaráðið festist. Það getur beint báðunr augunum á sama hlut. Ef við hreyfum hlutinn fram og aftur fylgir augna- ráð barnsins fyrst aðeins augnablik, en verð- ur brátt stöðugra og nreð nreiri athygli. Ntr byrjar samband barnsins við umheiminn. Það er ekki lengur aðeins lyktin af brjóstinu og rödd móðurinnar, sem vekur gleði þess, nú sér Jrað lrana líka, Jrekkir lrana, brosir í fyrsta skipti með fullri nreðvitund við nrönrnru sinni eða fóstru. 5—6 nránaða barn sér greinilega liti. All- ir hlutir nreð sterkunr lit eða glans vekja eftirtekt barnsins. Það starir á Jrá og teygir sig eftir Jreinr. Þessi áhugi fyrir litunr varir oftast 2 nránuði. 7—8 nránaða barn lrorfir ekki lengur svo ákaft á lrlutina, það vill taka í j)á, Jrreyfa og snrakka á Jreinr, en áð- ur en barnið getur tekið í lrlut, senr ekki er beinlínis settur í hendurnar á því, skeður nrjög þýðingarmikil Jrróun. Barnið sér að sönnu hluti við 2ja mánaða aldur, en það getur ekki gert sér grein fyrir fjarlægð Jreirra og vill oft taka hluti, senr Jrað getur ekki náð til. Barnið verður að æfa og læra af reynslunni að láta augu og lrendur vinna sanran. Og loksins, eftir nrarg- ar misheppnaðar tilraunir, veit barnið legu hlutarins og tekur hann. Auðvitað verður barnið að hal'a náð vissu þroskastigi fyrst, MELKORKA 29

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.