Valsblaðið - 01.05.1998, Page 16
Það lá beinast við
að koma í Val
fWhási ÍÁÚ'i'
Hvernig líður þér í Val, Arnór?
Mér líður mjög vel hjá félaginu, ég var
alltaf mikið héma á sumrin þegar ég var
í fríi þannig að það lá beinast við að
koma í Val. Það var alltaf tekið vel á
móti mér þegar ég æfði með Val.
Hverjir eru helstu kostir og gallar í
knattspyrnunni hjá Val?
Helstu ókostimir eru að það vantar
skýrari markmið hjá félaginu varðandi
uppbyggingu knattspymunnar hjá fél-
aginu. Að mínu mati þarf að vinna með
yngri flokkana á sama hátt og mfl.karla.
Það vantar meiri skipulagningu í þjálf-
unina. Einnig finnst mér að það mætti
auka æfingaálagið í yngri flokkunum
sérstaklega í 2,- og 3.flokki þannig að
þessir leikmenn æfðu jafnmikið og leik-
menn meistaraflokks. Allt yrði þetta
gert til þess að undirbúa leikmenn
þannig að þeir séu tilbúnir fyrir meist-
araflokk félagsins en í dag finnst mér
vanta töluvert upp á að leikmenn komi
nægilega undirbúnir upp í meistara-
flokk. íslenskir unglingar em ekki síðri
en leikmenn erlendis en við þurfum að
vinna betur með leikmenn þegar þeir
eru að nálgast meistaraflokkinn eða
fyrstu árin í honum.
Umgjörðin í kringum knattspymuna er
nokkuð góð, aðstaðan er svipuð og hjá
öðmm íslenskum félögum en þó vantar
greinilega flóðljós á malarvöllinn til
þess að við getum nýtt hana betur á
vetuma. Eins og veðrið hefur verið þá
væri hægt að nýta mölina miklu betur!
Arnór Guðjohnsen
Hvað þarf að gerast til þess að Valur
komist í toppbaráttu aftur?
I fyrsta lagi þarf að setja sér markmið.
Hvað ætlum við að gera? Og hvernig
ætlum við að gera það? Við þurfum í
raun á algjörri hugarfarsbreytingu að
halda, við þurfum skýrari markmið,
hlutimir gerast ekki af sjálfum sér. Við
þurfum að velja okkur leið og fara síðan
eftir henni. Við þurfum að vera þolin-
móðir en það einkennir einmitt liðin hér
heima að þolinmæðin er lítil sem engin.
Það eru miklar kröfur frá öllum, kröfur
um að vera á toppnum en spumingin er
hvemig ætlum við að koma okkur þan-
gað. Það sem þarf er skipulegri vinnu-
brögð og skýr stefna um það hvemig
við ætlum að ná settum markmiðum.
Veggspjöld
til upp-
lýsingar
fyrir félags-
menn og
gesti
Ekkert félag á fslandi hefur unnið eins
marga íslandsmeistara- og bikar-
meistaratitla í meistaraflokkum karla
og kvenna í boltagreinum eins og
Valur. Stjóm Vals ætlar að minna fél-
agsmenn og gesti sem koma í íþrótta-
húsið að Hlíðarenda á þetta, með því
að koma þar upp veggspjöldum, einu
fyrir hvern titil.
Vinnu við hönnun spjaldanna er lokið
og verið er að útbúa þau og væntanlega
verða þau sett upp fljótlega eftir ára-
mótin.
ww.valur.is
16 Valsblaðið 50 ára