Valsblaðið - 01.05.1998, Síða 31

Valsblaðið - 01.05.1998, Síða 31
iiji n'ii 1 Tf LL... U 1 |r Bergur Emilsson fyrirliði tekur við Reykjavíkurbikarnum. stórskemmtilegum úrslitaleik. Leikur liðsins í Reykjavíkurmótinu gaf fyrir- heit um að liðið myndi standa sig vel á yfirstandandi tímabili. Síðan hefur liðinu gengið erfiðlega að innbyrða sigra og þrátt fyrir að liðið hafi spilað stórvel á.köflum þá vantar stöðugleika í leik liðsins. Leikir liðsins hafa flestir verið jafnir og skemmtilegir á að horfa og væntum við þess að sigrunum fari að fjölga fljótlega. Greinilegt er þá að öll lið DHL-deildarinnar geta unnið hvort annað, og strákarnir stefna ótrauðir áfram og ætla sér að bæta við sigrum í þeim leikjum sem eftir eru í deildinni. Þótt liðið sé ungt að árum þá er kominn tími til að strákarnir verði meira en „efnilegir“ því liðið hefur alla burði til að standa sig vel í deildinni. I upphafi tímabils var stefna sett á að bæta árang- ur síðasta árs og komast í úrslita- keppnina á þessari leiktíð. Eins og staðan er í dag má ætla að þessu mark- miði verði erfitt að ná, en ekki er öll nótt úti enn! Með stuðningi Valsmanna á leikjum liðsins má gera sér vonir um * að ná settu markmiði. Því er von stjómarinnar að sem flestir Valsmenn sjái sér fært að mæta á leiki liðsins og hvetja strákana til dáða á seinni hluta vertíðar. Sjáumst í Valsheimilinu- Afram Valur F.h. Körfuknattleiksdeildar Vals Hannes Birgir Hjálmarsson formaður Séra Friðrik Friðriksson Einn á ferð um jólin Eftir minningar frá bernskuárum mínum, man ég langa röð af jólum, á fleygiferð. Misjafnlega skýrar eru þessar minningar. En ávallt hjúpaðar í dýrðarljóma og einhverjar unaðsfullar tilfinningar sem ég gat ekki komið orðum að. Það var eitthvað dularfullt og draumkennt, sem vakti lotningu mína - og um leið einhverja sætsára þrá, sem ég gat ekki gert mér neina grein fyrir. Tilfinningin um jólin var næstum því eins og persóna, sem kæmi svo að segja á vissri klukkustund og fyllti allt með hátíðleik og mýstík, hélst í huga mér fram undir fullorðinsár. Nú er hún næstum horfin. Verið getur, að umstangið og fyrirhöfnin vegna jólanna eigi sinn þátt í því. Á síðari árum þykir mér best að geta haldið jólin helg með því að vera aleinn. Á styrjaldarárunum, þegar ég var í Danmörku, var ég aleinn á jólunum frá því klukkan 8 á jóladagsmorgun, að ég fór í kirkju. En þá ferðaðist ég í huganum til allra vina minna, bæði hér í Reykjavík og á Akranesi - líka annarsstaðar á íslandi - og til allra vina minna í Danmörku. Þótti mér sem ég væri að heimsækja þá - og bað fyrir þeim, hverjum fyrir sig. Þetta voru unaðslegar stundir. Eitt sinn sagði ég við tvo drengi, vini mína: Ég kom til ykkar klukkan tvö á jólanóttina, beygði mig yfir ykkur, þar sem þið voruð í rúmunum ykkar, og kyssti ykkur á ennið. Litlu drengirnir urðu glaðir við, en jafnfram ákaflega undrandi. Og annar þeirra sagði: - Að við skyldum ekki vakna, þegar þú komst. (úr samtalsbók Valtýs Stefánssonar ritstj. við séra Friðrik). Valsblaðið 50 ára 31

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.