Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 27
Jakobsson, þjálfari okkar í 3. flokki,
oftast upp í hugann. Hann var fyrrum
leikmaður Vals, sérstakur persónuleiki
og markaði ákveðin spor í hugarheim
okkar með framkomu sinni og þjálfu-
naraðferðum. Við höfðum engu sér-
stöku liði á að skipa en hann náði að
skapa það góða stemmningu að við
náðum mun betri árangri en nokkum
óraði fyrir."
Meðal þeirra sem voru samferða Elíasi
á knattspyrnuferlinum má nefna
Ormar Skeggjason, Arna Njálsson,
Björgvin Hermannsson, Björgvin
Daníelsson og Þorsteinn Friðjófsson.
Síðar komu Hermann Gunnarsson og
hans kynslóð inn í liðið. Ætli Elíasi
finnist gríðarlega mikill munur á
knattspymunni í dag og þegar hann var
upp á sitt besta. „Áður léku menn fyrst
og fremst ánægjunnar vegna, það var
æft sjaldnar og það segir sig sjálft að
við vomm ekki nærri eins teknískir og
leikmenn í dag. Þá var alltaf spilað á
möl og það setti mark sitt á leikinn. Ef
ég horfi nær í tíma, t.d. í sambandi við
þær ferðir sem ég hef farið með liðum
til útlanda, ýmist sem leikmaður eða
stjómarmaður, er mikill munur á gamla
tímanum og því sem tíðkast í dag. Áður
fóm menn sjaldan til útlanda og þá voru
keppnisferðir líka skemmtiferðir. Hin
síðari ár þarf engar áhyggjur að hafa af
leikmönnum. Þeir vita sjálfir að ef þeir
standa sig ekki detta þeir úr liðinu. Allt
eftirlit með leikmönnum í keppnisferð-
um er óþarft."
-- Telurðu að of háar peningagreiðs-
lur til leikmanna fari illa með þá?
„Maður kemur náttúrlega úr allt öðm
umhverfi en þessir strákar í dag og áður
léku menn meira með hjartanu. Mér
fannst ég alltaf standa í þakkarskuld við
félagið fyrir að fá að æfa og leika með
liðinu en núna hugsa flestir hvað félag-
ið geti gert fyrir þá. Því fer fjarri að
leikmenn séu að sýna að þeir séu pen-
inganna virði. Vissulega eru menn mis-
jafnir en ég tel að leikmenn ættu fyrst
að sanna sig, síðan að spyrja hvað þeir
fái fyrir vikið. Félög em oft að kaupa
köttinn í sekknum því yfirleitt em það
sterkir persónuleikar sem nýtast fél-
ögum best - ekki endilega þeir sem em
flinkastir með boltann. Þetta hefur
margsýnt sig. Það er engin tilviljun
hvers vegna sum félög verða íslands-
meistarar en önnur ekki. Ef menn skoða
sigurliðin grannt kemur í ljós að lykil-
menn þeirra em sterkir persónuleikar
sem skipta sköpum og hvetja aðra til
dáða."
-- Finnst þér að gömlu félagar þínir
og jafnvel næsta kynslóð á eftir hafa
skilað sér nægilega vel inn í félags- og
stjórnunarstarfíð hjá Val ?
„Það eru alltof fáir sem hafa fengist til
starfa. Ég veit ekki hvort félagið sem
slíkt sé ekki nógu öflugt að draga menn
inn í starfið með einum eða öðmm hætti
eða hvort fyrrum leikmenn séu hrein-
lega áhugalausir. Mér hefur alltaf þótt
sjálfsagt að leggja Val lið og þess vegna
gaf ég mig í stjórnunarstarfið. Það er
öllum félögum mikill akkur ef fyrrum
keppnismenn fást til að starfa því þeir
þekkja sviðið betur en þeir sem hafa
aldrei komið nálægt knattspymuiðkun.
Auðvitað getur líka verið gott að fá
fríska og kraftmikla aðila til starfa þótt
- Hver er þín skoðun á félagsstarfínu
hjá Val?
„Mér finnst menn hafa verið að gera
mjög góða hluti hvað varðar félags-
aðstöðuna, byggingu íþróttahússins og
fleira. Ákveðinn kjami manna vann
mikið sjálfboðaliðsstarf en líklega gæti
félagsstarfið verið enn öflugra ef fleiri
fengjust til að vinna fyrir Val. Starfið
rnæðir of mikið á fáum einstaklingum.
Yfirleitt er góð aðsókn á þær uppá-
komur sem eru fyrir hendi, hvort sem
það heitir herrakvöld Vals eða Þrett-
ándabrenna. Það er bara svo margt sem
freistar fólks í dag sem var ekki til
staðar áður. Núna getur fólk valið um
tugi sjónvarpsstöðva, fjölbreytt afþrey-
ing er í boð allsstaðar og svo mætti
lengi telja. Samkeppni um hylli fólks er
gríðarleg."
- Finnst þér eitthvert eitt verkefni
öðru brýnna á Hlíðarenda?
„Það væri virkilega skemmtilegt ef
hægt væri að koma upp almennilegri
stúku. Það yrði mikil andlitslyfting og
myndi án efa trekkja að fleiri áhorf-
endur. Ekkert íþróttasvæði í Reykjavík
býður upp á meiri möguleika en Hlíða-
bakgrunnur þeirra sé allt annar." rendi, þannig að segja má að framtíðin
Aðalstjórn Vals 1980-1987 ásamt gestum á árlegu þorrablóti Péturs for-
manns. Efri röð frá vinstri: Hrólfur Jónsson, Ingi Björn Albertsson, Bjarni
Bjarnason, Þorsteinn Haralds, Halldór Einarsson. Fremri röð f.v. Sigurður
Lárus Hólm, Pétur Sveinbjörnsson, Elías Hergeirsson Grímur Sæmundsen,
á myndina vantar Jafet Ólafsson. Ljósmyndari Ólafur Gústafsson
Valsblaðið 50 ára 27