Valsblaðið - 01.05.1998, Blaðsíða 36
Bygging
íþróttahúss
C/'V \JaLaL>La%a/ Á lj-%
á^Vhóei/s \já£/l
Snemma á árinu 1953 var ákveðið að
hefjast handa um byggingu íþróttahúss,
þar sem fram gætu farið knattspymu-
æfingar að vetrinum til, svo og hand-
knattleiksæfingar, í eigin húsnæði. Að
afloknum nauðsynlegum undirbúningi
var vinna hafin við þetta mannvirki í
apríl 1954. íþróttasalurinn er 32x16
metrar að flatarmáli, með viðbyggðum
búningsherbergjum um 6,5 metra
breiðum meðfram allri hliðinni suðvest-
anverðri. íþróttaskálinn er stálgrinda-
hús, 8 súlur hvorum megin, gaflar báðir
uppsteyptir svo og norðausturhlið, en
hlaðin milli salar og búningherbergja.
Stofngrindin er keypt fyrir milligöngu
Landssmiðjunnar og veittu verkstjórar
þaðan, þeir Guðmundur Arason,
Gunnar Brynjólfsson og Markús Guð-
jónsson mikilvæga aðstoð við uppsetn-
ingu hennar.
Vegghæð íþróttasalar er rúmir 6,5
metrar og mesta hæð um 8,5 metrar, og
samanlagt er byggingin að meðtöldum
búningsherbergjum hátt á fimmta
þúsund rúmmetrar.
Verkinu skilaði það vel áfram, að hvort
tveggja var fokhelt snemma árs 1955.
Lagði félagið fram allmikla sjálf-
boðavinnu. Skarphéðinn Jóhannsson
arkitekt teiknaði bygginguna og hafði
eftirlit með framkvæmdum, Hann hefur
og gert teikningu af áföstu félagsheim-
ili að norðanverðu við íþróttaskálann,
sem fyrirhuguð er að reisa síðar.
Umsjón með múrverki og trésmíði
höfðu þeir bræður Jón og Magnús
Bergsteinssynir. Formaður Hlíðarenda-
nefndar er Ulfar Þórðarson læknir, og
ásamt honum í nefndinni þeir Jóhannes
Bergsteinsson. Sigurður Ólafsson,
Andrés Bergman, Bragi Kristjánsson,
Hrólfur Benediktsson og Ólafur
Sigurðsson.
Á næstu vikum verður hafist handa um
innréttingu salar og búningsherbergja,
Er það mikið verk og kostnaðarsamt,
Eru félagsmenn hvattir til þess að legg-
ja fram fram krafta sína nefndinni til
aðstoðar og stuðla þar með að því að
húsið verði sem fyrst tekið í notkun, en
á því er mikil og vaxandi þörf.
Félagið hefur notið styrks til
framkvæmdanna úr íþróttasjóði og frá
bæjarsjóði Reykjavikur og ber að þakka
hann
Gamla íþróttahúsið í byggingu
Eldri Vals-
blöð:1971
Viðtal við
Hilmar Sighvatsson:
Hilmar hafði þetta að segja um
veru sína í Val og helstu min-
nistæð atvik:
Eg byrjaði að æfa knattspymu árið
1969. Ég fór í Val vegna þess að
vinur minn hélt með Val og þá fór ég
að fara þangað á æfingar. Ég hætti
nú aftur í tvo mánuði en tók svo til
við að æfa á ný og hef síðan æft af
kappi. Ég var heppinn að komast
beint í A-liðið í 5. flokki, og fyrsta
leikinn lék ég með- Val í Reykja-
víkurmótinu 1969. Ég man nú ekki
hvernig leikurinn fór, en ég man það
að ég var mikið taugaóstyrkur, ég
var líka svo mikill klaufi þá. En svo
kom þetta með því að æfa stöðugt.
Ég var framvörður og skoraði ekkert
mark fyrsta árið. Svo fór þetta nú að
koma og í ár skoraði ég 8 mörk.
Sá leikur, sem mér er minnistæð-
astur er úrslitaleikurinn við KR í
haust, en þá unnum við 1:0. Urðum
við ofsalega glaðir, þegar sigur-
markið var skorað. Okkur hefur víst
fundið það sæt hefnd, því við töp-
uðum með eins marks mun fyrir
þeim á Islandsmótinu, eða 2:1.
Brot úr viðtali við Hilmar Sig-
hvatsson leikmann 5.flokks karla
árið 1971. Sonur Hilmars, Torfí
Geir Hilmarsson var einmitt valinn
leikmaður ársins í 5. flokki karla í
haust, 27 árum síðar. Það verður
fróðlegt að fylgjast með honum í
framtíðinni.
36 Valsblaðið 50 ára