Valsblaðið - 01.05.1998, Page 8

Valsblaðið - 01.05.1998, Page 8
enginn titill hafi náðst í hús þá verður þetta að teljast góður árangur. Þjálfari var Gary Wake. Besti leikmaður: Erna Erlendsdóttir. Mestu framfarir: Hildur Guðjónsdóttir Besta ástundun: Ragnheiður Kjartansdóttir. 4. fl. karla Efri röð f.v. Tómas, Magnús, Gunnar, Jóhann, Bjarni, Kjartan, Svanur, Þór Steinar, Daniel og Ólafur þjálfari. Fremri röð f.v. Ragnar, Sævar, Baldur, Björn Ingi, Birkir, Guðlaugur og Ólafur. Mynd Þ.Ó. Bestu og efnilegustu leikmenn mfl. í knattspyrnu karla og kvenna ásamt formanni knattspyrnudeildar og markahæstu Ieikmenn. MyndÞ.Ó. það ætlunarverk tekist með ágætum. En þetta verður til þess að við getum ekki keypt alla þá leikmenn fyrir þær fjárhæðir sem við teljum út fyrir öll skynsemismörk. En hófleg stefna er best til að byggja upp framtíðar stórlið að Hlíðarenda og kominn tími til að við Valsmenn getum séð hlutina gerast hjá okkur. En til þess að svo megi verða verða félagsmenn allir að standa saman í því máli og styðja okkar aðgerð. Mfl. karla: Besti leikmaður: Sigurbjöm Hreiðarsson. Efiiilegasti leikmaður:Grímur Garðarsson. Mfl. kvenna: Meistaraflokkur kvenna náði góðum árangri á síðastliðnu keppnistímabili. Liðið lenti í 2. sæti í íslandsmótinu og komst í undanúrslit í bikarkeppninni. Valsliðið leiddi íslandsmótið lengi vel en ósigur á heimavelli fyrir Breiðablik og ósigur í síðasta leiknum gegn KR gerðu vonir um íslandsmeistaratitil að engu. Eins og svo oft áður þá spilaði liðið skemmtilega knattspymu auk þess sem vamarleikur liðsins hefur batnað verulega. Þó svo að liðið sé ungt og efnilegt þá hlýtur liðið að stefna á það að vinna íslandsmeistaratitilinn að ári enda reynslunni ríkari eftir síðasta keppnistímabil. Þjálfari liðsins var Ólafur Þór Guðbjörnsson og honum til aðstoðar var Gary Wake. Besti leikmaður: Asgerður Hildur Ingibergsdóttir. Efnilegasti leikmaður: Hildur Guðjónsdóttír. 3. flokkur karla Flokkurinn var mikið spumingamerki þegar við lögðum af stað í vetur og var jafnvel talað um að liðið yrði í botnbaráttu. En drengirnir voru tilbúnir að leggja mikla vinnu á sig og sumir gerðu enn betur og æfðu með 2. flokki til að bæta sig enn frekar. Árangur liðsins var frábær; 2. sæti í íslandsmóti og undanúrslit í bikarkeppni K.S.Í. Flokkurinn fór auk þess í keppnisferð til Spánar sem tókst í alla staði vel. Þjálfari flokksins: Guðjón Kristínsson. Besti leikmaður: Bjami Ólafur Eiríksson. Mestu ífamfarir: Þorkell Guðjónsson Bemburgsskjöldurinn: Sverrir Amór Diegó Besta ástundun: Árni Ólafsson 2.flokkur karla Flokkurinn stóð sig vel í sumar. Sigrar bæði í Reykjavíkurmóti og bikarkeppni K.S.Í. undirstrika styrkleika þessa flokks sem náði að vinna þrefalt í fyrra þannig að á tveimur árum hefur flokkurinn unnið 5 af 6 stærstu titlunum sem í boði eru! Leikmenn lögðu mikla vinnu á sig og uppskám eftir því. í flokknum eru margir hæfileikaríkir knattspymumenn og flokkurinn ætti að verða áfram í fremstu röð á næsta ári þar sem einungis 4 leikmenn af þeim 18 sem æfðu ganga upp í meistaraflokk. Þjálfari flokksins var Þorlákur Árna- son og aðstoðarþjálfari var Þórarinn Gunnarsson. Besti leikmaður: Jóhann Hreiðarsson Mestu framfarir: Steinarr Guðmundsson og Jóhannes H. Sigurðsson. 