Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 48

Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 48
sýður matinn ;i rafmagnsvél, nýtur aðstoðar hinna full- komnustu áhalda við heimilisverkin, les dagblöð, tíma- rit og bækur, ekur í bíl, hlustar á útvarp, sér kvikmynd- irir vikulega og fer öðruhvoru á dansskemmtanir. Og engum linnst lengur umtalsvert, þótt íslenzkar konur gangi menntaveginn og ljúki stúdentsprófi með beztu einkunn, haldi ræður á samkomum, taki opinberlega þátt í stjórnmálum, reki ýmiskonar fyrirtæki á eigin á- lryrgð, skrifi bækur, yrki Ijóð, dragi tnynd á léreft eða leiki á hljóðfæri. I>að veldur ckki heldur neinum stór- hneykslunum, Jrótt Jrær vinni utan heimilisins, eftir að þær hafa gengið í hjónaband, ýmist í skrifstofum, verzl- unum og verksmiðjum eða á fiskireitum og síldarbryggj- um. íslenzkar nútímabókmenntir bera lt'ka nokkur merki hinna nýju viðhorfa og aðstæðna, cnda væri hitt algert einsclæmi í sögu skáldlistarinnar, cf takast mætti að aðskilja hana frá lífi fólksins og hugmyndakerfi á hverjum tíma. Allar tilraunir til þesskonar aðskilnaðar hafa jafnan orðið sér til minnkunar. Þau skáld, sem þykir einhver frami í að afneila samtíð sinni, eru háð henni eftir sem áður og geta aldrei komizt hjá {>ví, að hún Jjrýsti innsigli sínu á verk þcirra. Það cr nefnilega ofur einföld staðreynd, að sérhver kynslóð skapar sér ný viðhorf og nýjar skoðanir, ekki eingöngu gagnvart ó- komnum tímum, áður óþekktum fyrirbærum eða þcim lífshræringum, sem hafa frá upphafi verið og inunu ævinlega verða mönnunum sameiginlegar, heldur jafn- framt um fortíðina, burtgengnar kynslóðir og framliðin sjónarmið. Þessvegna er ánægjulegt að sjá, hvernig bók- menntir okkar reyna á síðustu áratugum að fylgjast með þróuninni og yfirleitt á þann veg, að um verulegan á- vinning er að ræða, cn sökum einangrunar, erlendrar á- þjánar og niðurlægjandi kyrrstöðu í menningarlífi okk- ar höfðum við lengi staðið öðrum Jjjóðum mjög að baki í þessum efnum. Hitt er svo önnur saga, hvernig nýj- ungarnar í íslenzkum bókmenntum hafa mælzt fyrir, hvaða skilningi þær hafa mætt og hver áhrif þeirra hafa orðið. En ég get ekki stillt tnig um að minnast á veiga- mikið atriði í sambandi við þetta, ákveðna skoðun, sem varðar mynd konunnar í skáldskapnum, eða nánar til- tekið: mynd íslenzku alþýðukonunnar og afstöðu lienn- ar sjálfrar til fulltrúa sinna í bókmenntunum. Mér ]>yk- ir ákaflega leiðinlegt að þurfa að angra aðstandendur Melkorku með því að draga sjálfan mig inn í viðræð- una, en mun hinsvegar reyna að verða eins stuttorður um það og frekast er unnt. ÞVÍ FER VÍÐS FJARRI, að ég undirritaður telji mig ennjiá til skálda, þótt ég hafi valið mér Jiað ævistarf að færa í letur ýmislcgt, sem mér hefur dotlið í hug, eða leitast við að lýsa öðru, sem ég hef heyrt og séð. Kunn- ingjar mínir hafa svo gefið út þessi skrif mín að gamni sínu, og sum þcirra hafa fengið hraklega dóma að von- um, en önnur hlotið lof fram yfir verðleika. Það hefur aldrei hvarflað að mér að gera hinar mislitu viðtökur að umræðúefni, né heldur andmæla sumum þeirra, sem virðast ha.fa sprottið af annarlegum hvötum, fjarskyld- um heiðarlegri gagnrýni. En nýlcga hefur mær nokkur roskin, sem ég ber að vísu engin kennsl á, en halurs- menn íslenzkra rithöfunda þeim mun gleggri, samið langt mál í heiítarlegri, flágjallri tónhæð um síðustu bók mína, Fjallið og drauminn, og komið J>ví á prent í blaði einu, sem Samband ísl. samvinnufélaga gefur út. Mærin heldur því fram, að ég svívirði íslenzku aljiýðu- konuna í fyrrnefndri bók, lýsingar mínar á henni beri geðveiki vitni, guðleysi, kynveilum, ruddaskap, illkvitni, yfirlæti, fyrirlitningu o. s. frv. Mér er fundið til foráttu að loka ckki augunum fyrir þeirri staðreynd, að ýmsar konur eru þannig skapaðar ytra, að þær myndu tæplega koma til greina scm keppendur um fegurðarverðlaun, en jafnframt er deilt harðlcga á mig fyrir að hafa ekki allar kvenpersónur sögunnar í skautbúningi, helzt nýj- um, ýmist mcð sjaldgæfustu hannyrðir í kjöltunni eða Iögboðið guðsorð á vörunum og einskonar yfirlýsingu um óspjallaðan hcilagleik í svipnum. Loks er Jrað talin goðgá, að ég skuli lofa gamalli sveitakonu, sem kcinst við að umkomuleysi vangefins pilts, að snýta sér I greip- ina og þurrka af fingrtinum á mjöðminni, meðan liún reynir að dylja geðshræringu sína. Ég ætla algerlega að lciða hjá mér að svara ritsmíð þessari, enda jrótt hún falsi á gagngerðasta hátt efni bókar ininnar og anda. Ég vildi aðeins mega láta Jress getið, að slík fölsun hefði reynzt hinni rosknu mey dýrt spaug í flestum siðmennt- uðum löndutn og annaðhvort kallað yfir hana háar fé- sektir eða leilt hana km teislega inn í tukthús. Hér á landi eru rithöfundar aftur á móti gæddir langjijálfuðu umburðarlyndi og njóta að launum minni réttar í lög- um þjóðarinnar en aðrir Jiegnar hennar, svo að ýmsir vafasamir aðilar geta átölulaust varið tugþúsundum króna til að prenta lygar og níð um bækur [reirra. Per- sónulega læt ég mér í léttu rúmi liggja, þótt málalið aldurhniginna stjórnmálamanna sendi mér miður vand- aðar kveðjur, sjálfu sér til afþreytingar og mcr til lítt verðskuldaðrar sæmdar, enda er orðbragðið þannig x áðurnefndri grein í Samvinnunni, að fæstir munu lesa hana til enda kinnroðalaust. En hitt væri kannski ó- maksins vcrt að vfkja fáeinum orðum að hinum fárán- legu og broslegu skoðunum um mynd konunnar í bók- menntunum, sem fram koma í greininni og stafa scnni- lega af dýpstu vanþckkingu eða forblinduðu ofst;eki, auk þess sem |>ær eru meginþorra islenzkrar aljiýðu framandi. ÉG MINNTIST Á ÞAÐ núna áðan, að rithöfundum fyrri tíma hefði hætt við að draga konur á einstreng- ingslegan hátt í tvo ólíka dilka. Stundum var hinn svo- kallaði lakari hluti Jieirra ausinn slíkurn óhroða og for- mxlingum, að nærri stappaði vitfirringu, og eru Jxess óvíða gleggri dæmi en í suraum helgiritum og Jijóðsög- um Austurlanda, meðal annars biblíunni, eins og öllum 44 MELKORKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.