Valsblaðið - 01.05.1998, Page 3

Valsblaðið - 01.05.1998, Page 3
c^íqmÁui/ ^dísson/ séAnmfviesUiA/ 0 ^^ÁaM^umsséAn/ / f man Síminn hringdi klukkan að verða ellefu að loknum annasömum degi. „Sæll, Sigurður, þetta er hún V..., gamall nemandi þinn úr Breiðagerðis- skóla. Þú manst eftir mér, er það ekki? Ég hringi til þín út af jólablaði sem ég er að vinna að. Mig langar til að fá þig til að segja mér frá einhverri eftirminnilegri jólagjöf sem þú hefur fengið. Manstu ekki eftir einhverju?11 Ég mundi eftir henni. Prýðilegur nemandi. Hitt stóð í mér að muna eftir ein- hverri eftirminnilegri jólagjöf. Kannski var það erill dagsins sem byrgði mér sýn til bemskunnar. í svefnrofunum morgunninn eftir fór ég að reyna að rifja upp. Engin eftirminni- leg jólagjöf kom í hugann. Hvað mundi ég þá frá jólum bemsku minnar? Ég mundi eftir biðinni. það var eins og allar klukkumar á heimilinu hefðu seinkað sér. Seint og um síðir varð klukkan þó sex. Og enn var beðið. Jólin gátu ekki byrjað þótt klukkan væri orðin sex. Hún frænka, verkakona og einstæð móðir, var ekki enn komin úr vinnunni. Frænka og dóttir hennar voru vanar að halda jól með okkur. Matvöruverslunin sem hún ræsti var opin langt fram eftir aðfangadegi og þá var ræstingin eftir. Pabbi og mamma höfðu áveðið að jólin byrjuðu ekki fyrr en frænka kæmi heim úr vinnunni. Ég mundi þegar pabbi sótti litla gervi- jólatréð upp á háaloft, - og skrautið. Þetta var hans hlutverk meðan mamma var í eldhúsinu. Ég mundi þegar hann kom kertaklemmunum fyrir, setti í þær jóla- kertin og kveikti. Þá vom jólin komin. Ég mundi þegar pabbi tók fram lúið Nýja testamentið sitt - hann hafði verið einn af „drengjunum“ hans séra Friðriks - og las jólaguðspjallið fyrir alla fjölskyl- duna. Frásögnina um drenginn sem var lagður í jötu af því að enginn gat hýst hann og foreldra hans. Samt sungu englar um dýrð Guðs og frið á jörðu og velþók- nun yfir mönnunum, vegna fæðingar hans. Ég mundi guðsþjónustu í Dómkirkj- unni, þegar Páll ísólfsson setti klukkna- spilið í orgelinu á fullt þegar síðasta er- indið af Heims um ból var sungið. Þá skynjaði bamshugurinn dýrð himnanna. Fékk ég þá enga eftirminnilega jóla- gjöf? Vísast hef ég fengið það, en þó enga sem upp í hugann kemur öðrum fremur, - nema þessar mnningar. Og þær fylgja mér, af því að þær segja mér sitthvað um jólin. Það eru jólin að bíða. Það hafði lengi verið beðið eftir fæðingu frelsarans og þegar hann kom tóku fáir eftir því, - heimurinn þekkti hann ekki, eins og Jóhannes guðspjallamaður orðar það. Þeir sem þekktu hann, og allir þeir sem tekið hafa við honum, eru að bíða eftir því að hann komi aftur við lok tímanna til að gera alla hluti nýja. Sú bið einkennist af von um að þá muni verða til nýr himinn og ný jörð, þar sem illskan, hryggðin, eymdin, kvölin og myrkrið, sem eru svo fyrirferðarmikil þessum heimi, verða að víkja fyrir gleðinni og ljósinu. Líf og starf bamsins frá Betlehem bar okkur mynd af þeim heimi og vakti von. þess vegna er glaðst ájólum. Það eru jólin að deila kjörum með þeim sem bera skarðan hlut frá borði, þeim sem erfiða. Biðin eftir frænku var prédikun um að það væru engin jól ef gleði þeirra og nægtum væri ekki deilt með öðrum. þessi bið var prédikun um að á sama hátt og bamið í Betlehem deildi kjömm með þeim bágt áttu, skyldu þeir sem á hann trúa gera slíkt hið sama. Það em jólin að kveikja Ijós. Þau minna á hann sem sagði: „Ég er ljós heims- ins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. Myrkrið er margvíslegt. Aðstæður margra byrgja þeim sýn til ljóssins, hver dagur er sem fálm í myrkri. Sumir glíma við myrkur hugans sem enginn skilur og margir fyrir- líta. Aðrir em hjúpaðir myrkri sorgar- innar. Ljósið skín í myrkrinu. Hann sem er ljósið gengur inn í myrkrið til að rétta þeim hönd sem ekki sjá út úr myrkrinu, til að fylgja þeim þar til birtir, til að vera þeim ljós sem ekkert eygja framundan. Og hann sem sagði: „Ég er ljós heims- ins“, sagði við fylgjendur sína: „Þér eruð ljós heimsins." það eru jólin að vera öðmm ljós. Það eru jólin að heyra enduróm frá himninum. Hann má heyra hvort heldur er úr stóm orgeli eða í rámri rödd öldungs sem syngur: Heyra má, himnum ífrá englasöng: „Allelújá“. Friður á jörðu, þvífaðirinn er fús þeim að líkna sem tilreiðir sér - samastað syninum hjá. Það em jólin að eiga sér samastað hjá Jesú Kristi. Eftirminnileg jólagjöf? Já, minningamar um bemskujólin sem birtu mér myndir af því hver merking jólanna væri. VALSBLAÐIÐ 50. árgangur 1998 Útgefandi: Knattspymufélagið Valur. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir að Hlíðarenda við Laufásveg. Ritnefnd: Ragnar Ragnarsson, Láms Ögmundsson, Reynir Vignir og Þorlákur Ámason. Sérstakar þakkir til Þorgríms Þráinssonar. Umbrot og útlit: Ragnar Ragnarsson. Ljósmyndir: Ragnar Ragnarsson, Árni Gunnar Ragnarsson, Þorsteinn Ólafs, o.fl. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Bókband: Flatey hf. Forsíðumyndin er af IslandsmeisturumVals í handknattleik 1998 Valsblaðið 50 ára 3

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.