Melkorka - 01.05.1945, Qupperneq 46
KONAN OG SKALDSKAPURINN
Ejtir Olaf. Jóh. Sigurðsson
ÉG SKAL STRAX JÁTA, að ég varð meira en lítið
npp með mér, þegar ég var beðinn að skrifa eitthvað í
þelta ágæta tímarit, enda fljótur að mikla í huganum þá
kvenhylli, scm hlyti að leynast handan við slíka beiðni.
Aítur á móti dofnaði mesta kátínan snarlega, þegar við-
Jangsefnið hafði verið tilgreint nánar og lengd greinar-
innar ákveðin. Konan og bókmenntirnar, konan og
skáldskapurinn, — hvernig í ósköpunum átti ég að geta
gert svo yfirgripsmiklu og heillandi efni einhver skil í
stuttu máli? Mér varð þegar Ijóst, að það myndi jafnvel
reynast velslyngum mönnum ofviða, auk heldur mér,
þar sem bugmyndin krafðist ótrúlcga víðtækra rann-
sókna, helzt vísindalcgra, en líklegt mátti teljast, að nið-
urstöður rannsóknanna yrðu ekki skýrðar í samþjöppuð-
um greinum, heldur löngum bókum. I-Iins vegar þótti
mér að vonum súrt í brotið að glata þessu einstæða
takifx'ri til að koma skrifum mínum fyrir almennings-
sjónir í fylkingu djarfra kvenna, svo að ég afréð að
laumast inn í fylkinguna í hálfgerðum dulbúningi, losa
mig úr vairdanum á kyrrlátan hátt og spjalla bara um
efnið á víð og dreif, í stað þess að leita annarra og crf-
iðari, en jafnframt æskilegri úrræða. Ég þykist viss um,
að aðstandendur tímaritsins virði mér undanbrögðin til
vorkunnar, þar sem ég er hvorki vísindamaður né sagn-
fræðingur og hef hvorki lokið gerviprófi né neinu öðru
prófi í bókmenntum.
LEYNII’RÁÐURINN, sem liggur milli skáldskaparins
og konunnar, verður aldrei rakinn til neinnar hlítar eða
skýrður til fullnustu, jrar sem hann er spunninn úr toga
hins ólýsanlega. Sem cinstaklingur hcfur konan löngum
verið eitt hclzta og kærasta yrkisefni karlskálda, þótt
hitt sé mjög sjaldgæft, ef ekki með öllu ójrekkt, að kven-
félög hafi hrifið jrau til mikilla listrænna átaka. Að vísu
hefur hvata kynið ort margt snjallt og fagurt til hins
blauða í heild, setn hefur aftur á móti veigrað sér við
að endurgjalda lofið, hvernig sem á j>ví stendur. En
uppistaðan í miklum fjölda sígildra skáldverka, bund-
ins máls og óbundins, er mynd einnar konu, og ívafið
lýsing á misjafnlega örlagaríkum atburðum, sem kring-
um liana gerast. Á ævagömlum steintöflum hafa forn-
fræðingar lesið úr rúnum meitlaðar ljóðsögur af fegurð
og yndisleik jreirrar konu, sem ein hafði numið hið
ílylsta í eðli skáldsins og tendrað í skynjun þess bjart-
astan loga gleði og fagnaðar eða andað á hana myrkri
sorgarinnar. Samkvæmt verkutn elztu skáldanna, sctn
bókmenntasagan greinir frá, hefur viðhorf þcirra til
kvenna dcilzt mjög í tvær leynilega tengdar andstæður:
upphafna, marmarahvíta vegsömun annarsvegar, en al-
gera fordæmingu hinsvcgar. Þetta Jrrönga, sundurklofna
viðhorf, sem talizt getur að vissu marki óraunsætt og
frumstætt, gerðist síðan undarlega langlfft, ávann sér
hefðbundið sæti í bókmenntunum um margar aldir og
skýtur enn í dag upp kollinum á ólíklegustu stöðum.
En þar scm persónuleg reynsla mótar jafnan skoðanir
manna að verulegu lcyti, sérstaklega um j>au mál, sem
nær liggja hjarta en heila, mætti gera ráð fyrir, að sam-
skipti skálda og kvenna liafi sjaldnast verið með hvers-
dagslegum hætti og ekki óalgengt, að nokkur sviði hafi
viljað fylgja þeim eltir. I’annig verður konan ekki að-
eins tákn fegurðarinnar og hinna ótvíræðustu dyggða,
heldur einnig harms og ógæfu, jafnvel ímynd fallvalt-
leikans og fulltrúi grimmdar, svika og hvimleiðustu teg-
undar ósannsögli. Lin Yutang segir, að einhverjar liug-
1 júfusLu myndir, sem til séu af hinni fögru, aldyggu konu,
megi fimia í fornkínverskum ljóðum. Hún birtist Jrar æv-
inlega í garði sínum, umleikin skini sólar eða tungls, en
kringum hana sprengja trén brumhnappana cða dreifa
bliknuðu laufi út í mildan andvara og yfir henni livelf-
ist geimur óendanleikans. Stundum líkist hún ómi cða
lit, sem mann hefur dreymt, töfrandi skýi með dimm-
grænum jöðrum, blárri uppsprettulind eða jurt í döggv-
um, en hitt ber líka við, að skáldið staðfesti gáfur hcnn-
ar og nylscmi með Jrví að fara viðurkenningarorðum um
matreiðslu hennar og kunnáttu í meðferð hrísgrjóna
eða láta þess getið, að hún hafi nýlega fætt bónda sín-
um yndislcgan son og muni áreiðanlega fæða honum
fleiri yndislega syni á komandi árum. í biblíunni og
öðrum austurlenzkum ævintýrum og jrjóðsögum, sem
íslenzkt aljjýðufólk hefur kynnzt, gætir að vísu mikillar
fjölbreytni í lýsingum á konum, útliti þeirra og hegðun,
athöfnum þeirra og örlögum, cn yfirleitt drottnar karl-
kynið yfir frásögninni og bak við hana ríkir ósjaldan sú
vissa og sannfæring, að konan sé, þrátt fyrir allt, lítil-
fjörlegri og óæðri lífvera en maðurlnn. Störf hennar eru
fábreyttari og vandaminni en mannsins, ]>óit strangari
kröfur séu gerðar lil hennar siðferðilega. Ef liún full-
nægir þessum kröfum til hins ýtrasta og hefur auk J>ess
til að bcra fegurð, mildi, kærleik og iðni í óeðlilega rík-
um mæli, getur farið svo, að hún verði segull skáld-
42
MELKORKA