Melkorka - 01.05.1945, Page 40
einnig frelsi og mannréttindi fyrir indversk-
ar konur. Við krefjumst frelsis til að ráða
okkur sjálf og njóta gæða liins ríka lands
okkar og við köllum á samúð kynsystra okk-
ar um allan heim og fylgd við hinar rétt-
mætu kröfur okkar. Ein af þessum konum,
sem mér fannst eins og vera systir Aðalbjarg-
ar (ekki beinlínis af því, að þær væru svo
líkar í útliti, heldur var eitthvað í fari
þeirra, sem vakti þá tilfinningu hjá mér, að
Jrær hefðu alizt upp hjá sömu foreldrum)
var prýðilega mælsk, og allar töluðu þær á-
gætfega ensku. Sú með rauða blettinn á
enninu var ímynd hljóðleikans og kvrrðar-
innar, hún minnti á lygnt vatn inni í græn-
um skógi, og þó hún væri ekki eins mælsk
og „systir“ Aðalbjargar, þá fann maður, að
undir þessu hljóða yfirborði ólgaði kraftur
og hiti, sem hafði sterk áhrif á hlustendur.
Þessir Jrrír fulltrúar f'engu mig til að dást
að indversku þjóðinni og gefa henni alla
mína samúð. Sjálfar voru þær ímynd kven-
legs yndisjrokka og manngöfgis.
Lady Astor, aljringiskonan enska, sem
margir kannast við, mætti einn dag á fund-
inum. Hún er hraðmælsk og virtist vera
verulega í essinu sínu, Jregar hún var komin
í ræðustól. Hún var eindreginn fylgismaður
Chamberlains og studdi stefnu lians í utan-
ríkismálum, enda lagði hún áherzlu á Jrað í
ræðu sinni, að hvað sem það kostaði, yrði
að koma sér vel við Hitler. Chamberlain,
sem með Miinchensamningnum 1938 af-
henti Hitler Tékkóslóvakíu og Jrar með 3ja
milljóna manna lier útbúinn nýtízku vopn-
um, virtist eiga ágætan talsmann, Jrar sem
frúin var. Öll ræða hennar var livatning til
fulltrúanna að beita áhrifum sínum móti
hervæðingu, jafnvel þó lönd Jreirra væru í
hættu fyrir nazismanum. Þetta var víst köll-
uð friðarstefna í Jrví herrans ári 1939. En
hvernig dæmir sagan það í dag?
Einhver merkasta kona fundarins var
tékkneska Jíingkonan Plemankova. Hún var
ein á meðal þeirra fáu Jringmanna, sem
hafði djörfung til að heimta, að Tékkar
Káðhús Kaupmanriahafnar, þar scm fundurinn
var settur
verðu frelsi sitt, þegar Hitler ógnaði þeim
frá öllum hliðum, og orðlögð var hún fyrir
sínar hvössu og djörfu ræður. Hún missti
þingsæti og allar eigur, þegar Jrýzki nazism-
inn lagði undir sig land hennar. En ekkert
bugaði kjark hennar. Hún var bardagakon-
an og lieitust, Jregar á hólminn var kornið.
Plemankova var ekki liá, en nokkuð Jrrek-
vaxin, mjög glaðleg og hláturmild, og þeir,
sem þekktu liana, sögðu, að hún liefði mikla
kímnigáfu. Ég talaði tvisvar við hana, og
hún vissi fjölmargt um ísland. Þegar fund-
inum var lokið, vildi hún fara strax heim
á leið um kvöldið, en Jrá fékk hún boð um
það, að þýzk yfirvöld bönnuðu benni að
fara yfir Þýzkaland. Er hún hafði beðið í
tvo daga, Jroldi hún ekki mátið lengur, og
fór í trássi við öll nazistavöld heim til sín,
og fréttum við seinna, að hún hefði komizt
heilu og höldnu til Prag.
Frú Plemankova vissi vel, að líf hennar
var í hættu, ef lnin héldi áfram að búa í
Tékkóslóvakíu. En hún vildi hvergi ann-
ars staðar vera. Landið hennar hafði aldrei
þarfnazt hennar jafn mikið, eins og hún
sagði sjálf. Hve lengi hún starfaði í leyni-
hreyfingunni tékknesku, áður en hún var
handtekin, er mér ekki kunnugt, en fyrir
rúmu ári síðan barst staðfest fregn frá Eng-
landi um það, að hún hefði verið hengd.
36
MELKORKA