Valsblaðið - 01.05.1998, Page 34

Valsblaðið - 01.05.1998, Page 34
Skallaboltafélagið Skallagrímur er skilgetið afkvæmi Vals Helgi Magnússon, Hörður Hilamarsson og Donni einbeittir á svip í bæjarkeppni við Akureyri haustið 1984. Á haustmánuðum árið 1983 hafði Hörður Hilmarsson forgöngu um að kalla saman góðan hóp félaga úr Val til að hefja iðkun skallabolta hér sunnan heiða. Akureyringar höfðu stundað þetta afbrigði af innanhúsknattspyrnu um tíma og kennt Herði á íþróttina þegar hann átti leið um höfuðstað Norður- lands skömmu áður. Hér er um að ræða knattspymu sem fer nokkum veginn þannig fram, að boltanum er komið yfir blaknet með því að sparka eða skalla. Hann má ekki snerta gólfið nema einu sinni eftir uppgjöf og stærð vallar markast af útveggjum eða línum, t.d. badmintonvallar, allt eftir því húsi sem leikið er í. Yfirleitt eru þrír menn inni á vellinum í liði og heimilt að nota skipti- menn eftir þörfum. Gamla ÍR-húsið við Túngötu varð strax vettvangur þessara iðkana og hefur verið það síðan. Kjaminn í þeim hópi sem náðist saman þetta haust hefur haldið saman upp frá því, í heil 15 ár. Einhverjir heltust úr lestinni og nýir menn hafa verið að bætast við, sem sumir hverjir hafa ekki sýnt skalla- boltanum minni áhuga en frum- herjamir. Félagsskapurinn fékk nafnið Skalla- boltafélagið Skallagrímur. Með frá upphafi hafa verið Hörður Hilmarsson, frumkvöðull og andlegur leiðtogi hópsins, Vilhjálmur Kjartansson, Helgi Benediktsson, Bjarni Bjarna- son, Halldór Einarsson, Grímur Sæmundsen, Guðmundur Þorbjörns- son, Helgi Magnússon, Úlfar Másson, Ingi Björn Albertsson, Magnús Bergs og Dýri Guðmundsson. Sá snjalli leikmaður Hermann Gunn- arsson kom á nokkrar æfingar en hafði ekki næga þolinmæði í; þessa íþrótt. Jóhann Jakobsson (Donni) lék með fyrstu árin og var einn sá allra öflugasti í hópnum. Hann hætti því miður þát- töku. Sama gerði Þórir Jónsson, sem var með í nokkur ár. Á allra síðustu árum hefur hópurinn Úrklippa úr íþróttablaðinu þar sem skýrt er frá vali á Helga Benedikts- syni sem „Skallaboltamanni ársins“. f texta kemur fram að farandbik- arinn hafi fundist í geymslu fyrrum stjórnarmanns í knattspyrnudeild Vals og þess látið getið að hvergi nema hjá Val geti bikarar týnst og gleymst í mörg ár á sama tíma og sum önnur félög þjáist af bikara- leysi! 34 Valsblaðið 50 ára

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.