Melkorka - 01.05.1945, Qupperneq 50
untla því vitni, að þeim hefur ekki sézt yfir þessar hvat-
ir, þótt- viðhorfið til þeirra stigbreytist með sérhverri
kynslóð í samræmi við menntun og framfarir. Ég vildi
því ráðleggja öllum rosknum piparmeyjum, sem vaða
að ungum mönnum með hræsnislepjuðum formæling-
um, að lesa vandlega hina beztu sígildu höfunda, fyrst
biblíuna, síðan leikrit Forn-Grikkja, þvinæst Chaucer,
Shakespeare, Flaubert, Zola, Maupassant, Thackeray og
marga fleiri, en loks kynna sér fremstu og listrænustu
kvenskáld tuttugustu aldarinnar. Ég ímynda mér, að
Katrín Mansfield, Wirginia Woolfe, Gertrude Stein,
Sigríður Undset, Pearl Buck, Anna Shcgers, Agnes
Smedley, Dóróþea l’arker og Lillian Smith hafi ekki
álitið og muni ekki álíta, að kynsystrum þcirra verði
bezt lýst með því að hjúpa þær mjúku skarlati fáfræð-
innar og óhreinskilninnar eða læsa þær inni í má-ekki-
segja-frá-kómentu og líma svohljóðandi auglýsingu á
dyrnar: Aðgangur bannaður ölluin, nema kurteisum,
miðaldra framsóknarmönnum, sem eru giklir sjálfseign-
arbændur eða eiga álitlega innstæðu í bankanum eða
hafa hreiðrað um sig uppi í hálaunuðum stöðum,‘þar
sem vinnuafköstin eru í öfugu hlutfalli við launagreiðsl-
urnar.
NEI, tímar hinnar dökku andlitsblæju eru liðnir og
koma aldrei aftur. Aður en langt um líður munu konur
alstaðar í heiminum njóta sama réttar í þjóðfélaginu
og karlmenn og berjast við hlið þeirra á öllum sviðum
fyrir fegurra, glaðara og farsælla lífi á jörðinni, en rísa
jafnframt til síaukins vegs í bókmenntum og listum.
Fórnir kvenna og hetjudáðir í núverandi styrjöld munu
án efa skapa á næstunni máttugan og tiginn skáldskap,
sem talar máli friðar, frelsis og réttlætis, löngu eftir að
sterkustu fallbyssuhlaupin eru ryðguð sundur og minj-
arnar um síðasta skotvirkið horfnar. Við íslendingar
höfum notið þeirrar hamingju að standa utan við
vopnaviðskiptin og blóðsúthellingarnar að mestu leyti,
þótt heyra megi ávæning af gný átakanna milli gamals
og nýs í liinu kyrrláta þjóðlífi okkar. Við höfurn lifað
miklar breytingar og umbyltingar á fáum árum, eu
mynd íslenzku nútímakonunnar hefur enn ekki verið
máluð í bókmenntum okkar á viðunandi hátt, ef til
vill vegna þess, að lnin er síður en svo fullmótuð og
hefði áreiðanlega meiri þörf fyrir bókmenntalega leið-
sögn og hvatningu heldur en nákvæma og kryfjandi
rannsókn, scm hlyti á þessu stigi að fá umvöndunar-
postulum og afturhvarfsprédikurum nokkur vopn í
hendur. Hinar yngri skáldkonur okkar hafa hér miklu
og fyrirheitaþrungnu hlutverki að gegna, nefnilega að
kenna mörgum kynsystrum sínum, að orðið nútími
táknar ekki eingöngu varalit, naglalakk, falleg föt, á-
reynslulitla ævi og hæpnar skemmtanir, heldur fyrst og
fremst vxðtæka menntun, árvökula varðstöðu um verð-
mæti liðins tfma og menningarlega sókn að nýjum verð-
mætum, starf og aftur starf, samhliða heilbrigðri gleði
og siðrænni festu.
En líf gömlu íslenzku bóndakonunnar, ntóður hinna
horfnu kynslóða, xnun enn um langt skeið verða skáldum
og rithöfundum stórbrotið yrkisefni. Stríð hennar, þög-
ult og æðrulaust, við fátækt og kulda undir himninum
yfir landinu, kallar ekki á ósanna og forgyllta túlkun,
heldur aðeins samúðarríka og hreinskilna. Sigrar hennar,
sem fólust í varðveizlu hins ósegjanlega og milda gegn-
um myrkur og þjáningar aldanna, verðskulda ekki ást-
arjátningu hræsnandi vara eða tilbeiðslu sjúklegs of-
stækis, heldur þann óð, sem á upptök sín í lindum
hjartans, rauðum og lifandi. Hver sá, sem getur ort
eina hcndingu í slíkan óð, hefur fengið miklu áorkað.
Reykjavík, sunnudaginn 1. oklóber 1944
Ólafur Jóh. SigurÖsson.
EFNISYFIRLIT
Rannveig Kristjánsdóttir: Konan og nýsköþunin .. 1
Dýrleif Árnad.: Kveðjuorð til frú Sigrúnar lilöndal 6
Katrín Pálsdóttir: Konan og þjóðfélagið .......... 7
Fríða Einars: Draumsýn ........................... 11
Jóhannes V. Jensen: Visur......................... 14
Ólöf Árnadóttir: Gróður jarðar ................... 15
Petrína Jakobsson: Launalögin .................... 16
Helga Rafnsdótlir: Slörf húsmóðurinnar ........... 17
Rannveig Kristjánsdóttir: Eldliúsið II ........... 19
Jóhanna Guðmundsdóttir: Einn dagur í heimavistar-
skóla í Englandi .............................. 22
Edith Södergran: Nocturne ........................ 24
Svafa Þorleifsdóttir: Áhorfendur eða þátttakendur . 25
Sigríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi: Hvitar dúfur 26
Guðrún Briem: Fyrsta reviár harnsins ................. 27
Sigríður Einarsd. frá Munaðarnesi: Blinda stúlkan .. 32
Þóra Vigfúsdóttir: Frá alþjóðaþingi kvenna sumarið
1939 ............................................... 33
Minningar- og menningarsjóður lwenna.................. 37
Guðrún Jónasdóttir: Viðtal við forstöðukonu barna-
heimilisins i Suðurborg ............................ 38
Nanna Ólafsdóttir: „Það hafa alltaf verið konur á
íslandi ............................................ 40
Ólafur Jóh. Sigurðsson: Konan og skdldskaþurinn . . 42
46
MELKORKA