Melkorka - 01.05.1945, Side 41
Hún hafði setið í þýzkum fangabúðum á-
samt hollenzku konunni Rosu Manus,
fyrsta varaforseta alþjóðasambandsins, sem
dó í fangabúðunum af illri meðferð og
pyndingum nazista.
Um örlög þessar'a tveggja vitum við. En
livað hefur orðið um allar hinar, norsku,
dönsku og pólsku konurnar, eða fulltrúana
frá Balkanlöndunum? Alls staðar hafa ógnir
styrjaldarinnar dunið yfir, ofsóknir, pynd-
ingar og dauði orðið hlutskipti þúsunda
kvenna. En í þessum ragnarökum hefur
leiftrandi orðstír konunnar borizt frá
hverju landinu á fætur öðru. Hún hefur
barizt á heimavígstöðvunum, livorki látið
vítisvélar né eldsprengjuregnið hræða sig.
Hún hefur tekið að sér erfiðustu störf, sem
talin voru „ókvenleg" og ósanrboðin hinu
„veikara kyni“ í þeim heimi, sem nú liggur
í rústum. Hún hefur verið kvalin og pynd-
uð til sagna, en látið lífið fremur en segja
til félaga sinna. En úr þjáningum og eldi
styrjaldarinnar rís hin nýja kona framtíðar-
innar, konan, senr situr á alþjóðaþingum
komandi ára við hlið félaga síns, karlmanns-
ins, og skipuleggur hinn nýja heim.
Minningar- og menningarsjóður kvenna
Sjóður þessi var upphaflega stofnaður eft-
ir ósk og með dánargjöf hins mikla braut-
ryðjanda í kvenréttindamálum, Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur, en verður ekki bundinn
við nafn hennar, heklur heitir Minningar-
og menningarsjóður kvenna og nemur hann
nú 14207 krónum. Einnig hafa borizt gjafir
til minningar um aðrar konur að upphæð
3100 krónur.
Myndaœvisagna- og handritasafn
1 sambandi við gjafir, senr berast sjóðn-
um til minningar um aðrar konur, er fyrir-
lnigað að koma upp myndasafni, ennfremur
æviatriða- og handritasafni, hafi þær látið
eftir sig eitthvað af rituðu máli. Hugmynd
um útgáfustarfsemi hefur einnig komið til
tals.
Sjóðurinn er í umsjá Kvenréttindafélags
íslands. Á landsfundi kvenna í vor var sjóð-
málið rætt, en enn hefur ekki verið ákveðin
skipulagsskrá fyrir sjóðinn. En ákveðið hef-
ur verið að styrkja konur til alls konar náms
og getur verið, að veitt verði úr sjóðnum á
komandi hausti. Einnig er meiningin að
hafa vissan söfnunardag á ári fyrir sjóðinn
og verður liann ákveðinn síðar.
Laufey Valdimarsdóttir, núverandi for-
maður Kvenfélagsins, kornst svo að orði við
blaðamenn, er hún ræddi um þetta mál:
Þótt konur hafi jafnan rétt til náms í
skólum landsins, liafa þær ekki sama kaup
og eiga að því leyti erfiðari aðstöðu til náms.
Auk þess er almenningsálitið á rnóti námi
kvenna, það er álitinn óþarfi, að þær læri
annað en það, sem lýtur að luisstjórn. Við
viljum og álítum þörf á að styrkja þær til
margskonar náms. Þegar þeir góðu tímar
koma, að fullkomið jafnrétti er komið á
milli kynjanna, ætti þessi sjóður ekki að
vera bundinn við konur einar.
Það ersvo mikil nauðsyn á aukinni menn-
ingu og menntun, að það verður aldrei ó-
þarfi að safna fé i sjóð til aukinnar menn-
ingarstarfsem i.
MELKORKA
37