2. flokkur kvenna Eins og svo oft áður þá var mikið álag á leikmönnum flokksins í sumar. Margar af stelpunum spila einnig með meistaraflokki og síðan eru nokkrir leikmenn sem spila einnig í 3.flokki. Því var erfitt að ná stelpunum saman á æfingar í sumar. Liðið var í toppbaráttu á öllum vígstöðum en náði ekki að vinna sigur að þessu sinni. Liðið lenti í öðru sæti í Reykjavíkurmóti, íslandsmóti og í bikarkeppni K.S.Í. en þrátt fyrir að 3. flokkur kvenna: Flokkurinn stóð sig frábærlega í sumar. Stelpurnar sigruðu á Gull og Silfur- mótinu, Pæjumótinu og urðu í 2. sæti í Islandsmótinu. Þá urðu þær einnig Islands- og Reykjavíkurmeistarar innanhús. Góð tækni og leikgleði er aðall flokksins og það er alveg ljóst að það eru margar framtíðar landliðskonur 8 Valsblaðið 50 ára 5. flokkur A á Pæjumóti í Vestmannaeyjum 1998. í fremri röð frá vinstri eru: Rósa Hauksdóttir, Tinna Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Héðinsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Guðlaug Sara Guðmundsdóttir.í efri röð frá vinstri eru: Berglind Jónsdóttir þjálfari, Ragnheiður Leifsdóttir, Sandra Bjarnadóttir, Björg Magnea Ólafs og Sólveig B. Pálsdóttir Mynd Þ.Ó. 5. flokkur B á Pæjumóti í Vestmannaeyjum 1998. í fremri röð frá vinstri eru: Rakel Haraldsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Heiða Hrönn Másdóttir, Eva Ósk Eggertsdóttir, Hrefna Helgadóttir. í efri röð frá vinstri eru: Aníta Skúladóttir, Sigyn Jónsdóttir, Stefanía Björk Jóhannesdóttir, Elín Tinna Logadóttir, Ingrid Haraldsdóttir, Berglind Jónsdóttir þjálfari. Mynd Þ.Ó. í þessum hópi. Margar af stúlkunum voru einnig lykilmenn í 2. flokki í sumar. Þjálfari flokksins var Salih Heimir Porca og honum til aðstoðar var Þórð- ur Þorbjörnsson. Besti leikmaður: Kristín Sigurðar- dóttir og Guðný Þórðardóttir. Mestu framfarir: Elín Svavarsdóttir. Besta ástundun: Elísabet Guðrún Lollabikar: Guðný Þórðardóttir. 4. flokkur karla Flokkurinn átti erfitt uppdráttar í sumar. Liðið lék í b-riðli íslandsmótsins og fyrirfram var vitað að það yrði erfitt að halda sæti okkar í riðlinum en það tókst að lokum. Meirihluti drengjanna var á \;rvrrro on Konnirr oA liAiA oafti oA v/prAo 3. fl. karla á móti á Spáni. nokkuð sterkt á næsta ári. Það verður að segja strákunum það til hróss að þeir náðu að halda ákveðnum stöðugleika fram á haustið þrátt fyrir erfitt sumar. Þjálfarar flokksins voru; Friðrik Ellert Jónsson og Ólafur Jóhannesson sem tók við í mai. Besti leikmaður: Bjarni Ágústsson. Mestu ffamfarir: Jóhann Björn Valsson. Besta ástundun: Gunnar Ásgeirsson. 4. flokkur kvenna: Það voru rúmlega 25 stelpur sem mættu á æfingar á tímabilinu og æfðu þær mjög vel. Flokkurinn tók þátt í 7 mótum og var árangurinn mjög góður. A-liðið varð íslandsmeistari og vann einnig Reykjavíkurmótið og Haustmótið. B- liðið varð í 2.sæti á Gull- og Silfur- mótinu og C-liðið varð í 2.sæti á Pæju- mótinu í Vestmannaeyjum. Stúlkurnar sýndu miklar framfarir enda hafa þær verið jákvæðar og tilbúnar að leggja mikið á sig til að ná árangri. Þjálfari flokksins var Elísabet Gunnarsdóttir. Besti leikmaður: íris Björg Jóhannsdóttir. Mestu framfarir: Ragnhildur Erna Arnórsdóttir. Besta ástundun: Björg Ásta Þórðardóttir. Valsblaðið 50 ára 9

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.