Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 19
Félagið,
stjórnin og
ég
Eftirfarandi grein, skrifuð af Sigur-
dóri Sigurdórssyni blaðamanni,
birtist í Valsblaðinu frá árínu 1971 á
60 ára afmæli Vals. Eftir lestur henn-
ar fannst ritnefndinni að hún ætti
ekki síður erindi til
Valsmanna í dag.
Mér hefur
fundist ég
verða var
við það
m j ög
oft hjá
hinum
a 1 -
menna
félags-
manni,
ekki bara
í Val, hel-
dur einnig í
öðrum íþróttafél-
ögum, að hann vilji
skipta félaginu í það þrí-
stimi, sem ég hef sett sern fyrirsögn að
þessum hugleiðingum mínum, Það er
ekki bara að í þessu felist félagslegur
vanþroski, heldur hygg ég að þessi
hugsunarháttur allt of margra, sé ein
aðalorsökin fyrir því hve erfitt er að fá
menn til starfa hjá félögunum fyrir utan
þátttöku í íþróttakeppni.
Hversu oft verður maður ekki var við að
menn segi, þegar einhvem vanda ber að
höndum hjá félagi eins og Val: "Hvað
gerir félagið" eða "hvað gerir stjórn-
in". Það er ekki oft að maður heyrir
menn segja: "Hvað gerum VIÐ". Séu
menn félagsbundnir í félagi eins og Val
þá kemur þeim allt, sem gert er, jafn
mikið við og þeim sem hafa gefið sig
fram til starfa í stjórn eða nefnd í félag-
inu. Þeir sem í þær stöður veljast hver-
ju sinni eru aðeins framkvæmdaaðilar
fyrir félagið meðan þeir sitja í stjórn eða
nefnd, en hverjum og ein-
um félaga í félaginu
kemur allt sem
þeir ákveða
e ð a
framkvæ-
ma, jafn
mikið
við og
þeim
e r
g e r a
hlutinn.
Ef við
a ð e i n s
gætum fengið
alla félaga okkar
í félaginu til að
hugsa á þann hátt - hvað
gerum við - í staðinn fyrir hvað gerir
stjómin eða hvað gerir félagið; hugsið
ykkur hversu miklu félagslega sterkari
við værum þá en við nú emm.
Ég geri mér fullljóst, að þeir sem í
stjóm veljast hverju sinni, verða að taka
ákvarðanir, sem ef til vill orka stundum
tvímælis, og ég sem óbreyttur félags-
maður get þar engu um þokað í augna-
blikinu, En hversu miklu auðveldara
væri ekki fyrir þessa menn að taka
ákvarðanir og síðan að framkvæma þær
ef þeir vissu að hver einasti félagi léti
sig þær miklu skipta og að allir í félag-
inu stæðu á bak við þá í stað þess að
skipta félaginu í þessi þrjú hugtök. -
félagið - stjórnin og ég. Hversu mun
léttara væri ekki að starfa að félags-
málum okkar ef svo væri?
Sjálfsagt segja margir þegar þeir lesa
þetta að ég sé ekki að koma hér með
nein ný sannindi og ég geri mér það
einnig fullljóst. En þótt svo sé, þá er það
staðreynd að þessi þrískipting á sér stað
og hún verður að hverfa. Við þekkjum
allt of marga gamla félaga sem eitt sinn
léku knattspyrnu eða handknattleik
fyrir Val og jafnvel störfuðu eitthvað að
Hvað gerir
stjórnin?
félagsmálunum fyrstu árin eftir að þeir
hættu keppni. Ef eitthvað kemur upp á í
dag, þá eru þessir sömu menn sjálfsagt
reiðubúnir til þess að gefa eitt eða
nokkur þúsund krónur til að leysa ein-
hvem vanda, og vissulega er það fallega
gert, en gerðu þeir ekki meira gagn með
því að koma til starfa á þann hátt að láta
sig málið varða frá félagslegu 'sjón-
armiði, en ekki bara með því að gefa
ákveðna fjárupphæð og segja - félagið
leysir þetta, eða stjómin leysir þetta? Ég
hygg að svo sé. Ég vona að þessum
hugleiðingum mínum verði ekki illa
tekið, þær eru ekki meintar til eins
frekar en annars, aðeins settar fram
mönnum til umhugsunar. S.dór
Munið fíug-
cídasöíu
Vals
Valsblaðið 50 ára 19